Vopnahléið í Ukraínu er orðin ein

Byssurnar hafa ekki þagnað í Ukraínu. Nú þegar Debaltseve er fallin, er nokkuð ljóst að vopnahléið sem hefur gengið undir nafninu Minsk II, er ekkert nema orðin tóm.

Blekið var varla þornað, þegar Rússar og "aðskilnaðarsinnar" voru búnir að brjóta samkomulagið.

Á meðan á fundunum stóð, fluttu Rússar aukin vopn á svæðið.

Stríðið í Ukraínu er raunverulegt og líklegra en hitt að það færist í aukana.

Næsta "skotmark" hjá Rússum gæti orðið Mariopol, mikilvæg hafnarborg.

Angela Merke, Hollande og Evrópusambandið lögðu mikið á sig til þess að ná samkomulagi. Þau töldu að hægt að væri að semja við Putin.

Árangurinn blasir við.

Evrópusambandinu finnst ekki tilhlýðilegt að senda neitt meira ógnandi en teppi til aðstoðar Ukraínu.

En Ukraína er að molna í sundur. Rússar rífa hana í sundur, bita fyrir bita á meðan gasið streymir en til "Sambandsríkjanna", láta þau sér nægja að setja nokkra til viðbótar í "ferðabann".

Frökkum þótti sárt, og með eftirgangsmunum fengust þeir til að hætta við að selja Rússum árásar þyrlumóðurskip.

En það er alveg rétt hjá varnarmálaráðherra Breta, það er ólíklegt að Putin láti sér nægja að efna til ófriðar í Ukraínu.

Eystrasaltslöndin eru líkleg "skotmörk". Rússneskir minnihlutahópar þar verða líklega, rétt eins og í Ukraínu, notaðir til æsinga og réttlætingar.

En það sem er ekki hvað síst hættulegt við þróun eins og á sér stað í Ukraínu, er að hafi Putin notið vinsælda sem harður og staðfastur leiðtogi, getur hann orðið verulegu hættulegur þegar hann er orðinn sigursæll.


mbl.is Pútín veldur Fallon áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“We can no longer find any willingness on the part of Poland to conduct serious negotiations with us. These proposals for mediation have failed because [of ] – - Polish mobilization.” (Adolph Hitler, 1939) 

í dag

“We can no longer find any willingness on the part of Russia to conduct serious negotiations with us. These proposals for mediation have failed because [of ] – - Russian mobilization.”

"...role that major US corporations like GM, IBM, Dupont, Ford, Standard Oil, Chase Bank as well as George and Jeb Bush’s grandfather Prescott who profited big as a bank-front director for the Nazi death machine run (not to mention the big Nazi corporations doing very well in the US during and after the war including Siemens and Allianz). There were also the deals German war criminals made to escape post-War trials, providing 70% of NATO’s intelligence after the war and direction to death squads.."

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 18:56

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Æji hlífðu mér við þessu "New World Order" kjaftæði og öllu því sem því fylgir.

Hvað heitir síðan, Global Research?

Ég reikna með að seinna kvótið finnist nokkurn veginn aðeins á henni.

Ekki það að svipað orðalag á fullan rétt á sér.

Og auðvitað er það rétt að nazistar fundu sér starfsvettvang bæði í austri og vestri eftir seinna stríð. Hvorki Bandaríkjamönnum eða Rússar veigruðu sér við að nota nazista, þar sem það hentaði.

En það er alltaf auðvelt að sjá í gengum "Rússaáróðurinn" hjá þér. Enda hafa allir óvinir þeirra verið fasistar frá því snemma á 4ja áratugnum.

Nema auðvitað þegar þeir voru þeirra bestu vinir og vináttan gerði þeim kleyft að ráðast inn í lönd eins og Pólland, Lettland, Eistland, Litháen og Finnland.

Þá voru fasistarnir ekki svo slæmir.

Enda átu fasistarnir brauð úr Rússnesku korni (Líklega frá Ukraínu) og keyrðu um á Rússnesku bensíni þegar þeir réðust inn í Holland, Belgíu og Frakkland.

G. Tómas Gunnarsson, 20.2.2015 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband