Eldfjallaþjóðgarður og Hoover stíflan

Þó að ég sé fyllilega þess fylgjandi að stofnaður sé Eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi, hann gæti sem best innihaldið nokkrar háhitavirkjanir til þess að sýna hvernig hitinn er nýttur, þá finnst mér varhugavert að taka tölur um aðsókn og hagnað frá Hawaii og heimfæra þær nokkuð hráar yfir á Ísland.

Er það ekki sambærilegt við að Landsvirkjun myndi fullyrða að milljón manns muni koma og skoða Kárahnjúkastífluna, bara af því að sá fjöldi kemur að skoða Hoover stífluna?

Persónulega verð ég að segja að mér finnst þessi málflutningur ekki trúverðugur eða til fyrirmyndar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband