"Feimnir Íhaldsmenn" skapa óvæntan stórsigur - hreinn meirihluti

Ég man ekki eftir því að hafa séð neina skoðanakönnun fyrir Bresku kosningarnar sem gaf Íhaldsflokknum, eða yfirleitt nokkrum flokki hreinan meirihluta á þingi.

En nú er ljóst að Íhaldsflokkurinn hefur hreinan þingmeirihluta næstu 5 árin, hlýtur 330 þingmenn.

Hreint út sagt ótrúlegur sigur.

Að öllum líkindum hefur boðskapur flokksins um að kjósa forsætisráðherra hitt í mark, og líklegt að Englendingum hafi ekki litist á minnihlutastjórn sem ætti allt sitt undir Skoska þjóðarflokknum.

En hvers vegna eru úrslitin svo ólík því sem skoðanakannanir sýndu?

Það er líklega erfiðara að gera eins góðar skoðanakannanir í einmennings fyrirkomulagi. Til þess að gera litlar fylgisbreytingar geta breytt þingmannatölu verulega, ef breytingin er í "réttum" kjördæmum.

Skoðanakannair sýndu Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn báða í kringum 34% fylgi. Íhaldsflokkurinn fer hins vegar upp í tæp 37%, en Verkamannaflokkurinn dettur niður í u.þ.b. 30.5%.

Og það dugar til. Það er líka rétt að hafa í huga að Verkamannaflokkurinn hefur mun meira "dautt" fylgi í Skotlandi heldur en Íhaldsflokkurinn, þó að flokkarnir hafi báðir náð 1. þingmanni þar.

En það tala líka margir um hina "feimnu Íhaldsmenn". Það er að einhverra hluta vegna sé all nokkur "hulduher" Íhaldsmanna sem gjarna veigri sér við að gefa upp að þeir kjósi flokkinn. Það sé ekki síst vegna fjandsamlegs andrúmslofts sem til til Íhaldsflokksins víða, ekki hvað síst skapað af fjölmiðlum, álitsgjöfum og "celebum". Það sé því hvorki vænlegt til vinsælda né "cool", að segjast kjósa "Íhaldið".

Einnig benda margir á að undir stjórn Gordons Brown og síðar Milibands hafi Verkamannaflokkurinn flutt sig til vinstri og gefið eftir miðjuna sem Tony Blair hafði með eftirminnielgum hætti slegið eign sína á fyrir hönd Verkamannaflokksins.

En það er að sjálfsögðu mikið rætt um einmenningskjördæmi og hve lítil tenging er á milli fylgis á landsvísu og þingmannafjölda.  Skiptingin talar sínu máli:

Britelecut

 

 

 

 

 

 

 

(Athugið að tölurnar eru svona u.þ.b., en ekki hárnákvæmar.)

En í þessu tilfelli nær kerfið þó þeim yfirlýsta tilgangi, að lyfta einum flokki til ábyrgðar, en það er auðvelt að halda því fram að það sé á kostnað lýðræðisins.

En sigur Íhaldsflokksins er glæsilegur og óvæntur, en svo tekur alvaran við. Það verður erfitt verk að halda Sameinaða konungdæminu saman, þegar kosningaúrslit eru jafn "póleruð" eftir landshlutum og raun ber vitni, og næsta víst að krafa um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland fær byr undir báða vængi með þessum úrslitum. Sömuleiðis er ekki ólíklegt að krafa um þing fyrir England heyrist meira. Spurning hvort að úr verði lauslegt sambandsríki.

Svo er það spurningin um "Sambandsaðild", en Íhaldsflokkurinn lofaði að endursemja um aðildarskilmála og halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017.

Það gæti orðið erfitt loforð að efna, því samningaviðræður verða erfiðar, ef næst að hefja þær fyrir alvöru.

En hins vegar stendur Cameron mun sterkari gagnvart "Sambandinu" en áður, með þennan glæsilega kosningasigur að baki sér.

Ég leyfi mér að efast um að þeir séu margir sem fagna þessum úrslitum innilega í "Brussel".

 


mbl.is Tíundaði kosningaloforð íhaldsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

37% og það kallar þú glæsilegan sigur, "silly". Gott væri fyrir EU (sem þú kallar "Sambandið" að losna við Tjallann í niokkur ár. En til þess mun því miður ekki koma. EU losnar heldur ekki við Grikkland. Grexit og Brexit væri hinsvegar æskilegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 15:54

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Haukur Þakka þér fyrir þetta. Það spilar auðvitað hver í því kerfi sem hann býr við, það gefst alla vegna best til lengri tíma litið.

En ég ég segi í upphaflega pistlinum, þá dregur þessi niðurstaða ekki raun sanna mynd af úrslitunum, til að svo ætti að vera þá þyrfti til dæmi UKIP að fá mikið fleiri þingmenn.

En það breytir því ekki að Íhaldsflokkurinn er stóri sigurvegari þessara kosninga.

Skoski þjóðarflokkurinn vinnur líka eftirtektarverðan sigur, en þar standa u.þ.b. 4.8% kjósenda að baki 9% þingmann, 56 að tölu.

Í hlutfallskosningum hefði UKIP líklega talist helsti sigurvegarinn, en það sýnir sig lítið í kerfinu sem Bretar búa við.

En það er ekki hægt að líta fram hjá því að Íhaldsflokkurinn fær flest atkvæði, hæstu prósentutöluna og flesta þingmennina, hreinan meirihluta og telst því að sjálfsögðu sigurvegari kosninganna.

Svona "vinstri grumpíar" eins og þú breyta þar engu um.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2015 kl. 16:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er tilgangurinn með siðlausum yfirgangi heilaþvotta-skoðanakannana, sem framkvæmdar eru af klíkufjölmiðlum?

Hver er tilgangurinn með lýðræðislegum kosningum?

Hver er tilgangurinn með spilltum fréttafjölmiðlum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2015 kl. 17:25

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Anna Sigríður Þakka þér fyrir þetta. Ég skil ef til vill innlegg þitt ekki 100%, en ég tel að úrslitin í Bresku kosningunum sýni einmitt að skoðanakannanir eru ekki "heilaþvottur".

Alla vegna hafa þá kjósendur í Bretlandi (þó sérstaklega í Englandi) hrist af sér sápuna.

Fjölmiðlar eru eins misjafnir og þeir eru margir og sjálfsagt eru einhverjir þeirra spilltir. En flóran er stór.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2015 kl. 18:05

5 identicon

Verkalýðsstjórnin með Gordon og Darling reyndist okkur íslendingum afskapleg illa svo við ættum bara að fagna þessum úrslitum

Grímur (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 18:51

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Grímur Þakka þér fyrir þetta. Ég er sammála því að þetta eru góðar fréttir fyrir Íslendinga. Held að þetta verði Bretum til góðs, og Bretland er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslendinga og verður það líklega áfram.

Það er því ástæða til þess að fagna þessu.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2015 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband