5.2.2015 | 15:15
"Tískustraumarnir" í bílvélum
Það er ekki langt síðan að "allir" opinberir aðilar vildu að almenningur skipti yfir frá bensínbílum yfir í dísil. Lofað var alls kyns fríðindum.
Nú er komið í ljós að dísilbílar eru jafnvel verri mengunarvaldar en bensínknúnir.
Þá verður auðvitað að finna eitthvað nýtt, sem "góða fólkið" getur tekið upp á arma sína. Og rafmagnsbílar eru auðvitað lausnin.
Njóta dísilbílar ekki örugglega ennþá betri kjara á Íslandi? Hver skyldi hafa komið þeim á?
P.S. Þeir sem halda að þetta hafi eitthvað með að gera að Franskir bílaframleiðendur hafi notið einhvers forskots í framleiðslu dísilbíla, eða að þeir hafi nú náð að spjara sig all vel í framleiðslu rafmagnsknúinna sjálfrennireiða, vaða augljóslega villu.
P.S.S, Veit einhver hvað "endurvinnslugjaldið" er á rafhlöðunum í rafmagnsbílunum? Nú eða hvaðan Parísarborg fær alla peningana, ef það skyldi nú vera vinsælt að skipta yfir í rafmagn?
Gamlir dísilbílar keyptir út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.