Friður á okkar tímum?

Það er óskandi að friðarumleitanir haldi áfram í Ukraínu og raunverulegur friður náist. Það er þó ekki rík ástæða til bjartsýni í þeim efnum.

Það að vopnahlé skuli ekki taka gildi strax, heldur þann 15. gefur ef til vill tóninn og gefur báðum stríðsaðilum möguleika á því að reyna að "bæta" stöðu sína, áður en til vopnahlés kemur.

Og enn er aðeins um vopnahlé að ræða, ekki frið.

Og alls óvíst að það muni halda frekar en fyrra samkomulag sem kennt er við Minsk.

En það er líka spurningin hvað mun gerast á meðan á vopnahléi stendur, nú eða ef friður næst.

Það eru að mínu mati engar líkur til þess að Ukraína verði ríki eins og við höfum þekkt undanfarin 25 ár eða svo.

Engar líkur eru á því að Ukraína endurheimti Krímskaga, og lang líklegasta niðurstaðan sé litið til lengri tíma, er að Ukraína missi "sneið" af austurhéruðum sínum.

Þegar upp verður staðið mun Putin og Rússland ná öllum sínum helstu markmiðum, og litast svo um eftir "næsta bita".

Ekki er ólíklegt að bæði "sjálfviljugar" og "ósjálfviljugar" þjóðernishreinsanir muni eiga sér stað á umdeildum svæðum, sem aftur verður svo notað til að réttlæta kröfur Rússlands.

Það sem stendur eftir, er sú staðreynd, að hvernig sem reynt er að tala í kringum hlutina, hafa vopn og stríð verið notað til að breyta landamærum í Evrópu.

Best að enda þetta með orðum frá Paul Ivan, fyrrverandi Rúmenskum erindreka, sem mér þykir komast mjög nálægt sannleikanum:

 

“Some EU member states just don’t care that much about Ukraine. There are countries with historical ties and good relations with Russia, and for some others they think they’re far away from Ukraine and they’re willing to compromise that country’s territorial integrity for their own economic interests.”

Paul Ivan, a former Romanian diplomat now with the European Policy Centre in Brussels.

 


mbl.is 5.486 hafa látist á tíu mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband