8.3.2015 | 11:34
Tvíeggjað - en líklega skynsamlegt
Þegar talað er um að gefa skattsvikurum upp sakir, er eðlegt að það veki viðbrögð - bæði neikvæð og jákvæð. Eðlilega eru skiptar skoðanir um hvort slíkt eigi að gera, eða sýna "fulla hörku".
Svona "sakauppgjafartímabil" er þekkt víða erlendis og hefur ef ég hef skilið rétt gefist ágætlega, t.d. í Þýskalandi og Ítalíu. Noregur mun einnig hafa slíkt fyrirkomulag ef ég hef skilið rétt.
En auðvitað er rökrétt að rætt um hvort þetta sé æskilegt, og svo einnig hve langt "sakaruppgjafatímabil" eigi að vera, hve oft, eða hvort það eigi að vera viðvarandi.
Einnig hve hátt álagið eigi að vera, á það að vera mismunandi eftir upphæðum og hve langt aftur í tímann á álagið að gilda.
Það sem ef til vill skiptir ekki minnstu máli þegar menn velta því fyrir sér hvort að sakaruppgjöf sé réttlætanleg, er hvaða möguleika og líkur teljum við á því að skattrannsóknaryfirvöld geti náð árangri í að finna þá sem hafa svikið undan skatti, og rekið mál gegn þeim fyrir dómstólum með árangri.
Það má líka líta til þess, að alþekkt er að dómstólar líti mildari augum á þá sem hafa komið sjálfviljugir og viðurkennt brot sín, eða verið samstarfsþýðir við löggæslu eða gert við hana "samning".
Mér sýnist því að rökin fyrir því að setja "sakaruppgjafartímabil" í lög, séu fleiri og betri en að sleppa því.
Verulegar líkur eru á því að skattur verði greiddur af fjármunum sem ella yrðu áfram "utan lögsögu".
En ég hef ekki mótað mér neinar fastar skoðanir á því hvernig útfærslan eigi að vera.
Skattsvikarar fá eins árs frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas, það er líklega betra að reyna að ná sköttum inn með þessum hætti, en það verður líta til þess að viðurlög hér á Íslandi við skatta undanskotum eru að því er virðist frekar léttvæg, ef menn eru á móti því að þessi leið sé farin þá er annaðhvort að tjalda öllu til sem hægt er til að ná í þessa þrjóta ef einhverjir eru, séu þeir til og náist, refsa þeim með einhverjum þeim hætti sem verulega bítur í, hinsvegar bara gleyma þessu öllu saman.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 16:29
@Kristján Takk fyrir þetta. Þetta er alltaf erfitt viðurfangs. En í flestum eða öllum tilfellum, njóta þeir sem "gefa sig fram", að einhverju leiti mildari meðferðar, óháð hvers kyns brot þeir hafa framið.
Hitt er svo að eilíf barátta fer fram á milli skattyfirvalda, og "skapandi" bókhaldara um skattaframtöl.
Svo eru auðvitað ótal leiðir til að fela fjármagn hér og þar um heimskringluna. Það er engin leið til að hafa upp á slíku, án þess að grípa til "alræðistilburða" og óvíst að það myndi duga til.
Því er sakaruppgjöf, ágætis verkfæri til að ná inn "svörtu fé" sem og "skellóttu", og auka tekjur og umsvif innanlands.
Að mörgu leyti alger nauðsyn og hefði átt að koma af stað fyrr.
En hitt er svo að deila má um hvernig er best að útfæra það og svo líka um siðferðisþáttinn.
G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2015 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.