Eðlilegur skortur á samúð?

Það er í sjálfu sér eðlilegt að Grikkir njóti lítillar samúðar hjá fátækustu ríkjum Eurosvæðisins.

Frá þeirra sjónarhóli eru Grikkir einfaldlega þjóð sem hefur tekið of mikil lán, lyft upp lífsstandard en geta ekki staðið undir lífsstandarninum, eða lánunum.

Og þeir hafa rétt fyrir sér.

Og hví skyldu þessar fátæku þjóðir vera neyddar til þess að leggja fé í björgunarsjóði svo að Grikkir og aðrar ofurskuldsettar þjóðir geti haldið uppi lífsstandard sem er mun betri en í þessum sömu þjóðum?

Vegna þess að þær eru í sama "Sambandi" og Grikkland og aðrar ofurskuldsettar þjóðir?

Vegna þess að þær nota sama gjaldmiðil og Grikkland og aðrar ofurskuldsettar þjóðir?

Og svo vilja Grikkir ekki borga þá peninga sem þessar fátæku þjóðir hafa lagt fram til baka.

Er einhver heil brú í þessu?

Fátækar þjóðir í A-Evrópu hafa verið frekar ánægðar með "Sambandið". Það hefur byggst á tvennu. Þær hafa fengið mun hærri fjárhæðir frá "Sambandinu", en þær hafa lagt fram og svo hafa íbúar þessara landa verið afar ánægðir með að geta sótt vinnu (og jafnvel bætur) hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.

En að mörgu leyti er þessi "skortur á samúð" hornsteinn þess sem er að á Eurosvæðinu. Þar eru saman lönd sem eru svo ólík, að þau eiga í mestu vandræðum meða að deila gjaldmiðli. Hvað þá að þau finni til nokkurar samkenndar.

Sum eru fátæk, sum eru með ríkustu löndum veraldar, sum skulda býsnin öll, önnur varla nokkuð, sum fylgja strangri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum, önnur hafa ekki skilað fjárlögum í jafnvægi síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

Og þá að vissulega séu ströng skilyrði fyrir því að komast í myntsamstarfið, eru ekki mikil viðurlög fyrir því að brjóta skilyrðin, þegar inn er komið.

Fyrstu ríkin til að gerast brotleg voru Þýskaland og Frakkland og viðurlögin voru engin.

Reyndar myndi Eurosvæðið í heild, ekki uppfylla skilyrði til þess að vera í Eurosvæðinu nú, en það er önnur saga - og heldur sorglegri. Skuldir Eurosvæðisins sem heildar hefur sjaldnast verið innan marka.

En þannig er haldið áfram, frá neyðarfundi til neyðarfundar og ekkert er í raun leyst. En allir eru ánægðir eftir fundinn.

Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að eina lausnin sé "Sambandsríki", með tilheyrandi "samruna" á valdi, skuldum og fjárlagavaldi.

En fyrir því er engin pólítískur vilji, hvorki hjá stjórnmálastéttinni eða almenningi.

Og því er stefnan mörkuð, frá neyðarfundi til neyðarfundar.

 

 


mbl.is Hafa litla samúð með Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og það var ekki einu sinni verið að halda uppi lifistandard almennings heldur bara þeirra sem voru frekastir og spilltastir - duglegastir við að svíkja undan skatti og sölsa undir sig almannafé með öðrum hætti.

En um leið eru björgunaraðgerðirnar nauðsyn fyrir grískan almenning sem hefur orðið harðast úti í hremmingunum. Þeir ríku hafa ekki orðið fyrir neinum búsifjum. Þess vegna þarf að fara í björgunaraðgerðir.

Aðgerðirnar þurfa að miða að því að koma best út fyrir þá sem minnst mega sín, jafnvel þótt það þýði að hinir ríkustu njóti góðs af því um leið.

Kristján G. Arngrímsson, 24.2.2015 kl. 09:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Ég hugsa að almennur lifistandar hafi verið mun hærri í Grikklandi en í þeim löndum A-Evrópu sem fjallað er um í fréttinni. Almenn eftirlaun ríflegri og þar fram eftir götunum.

Þær voru heldur ekki vægar aðgerðirnar sem A-Evrópulöndin framkvæmdu þegar fjármálakreppan hitti þau 2008-9.

En það er alveg rétt að það þarf að aðstoða almenning í Grikklandi, en það er ekki óeðlilegt að íbúar A-Evrópulandanna finni ekki til ríkrar samúðar, eða óski eftir að leggja Grikkjum til mikið fé.

En þannig er Eurosamstarfið að ýmsu leiti. Þýskaland sígengisfellir sinn gjaldmiðil og hefur styrkt samkeppnishæfi sitt svo um munar, en lönd eins og Grikkland hafa glatað sínum.

En að sama skapi hafa Þjóðverjar mest fé undir, og vilja helst ekki tapa neinu af því.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 10:00

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Í Grikklandi, eins og allstaðar, er meginvandinn fólginn í þeim mun sem er á hlutskipti almennings annarsvegar og ríku sjálftökustéttarinnar hinsvegar. Hinir ríku setja landið á hausinn með því að sölsa undir sig þjóðarauðinn, en svo blæðir almenningi.

Þetta er jú gömul saga, en hún er líka alveg splúnkuný. Og ESB hefur í rauninni lítið með þetta að gera sem slíkt. Að minnsta kosti er það ekki orsökin, en gæti hugsanlega orðið einhver lausn á vandanum.

Það er alveg eðlilegt að aðrar þjóðir, hvort heldur eru ríkir Þjóðverjar eða fátæk Austur-Evrópuríki, vilji ekki ausa peningum í hítina sem Grikkland er, en gallinn er sá, að "gríska hítin" er ekki grískur almenningur heldur tiltölulega fámenn sjálftökustétt.

Kristján G. Arngrímsson, 24.2.2015 kl. 10:21

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sérkennileg upplegg LÍÚMogga sem stjórnað er af manni sem tók gjaldeyrissjóð minn og lét fjárglæframenn fá hann og sagði við þá að gera bara eitthvað við risavaxna fjármuni.  Geriði bara eitthvað strákar, sagði hann.  Leikið ykkur bara.

Varðandi ,,björgunarsjóð" í sambandivið Grikkland, þá er um að ræða bara ósköp venjulegt IMF prógram, rétt eins og var hér, og nokkur ríki lána fjármagn til að brúa bil. rétt eins og gert var hér.

Syriza var að fara fram á stórfelldar afskriftir ríkisskulda.  Þ.e. að þessi ríki, Slóvakía, Portúgal, Írland, Eystrasaltslöndin etc., ættu að gefa grikkjum peninga og fjármagna umframútgjöld ókeypis.

Það segir sig alveg sjálft að ekkert ríki fer að gera slíkt si sona.

Þetta sá eg fyrir, að því er virðist einn manna á Íslandi.

Eg sagði strax:  Þetta upplegg Syriza og ruglprópaganda sem þeir eru með heimafyrir gengur ekki upp og tekur engu tali.  Það gekk og eftir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 11:48

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þó að ég ætli ekki að halda því fram að Grískir stjórnmálamenn hafi staðið sig vel, þó er það ekki svo að hinn almenni Grikki hafi ekki á ýmsan hátt notið velmegunar, þó að hún hafi í raun þurkast út á síðustu árum.

En hvort að innistæða hafi verið fyrir lífsgæðasókn Grikkja er önnur saga.

http://ec.europa.eu/eurostat/web/purchasing-power-parities/statistics-illustrated

http://ec.europa.eu/eurostat/tgm/table.do?tab=table&init=1&language=en&pcode=tps00155&plugin=1

Skoðaðu t.d. þessar tvær töflur og berðu saman "kostaðinn við að lifa" og svo lágmarkslaunin, annars vegar í Grikklandi og svo í þeim löndum sem fréttin fjallar um.

En vandamál Grikkja, án þess að ég ætli að halda fram að ég gerþekki það, er spilling í stjórnmála og opinbera kerfinu.

Algerlega ofvaxið ríkisbákn, og skattheimta og annað slíkt gersamlega laust við skilvirkni. Ríkilegt eftirlaunakerfi, ekki síst fyrir opinbera starfsmenn.

Án efa má týna til ótal fleiri hluti.

Að sumu leyti má segja að þetta hafi verið hvernig "stjórnmálastéttin" "keypti" völdin. Ég get ekki séð að neinn munur hafi verið á sósíalistunum og þeim hægra megin við miðju, "sýstemið" rúllaði áfram og bætti æ fleirum á ríkisjötuna.

Það má í raun velta því fyrir sér hvernig stóð á því að hin "Sambandslöndin" töldu Grikkland í stakk búið til þess að ganga í "Sambandið", og hvað þá að taka upp euroið.

En þar, réði pólítíkin, en ekki skynsemin ríkjum, enda euroið byggt á pólítískum grunni en ekki efnahagslegum.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 11:51

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Það var hart deilt um það hjá IMF þegar Grikkir fengu "björgunarlánið". Margir sögðu þá (réttilega) að Grikkir gætu aldrei staðið undir því, og að áætlunin væri allt of bjartsýn. Það sýna fundargerðirnar sem var lekið.

En þá var Grikklandi lánað, ekki til að styrkja Grikkland, heldur fyrst og fremst til að borga lánadrottnum, sem voru jú að stærstum hluta Evrópskir bankar. Bankarnir þurftu að vísa að sætta sig við klippingu, en skuldirnar voru fluttar á herðar skattgreiðenda í "Sambandslöndunum".

Minnst af því sem fengu að láni hjá "Þrenningunni", kom til Grikklands, en vissulega höfðu peningarnir frá bönkunum ratað þangað.

En hvers vegna var bönkunum bjargað og skuldirnar fluttar til skattgreiðenda?

Ef Grikkland hefði átt að fá stórfellda skuldaniðurfellingu, þá hefði það átt að gerast meðan skuldirnar voru á "almenna markaðinum".

En það er í raun nokkuð víst að þetta lendir á skattgreiðendum "Sambandslandanna" fyrr eða síðar, því flestir eru sammála um að Grikkir muni aldrei ná að borga skuldir sínar.

Þeir eru í raun gjaldþrota, en voru það í raun eigi síður árið 2010.

En hverju hefur "læknismeðferð" "Þrenningarinnar" skilað?

Hvernig er staðan í Grikklandi í dag?

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 11:59

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðan er þannig í dag, - að mál eru að komast á rétt ról!  Það er viðspyrna, - rétt eins og prógramm IMF/ESBGrikklands gerði ráð fyrir.

Það sem gerði að verkum að ekki hefur tekist eins vel til og æskilegt var er sú ástæða, - og nú skulu þið halda ykkur, - að gríðarlegt lýðskrumsblaður hefur tröllriðið Grikklandi undanfarin misseri!

Það er ástæðan.

Nú segja Syriza bræður að þeir ætli í krúsíalt strúktúral breytingar.  Mér sýnist sumar hugmyndir þeirra g fyrirætlanir góðar og álitlegar.

Eg held hinsvegar að erfitt og tímafrekt verði að koma þessum breytingum í gegn.  Eg held það.

Þessu flokkur, Syriza, er í raun ekki einn flokkur.  Þetta eru margir mið- og vinstriflokkar með frekar álíkar áherslur í grunninn upphaflega en náðu að sameinast undir leiðtogasæti Tsiprisar.  

En Tsipras er svona leiðtogakarkter.  Allavega meðan hann hafði frítt spil á hliðarlínunni með hrópum og köllum.  En sem vitað er er sitthvað þegar ábyrgðin er komin en þegar kallað er af hliðarlínunni.

Eg hef varann á mér gagnvart Tsipras.  Mér finnst hann hafa bullað of mikið til að teljast sérlega trúverðugur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 12:46

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Þetta eru margir mið- og vinstriflokkar með frekar ólíkar áherslur í grunninn þó sumt sé alveg samhljóma."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 12:48

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Það þarf mikinn vilja til að kalla Syriza "bandalag miðju og vinstri flokka", þó að það sé auðvitað ekki aðalatriðið. Nær væri að kalla það "bandalag vinstri og vinstri öfgaflokka", en eins og áður sagði er það ekki aðalatriðið.

Það þarf líka mikinn vilja til þess að sjá verulegar framfarir í Grikklandi og í raun hafa framfarir orðið ótrúlega litlar, miðað við að landið hefur verið í "prógrammi" á fimmta ár.

Það þarf ekki nema að lesa fréttir (þó að þær dragi líklega ekki úr ástandinu) til að sjá landið er við "algert hrun".

En ýmsar tillögur Syriza eru ágætar og "common sense". Þeim mun meiri ástæða til að velta því fyrir sér hvernig stendur á því að þær eru enn til "umræðu" eftir að Grikkland hefur verið á fimmta ár í "prógrammi".

En það er alveg rétt að það er annað að vera í stjórn en stjórnarandstöðu.

Það er reyndar oft besta ráðið að fá slíkum flokkum einhverja ábyrgð, áður en þeir "blása út". "Einangrunaraðferðin" kemur mjög oft í bakið á þeim sem beita henni.

En það er alveg rétt að Tsipras hefur "charisma", en það dugir oft ekki til.

En krísan nú, er bein framlenging á krísunni frá 2010. Þá var í raun vitað að það þyrfti kraftaverk til að Grikkir gætu staðið undir skuldum sínum. Hvað þá að þeir mættu við að auka þær.

Það er því nokkuð ljóst a Grikkir munu ekki borga skuldir sínar. Spurningin er hvenær og með hvaða hætti þær hverfa.

Og hver verða viðbrögð skuldareigenda, skattgreiðenda í "Sambandslöndunum"?

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 13:43

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eru þarna hópar eða félög sem hægt er til einföldunar að heyri til miðju.  Sérstaklega í grísku samhengi.  Því hvað er til vinstri við Syriza?  Jú, Kommúnistaflokkurinn!  Bara gamaldags kommúnistaflokkur eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Og hann hefur oft verið í kringum 10% fylgi.  Kommúnistaflokkurinn.

Það sem kemur á soldið á óvart hjá Syriza, er hve léttilega þeir ætla að falla frá öllum sínum meginatriðum í kosningabaráttunni.  Mér finnst það alveg merkilegt.  Kennslubókardæmi um mun í stjórnarandstöðu og stjórn.

Og ó vissulega sumir vilja meina að óveðursskýin hrannist upp í flokknum, - þá hefur merkilega lítil bein mótmæli komið fram ennþá hjá flokksmönnum.  Það er helst þessi aldraði náungi, sem eg man nú ekki hvað heitir, gamall og frægur kappi sem tók þátt í andspyrnu gegn Nazistum á sínum tíma, - hann hefur beðist afsökunnar á að hafa tekið þátt í þessum tál- og brellusýningum Tsipras og forsvarsamanna Syriza-bandalagsins.

Fyrir utan það er merkilega lítil opinber gagnrýni innan flokksinns.  En stjórnarandstaðan, PASOK og Nýtt-Lýræði fara hamförum.  Þeir hafa Syriza núna í rosalegagóðu færi.  Syriza hefur fallist á í samningum við IMF/ESB, allt sem þeir gagnrýndu fyrristjórnvöld fyrir að fallast á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 15:32

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Kommúnistaflokkurinn starfaði ef ég man rétt, með Syriza að nokkru leyti, en vildi þó ekki taka þátt í framboðinu.

Og það eru flokkar innan Syriza, sem geta jafnvel talist til vinstri við Kommúnistaflokkinn, en slíkar skilgreiningar verða þó alltaf á reiki og fer eftir sjónarhóli.

Kommúnistaflokkar hafa starfað víða um lönd og fengið all nokkurt fylgi, telst ekki til tíðinda í sjálfu sér. Frakkland er gott dæmi um slíkt. Hafa setið í ríkisstjórnum o.s.frv.

En þú ert líklega að tala um Manolis Glezos sem situr á Evrópusambandsþinginu fyrir Syriza, ef ég man rétt er hann elsti þingmaðurinn þar, 92 eða svo. Hann er frægur fyrir að hafa dregið niður fána Þjóðverja af þinghúsinu í Aþenu. "Legend" á meðal vinstri manna í Grikklandi og víðar.

En ef ég hef skilið rétt er hann að gagnrýna Syriza fyrir að vera of linir gagnvart "Sambandinu" og sætta sig við "táknrænar" breytingar, en ekki hafa náð raunverulegum breytingum fram.

Hann vill kalla saman "flokksfund" til að ákveða framhaldið.

Nýtt lýðræði er býsna sterkt afl, en PASOK virðist vera næstum horfið, hvort þeir ná að rétta úr kútnum nú, er auðvitað spurning, en ekki líklegt eins og málin standa.

En ég held að það sé alveg sama hvernig á málin er litið.

Grikkir eru komnir upp að vegg, geta ekki borgað, og nú geta þeir í raun varla leyft sér að verða gjaldþrota.

Enn og aftur, mistökin má í raun rekja aftur til 2010, en þá var tækifærið.

Hvað gerist nú? Erfitt að spá, en það eru engar lausnir sem boða gott fyrir Grikki.

 

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 16:01

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg sama þó kommúnistaflokkar finnist annarsstaðar.  Það hve sterkur hann er þó enn í Grikklandi er eitt af því sem gerir gríska samhengið sérstakt og erfitt að bera saman við td. Ísland nema gefa gaum að ýmsum atriðum sem hafa áhrif.

Syriza-Bandalagið er vissulega í heildina til vinstri, - en ýmsir hópar eða félög innan bandalagsins eru það sem kalla má miðjumenn að meðaltali í grísku samhengi.  

Þetta með PASOK, að jú hann hefur minkað mikið, - en málflutningur þess flokks var samt alltaf raunsæjastur útí gegn.  Það kemur vel í ljós núna.  Nýtt lýðræði hefur ekki eins góðan málstað, því lýðskrum var á tímabili mikið hjá þeim flokki og má alveg segja að þeir hafi hleypt lýðskrumsfjandanum úr böndunum og síðan hafi Syriza komið og beislað lýðskrumið og tók það alla leið.  Og komust til valda.

Nýtt Lýðræði var núna í dag að lesa svoleiðis yfir Syriza.  Virðist vera talsvert sterkt afl í Grikklandi.  Svipað og sjallaflokkur hér.

Með þann gamla, Glezos, - að þá finnst mér einmitt eftirtektarvert að enginn virðist hlusta á hann.  Jú jú, hann er svona kurteislega afgreiddur með því að hann hafi ekki kynnt sér mál nógu vel.  Því borin er virðing náttúrulega fyrir honum.  Með mikla sögu og að verða 100 ára.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 16:27

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Kommúnistaflokkar hafa verið sterkir víða annars staðar í Evrópu, t.d. í Frakklandi eins og ég nefndi áður og líka Ítalíu, það er því ekki sér Grískt fyrirbrigði.

Meira "Suður Evrópskt" fyrirbrigði. Til viðbótar má svo nefna Podemos nú á Spáni.

Miðjumenn, er auðvitða alltaf teigjanlegt, og skiptir ekki minnstu máli hvaðan sjónarhornið er.

PASOK var keyrður niður af "Sambandinu", þegar þjóðaratkvæðagreiðslan sem Papandreo (man ekki hvernig það er skrifað) var beinlínis "flautuð af" með fulltyngi Seðlabanka Eurosvæðiðins og Venesloz (man ekki hvernig nafnið er skrifað). Það jarðaði PASOK.

Hann fékk á sig stimpilinn að hann væri "Sambands og Þrenningarflokkurinn".

P.S. Líklega var það ekki þinghúsinu sem Glezos dró niður fánann, heldur á Acropolis.

En hann er merkilegur karakter.

En það er engin góð lausn fyrir Grikki. Aðeins áframhaldandi vandræði.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband