Er rétt að börn kjósi?

Vissulega má finna rök bæði með og á móti því að kosningaaldur verði lækkaður. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks er að mörgu leyti æskileg og rétt að ýta undir hana.

En ég er þó þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að börn kjósi.

Það eru tæp 20 ár síðan það skref var stigið að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs.

Það voru skiptar skoðanir um þá breytingu og mörgum fannst óþarfi að hækka sjálfræðisaldurinn úr 16 árum í 18.

En það var gert og ég efast um að vilji sé til þess á þinginu að breyta því.

Það er að mínu viti rétt að kosningaaldur fylgi sjálfræðisaldrinum, eins og staðan er nú.


mbl.is Kosningaaldur verði 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Theim vantar atkvaedi. Hefur ekkert af gera med ad mota lif sitt

og framtid. Thvilikt endalaust bull. Eigum vid tha ekki, ef born fai ad

kjosa, ad ekki verdur lengur greitt medlag til atjan ara.

Tha held eg ad mundi risa

upp ansi stor hopur sem hefur thaer tekjur.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 26.3.2015 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband