Það kitlaði hláturtaugar mínar þegar ég las grein á www.spiegel.de, um sýningu sem hefur verið sett upp í Berlín í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Hvernig Mike Draegert, sá sem á hefur heiðurinn af sýningunni, hefur komist yfir alla þessa gripi er ekki sagt (nema að tennur Battistons, er fengnar að láni), en það hefði vissulega gert þessa frásögn skemmtilegri.
En það er auðvitað stór markaður fyrir minjagripi tengda knattspyrnu (ég held að ég eigi ennþá einhversstaðar miðann og trefillinn frá Frakkland - Ísland, sem við töpuðum 3-2 í París), en líklega eiga þessir eftir lifa lengi, enda býsna "orginal" ef svo má að orði komast. En líklega verður þessi sýning þó ekki allra.
Þegar ég las þetta í Spiegel, hvarflaði þó hugur minn til ýmissa átta, fyrst fór ég að hugsa um hvað þetta hljómaði eitthvað skratti líkt kaþólsku kirkjunni, með sýna "relic" söfnun, og svo fór ég að hugsa um hvort að það að vera þjóðverji og heita Schumacher, leiddi sjálfkrafa af sér að hálf heimsbyggðin liti á viðkomandi sem illmenni? Eins og oft áður komst ég ekki að neinni niðurstöðu.
En ég hlakka til Silverstone kappakstursins um helgina.
En greinina í heild sinni má finna hér.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Grín og glens, Bloggar, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.