Hvar er heima?

Ég er einn af þeim sem er alltaf á leiðinni heim.  Þegar ég er búinn aõ kaupa í matinn, er ég á leiðinni heim, þegar ég er á leiðinni til Íslands er ég á leiðinni heim og  þegar ég fer frá Reykjavík til Akureyrar er ég á leiðinni heim. Svo þegar ég flýg frá Íslandi er ég á leiðinni heim, og hlakka líklega mest til.

 Vissulega á ég ekki heima á öllum þessum stöðum, heimili mitt er Toronto um þessar mundir og líklega um fyrirsjáanlega framtíð.

En samt, Ísland verður líklega alltaf "heim", það sama gildir líklega um Akureyri, þó að ég hafi ekki búið þar í mörg ár er það alltaf "heim".

 En hvar á ég heima?  Einhvern tíma var sagt að heima væri þar sem hjartað væri (home is where the heart is), og er mikið til í því.  En líklega er þó rétt að segja að "heima" sé hjá þeim sem þú tilheyrir og tilheyra þér. 

Því á ég heima hér í Toronto, hjá Kristinu og Leifi Enno, ég tilheyri þeim og þau mér.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband