Kosninga Grikkir

Sigur Syriza er staðreynd, en enn er óljóst hvort han verður stór eða risastór. eins og er bendir flest til þess að hann verði einungis stór.

Síðast þegar ég frétti var Syriza með 149 þingsæti, vantaði aðeins 2 til að ná hreinum meirihluta.  Þá var búið að telja 50% atkvæða.

Hvað þýðir þetta?

Það veit enginn, en ekki er ólíkegt að pólítískur órói fari vaxandi á Eurosvæðinu. A þessu ári eru þingkosningar í Eistlandi, Finnlandi, Póllandi, Portúgal og Spáni. Flestir búast svo við snemmbúnum kosningum á Ítalíu.

Það eru þó fyrst og fremst síðastnefnu þrjú löndin sem vekja athygli og ef til vill nokkurn ugg og ótta víða.

Það eru löndin sem stórsigur Syriza gæti haft árif á pólítíska landslagið í.

Það verður því að teljast líklegt að "Sambandið" telji sig ekki hafa efni á því að láta Syriza vinna neina stóra sigra.

Allt slíkt yrði of hvetjandi fyrir hreyfingar eins og Podemos á Spáni.

En verður samið og um hvað yrði þá samið?   Það eru "milljón euro" spurningarnar, eða í þessu tilfelli milljarða spurningarnar.  Ef ég man rétt eru skuldir Grikkja í kringum 320 milljarðar euroa.

Eins og er eiga Grikkir fé fyrir rekstri, en ekki til að borga þær afborganir sem eru í sumar.

En euroið mun líklega síga lítillega og hefur eitthvað verið að gefa eftir þar sem markaðir hafa opnað. 

En þetta er vissulega órói og óvissa sem Eurosvæðið vildi líklega vera án.

 


mbl.is Syriza sigrar í kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband