Seðlabanki Eurosvæðisins gefur Grikklandi viku

Nú hefur Seðlabanki Eurosvæðisins tilkynnt að hann muni ekki styðja Gríska banka lengur en til 11. febrúar.

Þó að þetta sé ekki orðað nákvæmlega svona, er þetta merkingin. Hætt verður að taka við grískum ríkisskuldabréfum sem veði hjá bankanum.

Í sjálfu sér er þetta ekki óskiljanleg aðgerð. Grísk skuldabréf eru í ruslflokki og bankinn hefur eingöngu tekið við þeim á undanþágu.

En auðvitað er tímasetningin ekki tilviljun.

Ríkisstjórn Grikklands er gefin vika til að "setja aftur á sig hálsólina", eða?

Samningaviðræðum Grikkja og skuldanautanna er í raun aðeins gefin vika.

Margir líkja þessu við "skot fyrir bóginn", en ég held að þetta standi nær því að vera skot sem hittir við sjólínu.  Það er enn hægt að bjarga skipinu, en tíminn er mjög takmarkaður.

Hver verða viðbrögð almennings í Grikklandi? Það er erfitt að spá um, en það er ekki ólíklegt að bankaáhlaup hefjist í Grikklandi í dag. Líkurnar á því að landið yfirgefi Eurosvæðið, minnka ekki við þetta.

Euro 4 feb 2015Eins og alltaf þegar órói verður, voru fyrstu viðbrögð lækkun eurosins.

Til lengri tíma litið, ætti euroið frekar að styrkjast ef Grikkland yfirgæfi myntsvæðið. Nema að markaðurinn myndi líta svo á að það væri upphaf upplausnar þess.

En enn og aftur er það Seðalbanki Eurosvæðisins, em er notaður til að leggja línurnar og "koma á aga í hernum", svo vitnað til Svejk.

Það ætti að vera þörf áminning um hversu hættulegt það getur verið að taka upp "erlenda" mynt og hve innlend stjórntæki geta verið mikilvæg.

Enn og aftur er rétt að hafa í huga að það er auðveldar að koma sér í klemmu eins og Grikkland, en úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband