Beware of Greeks bearing ballot boxes

Það er mikil spenna fyrir kosningarnar í Grikklandi í dag.  Svo var reyndar í síðustu kosningum, en líklega er spennan mun meiri í dag.  Ég leyfi mér að efast um að aðrar kosningar í Grikklandi hafi fengið jafn mikla alþjóðlega athygli.

Og líklega hafa engar kosningar í Grikklandi skipt jafn miklu máli á alþjóðlega og þá sérstaklega Evrópska vísu.

Úrslitin geta haft mikil áhrif á framtíð Evrópusambandsins, þó að ekki sé hægt að fullyrða að þau geri það.

Þegar má sjá örlítil áhrif í þá átt að önnur ríki "Sambandsins" vilji gefa Grikkjum eftir fé, ekki þó af höfuðstól heldur frekar lengja í lánum og lengja vaxtalaus tímabil.

Allt bendir til þess að Syriza vinni góðan sigur, en ekkert er í hendi, og verði stærsti flokkur landsins. Rétt er að hafa í huga að stærsti flokkurinn fær "bónus" 50 þingsæti.

Við getum reynt að slengja hvað "stimpli" sem við kærum okkur um á Syriza.  Við getum kallað þá "öfga" vinstriflokk, popúlista, kommúnista og þar fram eftir götunum.  Ekkert af þessu væri líklega alfarið rétt og ekkert af þessu alfarið rangt.

Syriza er enda bandalag flokka á vinstri væng.

En þeir ná að tala til fólksins og almenningur hefur, í það minnsta nú, meiri trú á þeim en hinum hefðbundnu valdaflokkum í Grikklandi.

Það er ef til vill ekki að undra, enda margir sammála því að þeir hafi brugðist traustinu og leitt þjóðina lang leiðina til glötunar.

Grísk stjórnmál leiddu þjóðina á ranga braut og euroið læsti hana þar inni. Í gildrunni.

U.þ.b. 30% Grísku þjóðarinnar nýtur ekki heilbrigðistrygginga heldur leitar til hjálparsamtaka s.s. Lækna án landamæra.  Þau samtök ásamt mörgum fleirum hafa tekið að dreifa matvælum.  Læknar samtakanna segjast í vaxandi mæli sjá bæði börn og fullorðna sem þjást af vannæringu.

Atvinnuleysi er enn í hæstu hæðum, þrátt fyrir mikinn landflótta.

Það þarf engan að undra þó að Grikkir séu tilbúnir til að velja "eitthvað annað".

Hvort það dugir til, á svo eftir að koma í ljós.

En Grikkir eiga enga auðvelda kosti.

 

 

 

 

 


mbl.is Grikkir ganga að kjörborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband