Fuglaflensa, hvaða fugl er hættulegastur heilsu manna?

Auðvitað er ekki rétt að gera grín að þeirri hættu sem stafar af fuglaflensunni svokölluðu og auðvitað er nauðsynlegt að fylgjast vel með þessari veiru og reyna að finna upp ráð gegn henni.  En á köflum finnst mér að hættan sé ýkt og óþarfa áhyggjum valdið hjá almenningi, með fréttaflutningi í hálfgerðum æsifréttastíl.

Eins og margir hafa bent á, hafa dauðsföll af völdum flensu þessarar ekki verið mörg, og blikna í samanburði við margar aðrar andlátsorsakir.

Ég hló líka nokkuð dátt þegar ég sá kanadískan vísindamann vera spurðan þeirrar spurningar, hvaða fuglategund væri mesta heilbrigðishættan.  Hann svaraði snöggt og ákveðið:  "Djúpsteiktur kjúklingur".


mbl.is Nýtt fuglaflensutilfelli í alifuglum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og tók fólk eftir því að engar fréttir voru í desember um fuglaflensuna hm af hverju skyldi það hafa verið kannski vegna þess að allir voru uppteknir af jólaundirbúningi !Svo kom Janúar og hvað gerist !Fuglaflensa á ný í blöðunum !!Halda lyfjafyrirtækin að fólk sjái ekki í gegnum þetta ?

Sigríður Fríða (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband