Er ekki best að kaupa þetta í 3. 50 milljóna knippum?

Að sjálfsögðu eru 150 milljónir dágóður peningur, en ég get ekki séð annað en það það gæti verið vel þess virði að kuapa þessar upplýsingar.

Það væri gott að kaupa þeta í þremur 50 milljóna knippum. Þá gefst tími til að rannsaka gögnin aðeins áður en til frekari fjárfestinga kemur.

En auðvitað veit engin hvað raunverulega kemur út úr þessu.

En það eitt að yfirvöld sýni að þau séu reiðubuín til að kaupa upplýsingar með þessum hætti, getur  verið sterk forvörn.

En að sjálfsögðu hvetur þetta einnig til "vandaðri" vinnubragða af hálfu þeirra sem "spila í hinu liðinu".

 


mbl.is Gögnin kosta 150 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég furða mig á hve upphæðin er hlutfallslega miklu hærri en það sem Þjóverjar greiddu eða 13 sinnum hærri miðað við fólksfjölda. Voru Íslendingar kannski svona miklu stórtækari?

Ágóðinn hjá Þjóðverjum var hundraðfaldur skv því sem Kjarninn upplýsir og hafði eftir Spiegel. Það er því engin spurning að við eigum að kaupa þessi gögn.

Ég gruna hins vegar Bjarna Ben um græsku. Ef þessi gögn eiga að nýtast verður að fjölga starfsfólki hjá skattrannsóknarstjóra. Til þess þarf aukið fé úr ríkissjóði. Fjárveitingar skv fjárlögum hafa hins vegar verið skornar niður frá fyrra ári gegn óskum skattrannsóknarstjóra.

Það eitt og sér getur ekki þjónað öðrum tilgangi en að hlífa skattsvikurum því að skattrannsóknir gefa alltaf margfalt af sér fyrir ríkissjóð.

Það á auðvitað ekki að velta allri lagalegri ábyrgð á skattrannsóknarstjóra. Það er fjármálaráðuneytisins að meta það hvort breyta þurfi lögum og ef svo er að leggja fyrir þingið frumvarp þess efnis.

Það ætti reyndar a vera löngu búið. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 18:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Fólksfjöldinn hefur nú líklega lítið með þetta að gera. En reyndar hafa Þjóðverjar keypt fjöldann allan af diskum með slíkum upplýsingum, og marga þeirra hafa "fylkin" keypt, en ekki alríkið.

Það er því spurning hver heildartalan hjá þeim er.  Ég hef aldrei séð yfirlit yfir þetta, en hef heldur ekki lagt á mig mikla leit til þess.

Í sjálfu sér ætla ég ekki að dæma um hvort að fjölga þurfi fólki. Það mætti segja að ef þetta er meira "matreitt" ofan í fólkið, þá ætti það að spara all nokkra vinnu.

En svo er líka spurningin hvað Skattrannsóknarstjóri hefur gert með nöfnin sem hún hefur haft undir höndum?

Voru þau rannsökuð eitthvað? Eða hefði það verið brot á "skilmálum"? Eða taldi hún sig ekki hafa lagalegar heimildir til þess að nota þau?

Ég verð nú að segja að mér finnst hún að mörgu leyti koma skringilega fyrir. Forðast fjölmiðla og vill tala við þá í gegnum tilkynningar virðist vera.

G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 19:34

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Væri ekki vitlegra að setja peninginn í þjónuðu fatlaðra og/eða aldraðra?

Með 1% vöxtum eða jafnvel minna, þá getur ekki verið að Ríkiskassinn fá mikið út úr þessu ævintýri.

Ég held að það sem stjórnar fólki sem vill eyða þessum peningum í þetta ævintýri, sé öfund.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.2.2015 kl. 02:16

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann Það er margt sem hægt væri að nota 150 milljónir í, en það er í sjálfu sér óvitlaust að mínu mati að athuga þetta mál frekar, og hvort hægt sé að nota þessi gögn.

Löggæsla, hvort sem það er í skattamálum eða öðrum málum er aldrei óþarfi.

Auðvitað má deila um hvernig skattar eiga að vera, en ekki um að þeir eiga að leggjast jafnt yfir.

Ég er þó sammála því að það er óvíst hvað mikið næðist.

Rétt eins og er t.d. tilfellið í HSBC gögnunum, þá er þeir sem sagðir eru tengjast Íslandi, fæstir með lögheimili þar.

En það er samt sem áður staðreynd að Þjóðverjar, svo dæmi sé nefnt, hafa notað álíka gögn með góðum árangri.

Hvort að það verður raunin með Ísland, veit enginn enn, en það er meira virði að "kíkja í þennan pakka", en marga aðra sem vilji hefur verið að kíkja í.

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2015 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband