Það getur varla talist nema eðlilegt að þar sem er mikið atvinnuleysi, sé lítill stuðningur við aukinn fjölda innflytjenda

Löndin við Miðjarðarhafið hafa fundið fyrir gríðarlegri aukningu flóttamannstraums. Hann er orðin það stríður að þau ráða í raun ekkert við hann.

Þegar litið er til þeirrar staðreyndar að atvinnuleysi hefur verið gríðarlega hátt í þessum löndun, er ekki að undra að viljinn til að taka á móti auknum fjölda innflytjenda sé lítill.

Það er auðvelt að skilja rökin fyrir þvi að vilja draga úr fjöldanum.

Þegar atvinnleysi er í hæstu hæðum, er skiljanlegt að ekki sé vilji til þess að fjölga á atvinnumarkaði.

Hins vegar eru mörg svæði sem þarfnast innflytjenda og framtíð þeirra er ekki björt án þeirra.  En einnig þar má sjá vaxandi vilja til að stjórna straumi innflytjenda frekar en nú er og reyna eftir fremsta megni að sníða hann að þörfum móttökuþjóðarinnar.

Hvað biði hvort sem er innflytjenda í löndum þar sem atvinnuleysi er mikið og þjóðfélagið sjálft er á niðurleið, og hið opinbera hefur í raun engin tök á því, og allra síst fjárhagslega að veita þeim nokkurn stuðning?

Að mörgu leyti má segja að þetta sé enn eitt dæmið um hvernig "Sambandið" hefur ekki burði til að taka á þeim vandamálum sem upp koma sem heild.

Ef vilji er til þess hjá "norðurþjóðunum" til að taka á móti auknum fjölda innflytjenda og flóttafólks, er rétt að þau aðstoði "suðurþjóðirnar" við að taka á móti fólkinu og ferja það "norður".

En það fara ekki alltaf saman aðgerðir og orð.

Og útkoman er gjarna hálfgert "chaos", en það orð á auðvitað uppruna sinn í Grikklandi (eins og margt annað).

Og svo bætist við að ýmsum í "Sambandinu" þykir meira en nóg um "innbyrðis innflytjendur", en það er önnur umræða en vissulega skyld.


mbl.is Meirihlutinn vill færri innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband