9.3.2015 | 21:27
Meiri fríverslun?
Það eru góðar fréttir að EFTA sé að hefja samningaviðræður um nýjan fríverslunarsamning. Nú við Mercosur sambandið í S-Ameríku.
Mercosur samanstendur af Argentínu, Brasilíu, Paraguay, Uruguay og Venezuela.
En það er jákvætt skref að fríverslunarviðræður hefjist við ríki í S-Ameríku nú. Vissulega er efnahagur þeirra mismunandi staddur og Venezuela nánast í upplausn, en samanlagt eru íbúar ríkjanna um 270 milljónir og samanlagt eru ríkin stór markaður.
Það er ánægjulegt að sjá EFTA vakandi fyrir möguleikum á fríverslunarsamningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.