Hið erlenda skyr

Nú er svo komið, eins og reyndar mátti reikna með að erlend fyrirtæki eru farin að framleiða "Íslenskt" skyr.

Slíkt hefur reyndar verið gert um all nokkra hríð í Bandaríkjunum, en nú er framleiðslan orðin mikil í Evrópu.

Skyr er góð vara og því eðlilegt að stórir framleiðendur taki upp framleiðslu þegar sala og eftirspurn fer vaxandi.

Það hefur enginn vilja til að gefa eftir markaðshlutdeild.

Það má því fagna því að MS hafi ákveðið að fara þá leið að framleiða skyr í samvinnu við erlenda aðila, jafnhliða því að flytja út skyr frá Íslandi.

Til lengri tíma litið er það líklega eina leiðin til að standast samkeppni.

Styttri leiðir á markað og ódýrara hráefni hefði líklega ella gert samkeppnina mun erfiðari. Stórir framleiðendur eru einnig mun betur í stakk búnir til að takast á við sveiflur í eftirspurn.

Því má reikna með að þannig verði tekjur MS meiri til lengri tíma litið, þó að þær séu minna á hverja dós.

En það er sjálfsagt og nauðsynlegt að standa vörð um að skyr sé ekki auglýst sem Íslenskt, nema að það sé framleitt á Íslandi, en það á reyndar einnig við um mikið af því skyri sem er selt undir merkjum MS hér og þar.

En fyrir þa sem finnst það skrýtin tilhugsun að til sé "útlent skyr", þá er það auðvitað ekkert fráleitara, en Íslensk jógúrt, Íslenskur Camembert, Íslenskt gin eða vodki, svo nefndar séu nokkrar vörur sem eru framleiddar um allan heim og líka á Íslandi.


mbl.is Skjaldborg um íslenska skyrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband