Í lobbýinu á Alþingi

Það þarf engum að koma á óvart að kröfuhafar í þrotabú bankanna hafi fjöldan allan af Íslendingum (sem og annara þjóða einstaklingum) í vinnu við að gæta hagsmuna sinna.

Annað væri óeðlilegt, enda um gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða.

Það er heldur ekki óeðlilegt að slíkir starfsmenn "nuddi" sér upp við þingmenn og leiti upplýsingar og reyni að hafa áhrif á þá.

Slíkt er velþekkt víða um lönd og eins og í mörgu öðru er engin ástæða til þess að ætla að slíkt gerist ekki á Íslandi.

Það má segja að slíkt eigi ekki að gerast, en það er ekki til nein 100% leið til að koma í veg fyrir slíkt.

Það er því líklega kominn tími til þess að Alþingi setji lög eða reglugerð um starfsemi "lobbýista" og skráningu þeirra, eins og tíðkast víða um lönd.

Það væri eðlilegt að slíkt yrði gert um leið og í tengslum við siðareglur fyrir alþingimenn og starfsmenn þingsins, sem og yfirhalningu á skráningu hagsmunatengsla.

Og þar er rétt að hafa í huga að ef allir hagsmunir eiga að vera "upp á borðum", skiptir ekki síður máli t.d hverjum einstaklingar skulda, en hvað þeir eiga.

 


mbl.is Heimildarmenn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband