4.2.2015 | 18:33
Vanhugsuð árás á virðisaukaskattskerfið
Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að fjölga undanþágum í virðisaukaskattskerfinu. Þvert á móti væri rík ástæða til þess að ganga skipulega í það að fækka þeim. Þá væri líklega möguleiki á að lækka % frekar.
Að leggja til að íþróttahreyfingin sé undanþegin virðisaukaskatti finnst mér fáranlegt, þó að ég geri mér vissulega grein fyrir að þar megi finna margar "skipulagðar atkvæðablokkir".
Svo kæmi þá líklega "menningarstarfsemi", svo mætti líklega lengi fram halda.
Þó eru svo mörg "góðu málefnin".
Allir þingmenn sem standa að frumvarpi sem þessu hafa sjálfkrafa "fallið um deild" hjá mér persónulega.
Sumir þeirra líklega farnir að nálgast það að spila "utandeilda".
Þingmenn ættu að reyna að "þétta" skattkerfið, fækka undanþágum og gera það gegnsærra og skilvirkara.
Vilja endurgreiða íþróttafélögum VSK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.