Það sem Grikkjum hefur tekist ...

Það er ekki hægt að segja að hin nýja stjórn Grikklands hafi náðu gríðarlegum árangri í viðleitni sinni til að endursemja og fá niðurfellingu á hluta hinna gríðarlegu skulda ríkisins.

En eitt hefur þeim þó tekist, sem er eftirtektarvert, og það er að fá hin Euroríkin 18, til að standa saman sem eitt, að því virðist.

Vissulega gætir ákveðnar samkenndar, ef ekki samúðar í garð þeirra, frá skuldsettu ríkjunum. En þau eiga líka peninga í sjóðum þeim sem Grikkir vilja fá afskrifaða.

Og svo eru það kosningarnar. Eitt af vandamálum Eurosvæðisins, er að á meðalári eru 4 til 5 kosningar í aðildarlöndunum.

En það er líka athyglisvert að líklega kemur mesti opinberi stuðningurinn sem Grikkir hafa fengið frá Bandaríkjunum.


mbl.is Telur samkomulag enn mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband