Nær Íhaldsflokkurinn hreinum meirihluta?

Það stefnir allt í að David Cameron og Íhaldsflokkurinn verði sigurvegarar Bresku þingkosninganna, sigur þeirra verði jafnvel sætari en sigur Nicolu Sturgeon og Skoska þjóðarflokksins.

Nú eru spár jafnvel farnar að gera ráð fyrir því að Íhaldsflokkurinn gæti náð hreinum meirihluta. En 323 sæti eru yfirleitt talinn nægja til þess, þar sem Sinn Féin þingmenn taka aldrei sæti í Westminster.

Nú segja spár að Íhaldsflokkurinn gæti náð 325 þingsætum.

En hvort sem það verður eður ei, er ljóst að það stefnir í góðan sigur Íhaldsmanna.

Það stefnir sömuleiðis í að þrír leiðtogar stjórnmálaflokka segi af sér að loknum kosningum, leitogar Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og líklega UKIP einnig.

En það verður líklega mjótt á mununum hjá Nigel Farage.

Í atkvæðum talið, verður UKIP líklega þriðji stærsti flokkurinn, en uppskeran verður rýr. Líklega aðeins 2 þingmenn.

Skoski þjóðarflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, Írski Sambandsflokkurinn og Welskir þjóðernissinnar, munu líklega allir fá fleiri þingmenn, með færri atkvæðum.

En stærsta fréttin er sigur Íhaldsflokksins, síðan kemur frábær árangur Skoska þjóðarflokksins og hræðilegt gengi Verkamannaflokksins, en það tvennt helst nokkuð í hendur, Skotland enda lengi traust vígi þess síðarnefnda.

 

 

 

 


mbl.is Íhaldsflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband