25.1.2015 | 16:12
Samkeppnishindranir gilda fyrir alla
það hefur verið fullyrt að í mín eyru að mismunurinn á reglugerðum um merkingar á matvælum í N-Ameríku og svo í Evrópusambandinu sé nákvæmlega svo mikill að engin leið sé að hanna miða sem uppfylli skilyrðin á báðum svæðum.
Þó að hinn yfirlýsti tilgangur sé auðvitað "neytendavernd" er afleiðingin minni samkeppni. Margir vilja meina að hömlun samkeppni sé megintilgangurinn með því að hafa merkingar mismundandi. Og það sem meira er það gerir mörgum fyrirtækjum kleyft að hafa hærra verð á mismunandi markaðssvæðum, sérstaklega í Evrópu, en slíkt getur þó virkað í báðar áttir.
Þó að flestir sem ég hef heyrt í telji Bandarísku merkingarnar betri, þá eru sjálfsagt um það skiptar skoðanir eins og annað.
Eitt atriði stendur þó líklega upp úr Evrópusambandinu í hag. Það er bannið við GM matvælum, sem er ekki skylda að upplýsa um í Bandaríkjunum, ef ég hef skilið rétt.
Um slíkt eru einnig mjög skiptar skoðanir.
Persónulega hef ég gjarna tekið þá afstöðu að engin ástæða sé til að banna slikt, en allar upplýsingar eru að sjálfsögðu til bóta og nauðsynlegar.
Svo er aftur annað mál hvort að þær eru mikið notaðar.
En auðvitað gerir þessi munur það að verkum að vörur verða á mörgum markaðssvæðum dýrari en ella. T.d. þurfa Íslendingar að flytja inn vörur sem þeir gætu flutt inn frá Bandaríkjunum, og gerðu það jafnvel áður en til EES/EES samningsins kom.
Hvað það kostar neytendur á ári hef ég ekki hugmynd um eða hvort nokkurn tíma hefur verið gerð tilraun til að áætla slíkt.
Reglur um merkingar stoppuðu Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt 26.1.2015 kl. 06:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.