22.1.2015 | 16:12
168.000.000.000.000 - eða eitthundrað sextíu og átta trilljónir 00/100 - 20% "Samband"?
Þetta er talan sem Seðlabanki Eurosvæðisins ætlar sér að "pumpa" inn í hagkerfið á næstu tveimur árum. Það er að segja mæld í Íslenskum krónum. Allt að 9.215 milljörðum á mánuði.
Þetta eru peningarnir sem þeir ætla að búa til "úr engu", bara smá "blipp" í tölvunni. Síðan verða líklegast keypt skuldabréf, aðallega ríkisskuldabréf, fyrir "allan peninginn".
En Seðlabanki Eurosvæðisins er langt í frá að vera eini seðlabankinn sem stendur í slíku eða hefur gert á undanförnum árum.
Flestir stærstu seðlabankar heims hafa framleitt peninga eins og þeir óttuðust að þeir færu úr tísku. Og reyndar er það dálítil hætta að þeir falli í vinsældum, og ekki síður verðmæti.
Bandaríkin, Japan, Bretland, Sviss og fleiri ríki hafa öll notað seðlaprentun með einum eða öðrum hætti undanfarin ár.
Hin útbreidda skoðun er að það eina sem vanti í veröldina sé meiri peningar - og jú verðbólga og seðlabankamenn um víða veröld eru í óða önn að reyna að finna út hvort að þetta tvennt fari ekki saman.
Og þannig gengur þetta "hringinn", þvi enginn vill í dag vera með sterkan gjaldmiðil í dag.
Og virkar þetta?
Um það eru skiptar skoðanir, en flestir eru þó þeirrar skoðunar að það sé þess virði að reyna. Það er ekki margt annað sem hægt er að prufa til að reyna að koma einhverju lífi í Eurosvæðið.
En gallinn er, í það minnsta miðað við fyrstu fréttir, er að þetta er ekki "alvöru" hjá Seðlabanka Eurosvæðisins.
Enn og aftur kemur uppbygging, lagaumgjörð og reglugerðir Eurosvæðisins í veg fyrir að málin séu tækluð af alvöru.
Svo virðist sem aðeins 200 milljarðar euroa, af þeim 1.1 trilljónum sem heildarpeningamagnið á að aukast um, komi frá Seðlabanka Eurosvæðins. Lang stærstur hluti á að koma frá seðlabönkum hvers lands um sig.
Og hvað þýðir það? Það er góð spurning sem sjálfsagt eru mismunandi svör við, svona eftir því við hvern er talað.
En ef eitthvað af þeim skuldabréfum sem viðkomandi seðlabankar munu kaupa, verða einhverra hluta vegna ekki greidd, hvað gerist þá? Því þeir eru ekki alvöru seðlabankar. Þeir eru meira svona "upphafðir þankatankar". Því þeir geta ekki prentað neina peninga til að koma sér úr vandræðum?
Og hvert yrðu þeir að leita til að dekka tapið? Líklega til ríkissjóðs þess lands sem þeir tilheyra.
Og það sem meira er, ef reiknað er með að "peningaprentunin" verði í réttu hlutfalli við eignarhlut hvers lands í Seðlabanka Eurosvæðisins, þá er "kikkið" ekki mest sem ef til vill er mest þörf fyrir það, heldur auðvitað hjá stærast euro landinu, landinu sem hefur mesta eftirspurn eftir skuldabréfum sínum, landinu þar sem atvinnuleysið er hvað hæst, já auðvitað Þýskalandi.
Það er enn of snemmt að sjá fyrir hver verða viðbrögð markaða við þessu útspili. Að hluta til var það fyrirséð, en líklega heldur stærri aðgerð en margir höfðu reiknað með. Svo kemur á móti óvissa um hvernig "seðlabankaútibúin" muni höndla þetta hvert um sig, o.s.frv.
Nú þegar eru "gárungarnir" farnir að kalla þetta 20% "Samband".
En næsta víst er að euroið muni falla í verði. Nú þegar er það komið undir það verðgildi gagnvart US dollar sem það hafði í upphafi. Líklegt verður að teljast að leiðin haldi áfram niður á við. Æ fleiri spá 1:1 á þessu ári.
Og hvort að þetta dugir til að særa fram einhverja verðbólgu? Það er ekki víst að þetta dugi til, en ætti þó að hjálpa upp á.
En ef þetta dugar ekki til að rífa Eurosvæðið upp úr doðanum?
Þá er fátt eftir, nema ef til vill að gefa ókeypis kjúklinga, það myndi alla vegna hjálpa hænsnaræktendum.
Og því endum við þetta á "Peningum fyrir ekkert og ókeypis kjúklingum".
P.S. "Sambandssinum" er bent á að gengissig eurosins í dag og undanafarið er ekki vegna nafns gjaldmiðilsins. Það er beintengt efnahagsástandi svæðisins, langvarandi skuldasöfnun margar ríkja Eurosvæðisins og svo væntanlegrar peningaprentunar af hálfu Seðlabanka þess og útibúa. Það væri ekki rétt að segja að gjaldmiðillinn sé ónýtur, þrátt fyrir mikið fall hans gagnvart Svissneskum franka, nær að segja að hann sé dulítið laskaður, eftir allt þetta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það sé gölluð aðferð að meta gjaldmiðil út frá t.d. hversu margar evrur eru í dollara. Bandarkíkjamenn hafa "fellt" verðgildi dollars bakdyramegin með því að prenta ókjör af honum. Þetta leiðir til þess að verðgildi allra dollara fellur um leið og verðmæti flytjast frá fyrirliggjandi dollurum til nýprentuðu dollarana.
Sama er með evrur. Nú er ESB að gjaldfella evruna bakdyramegin og um leið að sækja mikil verðmæti í vasa evrueigenda og launþega. Þetta er semsagt lúmsk gengisfelling.
Þetta er eiginlega orðin keppni um hver hafi verðminnsta hagkerfið.
Svisslendingar með sinn sterka gjaldmiðil eru orðnir órólegir og stórforvitnilegt hvað Norðmenn gera, sérstaklega þar sem þeir verða að fara að gefa gaum að samkeppnishæfni atvinnuvega sinna þar sem olían hefur fallið svo mjög í verði. Hljóta að vera að vænta frétta frá norska seðlabankanum á næstunni.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 16:38
Þetta virkar ekki hjá þeim. Þeir eru að gefa sér/vonast eftir hlutum sem er ekkert víst - að mér sýnsit ekkert einu sinni líklegt að gangi eftir.
En - kannski vantar bara smá verðbólgu. Með kerfið sem sumir þarna hafa ákveðið að koma sér upp, veitir ekki af því.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2015 kl. 16:39
@Bjarni Gunnlaugur Þetta er vísvitandi "gengisfelling og eins kemur fram í upphaflega pistlinum er Eurosvæðið langt í frá einir um hituna þar.
Sterk staða eurosins var ekki vegna "eigin verðleika" heldur vegna þess að flestir aðrir voru að "prenta peninga".
Nú er Eurosvæðið líka farið að prenta peninga, en Bandaríkjmenn eru að hætta.
En það geta ekki allir prentað peninga endalaust, eða er það? Sjálfsagt komumst við að því, á einn eða annan hátt, jafnvel með harmkvælum.
Svisslendingar hafa prentað peninga án afláts, til að kaupa euro to halda verðgildi þess uppi. Nú eru þeir hættir.
Atvinnuvegir Norðmanna (ef olíuiðnaðurinn er ekki talinn með) standa betur en oft áður, vegna falls krónunnar. Spurning hvað gerist nú, þegar allt þetta fé er að leita að bithaga. Noregur gæti farið illa út úr því.
@Ásgrímur Í fljótu bragði sínist tímasetningin hjá Bandaríkjamönnum hafa verið mun betri. Það er líka allt einfaldara og auðveldar í sniðum hjá "samstæðum ríkjum".
Verðbólga er að verða eftirsótt "kommódítí" því engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
En svo er spurning hvort að til verði "massív eignabóla"? En einhver veginn hef ég ekki sterka trú á því.
G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 17:07
336.000 kr á hvert mannsbarn innan ríkja ESB, enn hærra ef einungis er rætt um evruríki. Þetta gerir 1.344.000 kr skuldsetningu á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Huggulegt í öllu atvinnuleysinu!
Og auðvitað fara þessir peningar beint í vasa hlutafjár- og fjármagnseigenda, enda beinlínis ætlað að gera það. Hvort einhverjir brauðmolar falli síðan af borði fjármagnseigendanna er svo aftur stór spurning. Meiri líkur eru á að þeir nýti sinn ódýra nýfengna "auð" til fjárfestinga utan evrusvæðisins.
Þá sitja íbúar ESB landa eftir með reikninginn og vanda sem gerir síðari heimstyrjöldina fjarska litla.
Munurinn á peningaprentun USA og ESB er tímasetning og möguleikar til að nýta þennan nýja "auð" peningaprentunnar.
Gunnar Heiðarsson, 22.1.2015 kl. 21:22
Gengislækkaun evrunnar er æskileg fyrir evruþjóðirnar. Þannig batnar samkeppnisstaða þeirra gagnvart öðrum þjóðum.
Gengi evrunnar er enn 12.6% hærra gagnvart dollar en útgáfugengið sem var á pari við hann. Eins og oft vill verða seldist evran þó á hærra verði fyrst eftir útgáfuna en féll fljótlega langt niður fyrir dollar.
Í ljósi þess að aðrar þjóðir hafa stundað peningaprentun í stórum stíl frá hruni má furðu sæta hve vel flestum evruþjóðum hefur vegnað. Nú þegar aðrar þjóðir eru komnar að þolmörkum með peningaprentun er svigrúm evruþjóðanna mikið.
Evran hefur þann kost að peningaprentun verður alltaf í lágmarki. Þannig er komið í veg fyrir að stjórnmálamenn geti í stórum stíl varpað afleiðingum afglapa sinna yfir á almenning með gengisfellingum. Vönduð stjórnsýsla er því nauðsyn.
Ekki er víst að peningaprentun á evrum hafi mikil áhrif til lækkunar á gengi vegna þess mótvægis sem fylgir auknum hagvexti. Þó er hófleg lækkun líkleg. Slík lækkun væri til bóta fyrir evrusvæðið eins og áður segir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 11:00
Evran er víst ónýt, hvort sem fólki líkar betur eða verr, vegna þess að hún brýtur lögmál hagkvæmasta myntsvæðis. Svæði með sömu hagsveiflu á að hafa sömu mynt, en ESB samanstendur af mörgum hagsvæðum með margar hagsveiflur - og ætti því að hafa margar myntir.
Það fer að verða holur hljómur í tali íslenskra ESB-sinna um að taka um "almennilegan" gjaldmiðil, og meina þá evruna.
Nú gefur á bátinn hjá Rússum. Ætli þá langi að taka upp evru líka?
Hafði Sturla bílstjóri, eftir allt saman, kannski rétt fyrir sér í kosningabaráttunni 2009, með slagorðinu "Dollarann strax"?
Þetta endar allt á því að það er hagstjórnin sem þarf að vera í lagi.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 11:05
Bestu þakkir fyrir tilleggið allir saman.
@Gunnar Að sjálfsögðu á aðeins að miða við íbúa Eurosvæðisins. Þetta er ekki egert í nafni annara. Þjóðir eins og Svíar verða hins vegar líklega að grípa til ráðstafan til að veikja sinn gjaldeyri og Danska krónan verður einnig fyrir vaxandi þrýstingi.
Þetta lækkar líklega ekki heldur húsnæðiverð í London, eða Sviss.
@Ásmundur Það er alveg rétt að gengisfelling eða lækkun eurosins er ´góðu fyir þjóðirnar. Rétt eins og gengisfelling eða sig Íslensku krónunnar hefur oft verið Íslendingum góð og stundum nauðsyn.
Þetta gildir um öll efnahagskerfi og gjaldmiðla.
Gengi euros var 1.16 eitthvað dollar þegar hún svar sett á stofn. Það var árið 1999, en hún seig fljótlega niður á við og var þar í nokkur ár, áður en hún fór svo í styrkingarfasa.
Það er ekki tilviljun að þessar breytingar fylgja efnahagsástandi í Þýskalandi að mestu.
Akkúrat núna er Seðlabanki Eurosvæðisins að reyna að koma hagkerfinu í "gang" eftir mistök og óstjorn á svæðinu. Það er ekki mikið flóknara en það. Og eins og víða þá lendir það að hluta á almenningi. Ekki þó eins harkalega og hið skelfilega atvinnuleysi sem hefur verið látið viðgangast á Eurosvæðinu allt of lengi.
Lægra gengi eurosins yrði vissulega til bóta fyrir svæðið, því það endurspeglaði betur efnahagsstöðu margra þjóða þess.
Vandmálið er í raun að verða Þýskaland sem er með alltof veikan gjaldmiðil miðað við styrk. Þýskaland í raun sígengisfellir gjaldmiðil sinn.
@Vésteinn Euroið er ekki ónýtt, frekar en nokkur annar gjaldmiðill. Það sýnir hins vegar vandamál svæðisins.
En það er rétt að Eurosvæðið er ekki "hagkvæmasta myntsvæði". Það skapar ójafnvægi í viðskiptum, bæði innan svæðisins og í heiminum öllum. Það mætti segja að það ógni efnahagslegum stöðugleika á heimsvísu.
Ég held að Rússar hafi engan áhuga á því að taka upp euro. Þeir eru betur settir með rúbluna, hún endurspeglar þeirra efnahag, þó að þeir þurfi að horfast í augu við mistök sín.
Ég er enn þeirra skoðunar að krónan dugi Íslendingum best. Í huga mínum get ég heyrt harmakveinin ef Íslendingar væru með dollar nú, og horfðu upp á hann styrkjast gagnvart euroinu.
En nú er gott tækifæri fyrir Íslendinga að auka við gjaldeyrisforðann, jafnvel með örlítilli pengingaprentun.
G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2015 kl. 11:59
Hin ýmsu lönd geta vel aðlagað sig evrunni rétt einsog hinar ýmsu atvinnugreinar í einstökum löndum hafa gert. Þetta er í raun auðvelt ef menn gera sér grein fyrir því hvað í því felst.
Þrátt fyrir ólíkt vægi hinna ýmsu atvinnugreina í ESB-löndunum hefur þeim flestum vegnað vel með evru. Undantekningarnar má rekja til byrjendabreka og jafnvel augljósra afglapa og spillingar.
Engin evruþjóð vill hætta að nota evru sem sinn gjaldmiðil. Í flestum þessum löndum er stuðningur við evru yfirgnæfandi. Jafnvel Grikkir vilja halda í evru en neyðast etv til að taka upp eigin gjaldmiðil ef þeir standa ekki við gerða samninga eða tekst ekki að semja upp á nýtt.
Krónan er hins vegar svo ónýt að gengi hennar getur auðveldlega farið svo langt upp að útflutningsgreinar þola það ekki eða illa meðan innflutningur er gengdarlaus. Þetta gerðist á árunum fyrir hrun.
Ástæðan var ásókn útlendinga í krónur vegna hárra vaxta en einnig innlendar stórframkvæmdir. Afleiðingarnar urðu viðvarandi viðskiptahalli árum saman og sífelld aukning á erlendum skuldum þjóðarbúsins sem fór langt yfir þolmörk svo að engin þjóð var tilbúin til að lána Íslendingum til að bjarga bönkunum.
Gengi lítils gjaldmiðils eins og krónunnar getur einnig lækkað niður úr öllu valdi svo að innflutningsfyrirtækin græða á tá og fingri meðan innlend framleiðsla og almenningur búa við kröpp kjör. Þetta gerist td þegar fjármagn streymir úr landi vegna lítils trausts á krónunni og til greiðslu á óhóflegum erlendum lánum.
Af þessu má sjá að krónan aðlagast ekki innlendum hagsveiflum. Hún er stjórnlaus og sveiflast öfganna á milli og veldur í hverri sveiflu miklu tjóni.
Kostnaðurinn af því að hafa krónu er gífurlegur fyrir íslenskan almenning. Vegna lítils trausts á krónunni þurfa vextir að vera miklu hærri hér en í ESB-löndum. Miklu hærri vextir á húsnæðislán er þó aðeins eitt af mörgu sem gerir fórnarkostnað almennings vegna krónu gífurlegan.
Annar kostnaðarliður vegna krónunnar eru vextir vegna lána til að halda úti gjaldeyrisvarasjóði.Þetta eru tugir milljarða á ári þrátt fyrir að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé allt of lítill til að gegna hlutverki sínu eftir að höftum hefur verið aflétt.
Reyndar eru gjaldeyrishöft í einhverri mynd nauðsynleg ef krónan er gjaldmiðillinn. Það samræmist hins vegar ekki EES-samningnum. Sú undanþága sem við erum á er auðvitað tímabundin.
Vegna ESB-aðildarviðræðna höfum við komist upp með undanþágu allt frá hruni. Ef aðildarviðræðum verður slitið má búast við að verðum að aflétta öllum höftum fljótlega. Annars verðum við brottræk úr EES-samstarfinu..
Engar líkur eru á að við fáum varanlega undanþágu frá þessari grunnstoð í fjórfrelsi ESB.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 16:42
Að reikna hvað heildarupphæðin er há á hvern íbúa evrusvæðisins eða fjögurra manna fjölskyldu, eins og Gunnar Heiðarsson gerir, er út í hött, enda munu einstaklinga ekki taka þessi lán nema etv í mjög litlum mæli.
Féð er að langmestu leyti ætlað fyrirtækjum enda er það starfsemi þeirra sem örvar hagkerfið. Fyrirtækin fá féð að láni á hagstæðum vöxtum en ekki gefins eins og Gunnar virðist halda.
Sambærileg aðgerð í Bandaríkjunum, sem er nýlokið, var upp á $4.500 sem er þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæð en til stendur á evrusvæðinu, en íbúafjöldinn þar er svipaður og í Bandaríkjunum, rúmlega 300 milljónir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 20:01
@Ásmundur Það hafa margir sagt að ef allar þjóðirnar á Eurosvæðinu hegðuðu sér eins og Þjóðverjar þá væru engin vandræði á svæðinu. Mikið til í því. Þó voru Þjóðverjar og Frakkar fyrstu þjóðirnar til að brjóta skilmála eurosins.
Yfirleitt vilja fæstar þjóðir skipta um gjaldmiðil. Þannig hefur t.d. oft komið fyrir að meirihluti þjóðar vilji ekki taka upp euro. Eftir dulítin tíma vilja þær ekki skipta aftur.
Það er eðilegt, því gjaldeyrirskiptum fylgja breytingar sem fæstum þykja þægilegar.
Það má deila um hvort að krónan hafi nokkurn tíma verulega of hátt skráð. Hún var vissulega "hátt uppi" á tímabili, en gjaldmiðlar taka mið af efnahagsástandi og væntingum.
Og þó að það vissulega hafi það ástand verið framleiðslugreinum erfitt, þarf að líta til fleiri þátta.
Hvað var atvinnuleysi á Ísland á þeim tíma? Í raun gátu framleiðslugreinarnar ekki keppt um vinnuafl á þeim tíma. Atvinnuleysi á Íslandi var þá í raun mínus fleiri prósent, því flytja þurfti inn fólk í þúsundatali.
Hvað á þá að segja um þjóðir sem samanlagt eru með ca 11% atvinnuleysi og sumar þeirra með tvöfallt það? Eru framleiðslugreinarnar ekki að gera sig? Er það vegna þess að gjaldmiðill þeirra er alltof hátt skráður?
Hvernig sem við kjósum að líta á það var Ísland í stórkostlegri uppsveiflu. Og þó að við vitum nú að hún gekk ekki upp, þá leit það ekki svoleiðis út þá. Fjöldinn allur, bæði á Íslandi og erlendis, hafði væntingar um að þetta myndi ganga upp.
Ef til vill sannar ekkert það betur en hve lánveitingar til Íslenskra fjármálstofnana voru háar, m.a. frá virðulegum bönkum í Þýskalandi. Ég reikna ekki með að þeir hafi lánað þetta fé, af því að þeir reiknuðu með að dæmið gengi ekki upp og þeir myndu tapa því. Hvað heldur þú?
Síðan tekur auðvitað krónan fallið með efnahagslífinu, nákvæmlega eins og gjaldmiðill á að gera.
Vextir vegna gjaldeyrisvarsjóðs fara minnkandi og hverfa líklega í framtíðinni, ef haldið er rétt á spöðunum. Enda hefur Seðlabankinn Íslenski keypt mikið upp síðkastið, sérstaklega af euroum til að koma í veg fyrir að krónan styrkist of mikið gagnvart því. Það er eins og á að gera það.
Það ætti alveg að vera hægt að aflétta höftunum, þó að það taki tíma og slatta af fyrirhyggju.
Undanþága vegna gjaldeyrishafta er ekki tilkomin vegna viðræðan eða umsóknar að "Sambandinu". Þetta er einfaldega löglegt sem tímabundin aðgerð og það hefur verið staðfest. En vissulega er tímbundið teigjanlegt hugtak.
Ísland er ekki eina landið á EEA/ESS svæðinu sem er með gjaldeyris/fjármagnsflutningahöft. Það verður því að teljast afar litlar líkur á að Ísland verði gert brottrækt af svæðinu.
G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2015 kl. 20:09
@Ásmundur Það er ekkert út í hött að reikna út hvað mikið fjármagn í umferð eykst á íbúa.
En það er alveg rétt að upphæðirnar í Bandaríkjunum voru hærri. En þeir eru búnið að vera lengi að. Aðgerðirnar á Eurosvæðinu er "brattari", ef svo má að orði komast.
Meðal annars þess vegna var euroið svo sterkt. Ekki vegna eigin "verðleika".
En aðstæður líka öðruvísi, og flestir eru sammála um að tímasetning Bandarísku og Bresku aðgerðanna hafi verið mikið skynsamlegri.
Þá voru ríkisskuldabréf þeirra landa með 3 til 4% vexti. Hvað eru þeir háir á Eurosvæðinu í dag?
Og svo kemur spurningin hvers vegna það sé skynsamlegt að mesta aukningin sé í Þýskalandi? Þýskalandi vantar ekki "cash".
Það heyrist enda úr æ fleiri áttum að þetta sé síðasta hálmstráið og það líti ekki of vel út.
En vissulega varða Seðlabankinn að gera eitthvað, og þetta er líklega besti kosturinn.
G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2015 kl. 20:24
Þetta er ekki brattari aðgerð en í Bandaríkjunum. Það sést best á því að upphæðin er minni en 1/3 af upphæðinni í Bandaríkjunum en tíminn 1/3 af tímanum þar.
Það er auðvitað hlægilegt að tala um síðasta hálmstráið í þessu sambandi. Það er ekkert annað en óskhyggja eða áróður andstæðinga evrunnar en bæði Bretar og Bretar vilja hana feiga vegna þess að hún ógnar stöðu gjaldmiðla þeirra.
Það eru meðmæli með evrunni að ekki hafi þurft að grípa til þessara aðgerða fyrr eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það eykur einnig líkur á að þær virki að ekki séu aðrar stórþjóðir í sömu aðgerðum á sama tíma eða í náinni framtíð.
Aðgerðir til lækkunar á gengi skila ekki tilætluðum árangri ef aðrir eru í sams konar aðgerðum. Ef allir eru að reyna að bæta samkeppnishæfnina með þeim hætti á sama tíma verður árangurinn enginn.
Það er út í hött að reikna út peningaprentun á íbúa þegar það er gert þannig að gefið er í skyn að skuldir íbúanna hækki um sömu upphæð. Skuldir einstaklinga munu trúlega hækka mjög lítið eða ekki neitt vegna þessara aðgerða.
Það er villandi að tala um 11% atvinnuleysi á evrusvæðinu vegna þess að tvær þjóðir eru með margfalt meira atvinnuleysi en hinar að meðaltali án þess að það verði rakið til evrunnar.
Mörg evrulönd eru með hóflegt atvinnuleysi. Þau fjögur lönd ESB sem hafa verið með minnst atvinnuleysi eru öll með evru.
Gengi evrunnar fer alfarið eftir framboði og eftirspurn eftir evrum. Þýskaland er aðeins lítið brot af evrusvæðinu svo að hin löndin samanlagt hafa margfalt meiri áhrif á gengið en Þýskaland.
Þýskaland er ekki eina landið sem kann að notfæra sér kosti evrunnar með góðum árangri. Menn hafa þó kosið að beina athyglinni að Þýskalandi annars vegar og hins vegar þeim löndum þar sem allt er í tjóni, væntanlega i áróðursskyni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 23:11
Bretar og Bandaríkjamenn..... að sjálfsögðu, en ekki... Bretar og Bretar...
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 00:39
@Ásmundur Það var einmitt það sem ég var að meina, að þú upphæðin væri lægri þá væri hún "brattari", það er að segja tíminn svo stuttur, að aðgerðin verður í sjálfu sér "jafn stór", og svo er hún í raun opin, þannig að það er líklegt að hún veri jafnvel stærri.
"Síðasta hálmstráið" er það sem má heyra á víðar. Það er nefnilega ekki kostur að hafa beðið og látið verðhjöðnun sýna sig. Horfðu bara á það sem er að gerast í Japan.
Það er eru "allar þjóðir" meira og minna í aðgerðum til að reyna að lækka gjaldmiðilinn. Nú síðast Danmörk og Kanada svo ég nefni bara tvö sem ég man eftir í svipinn. Það óttast allir að "nýju" euroin komi í "heimsókn".
En Bandaríkin eru hætt, það er vissulega eini kosturinn, en gjaldið sem hefur verið greitt með því að bíða er stórt. Verðhjöðnum og massa atvinnuleysi.
Skuldir einstaklinga munu ekki hækka, en skuldirnar í löndum þeirra munu ekki lækka ef kaupa á skuldabréf í massa, sérstaklega ríkisskuldabréf.
Sum lönd eiga þó varla til ríkisskuldabréf, enda ekki reiknað með að áhrifin þar verði merkjanleg.
Auðvitað segja engin meðaltöl sögu hvers og eins hlutar eða lands sem lagður er til grundvallar. Það vita allir, enda sagði ég að sum lönd hefðu tvöfallt. Það þýðir sjálfkrafa að einhver lönd hafa helming eða minna.
En munurinn á atvinnuleysinu endurspeglar mismunandi efnahagslíf landanna og hvernig mörg þeirra hafa tapað samkeppnishæfi sínu. Það er gömul saga og ný. Þau hefðu öll getað "breytt sér í Þýskaland" en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst.
Þess vegna hefur Þýskaland sigið fram úr, ásamt löndum sem má telja á fingrunum.
Það eru ekki að verða mörg lönd eftir, sem er hægt að segja að standi vel á Eurosvæðinu, Finnland er í vaxandi vandræðum og sömuleiðis eru blikur á lofti í Belgíu og Holland. Svo ekki sé minnst á "Hollande".
Athyglin beinist að Þýskalandi vegna þess að það er jú stærsta kerfið innan Eurosvæðisins og líka vegna þess að mörg lönd líta á Þýskaland sem nokkurn keppinaut, eins og eðlilegt er.
Það væri öllum sama og margir myndu fagna ef gjaldmiðlar Grikklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal og Frakklands myndu falla. Það myndi skapa meira jafnvægi í heimsbúskapnum.
En mörg ríki mega ekki við því að gjaldmiðill Þýskalands falli mikið, það er enda ásamt Kína það land sem veldur mestu ójafnvægi í heimsbúskapnum um þessar mundir.
Þess vegna m.a. hefur euroið tekið meira mið af Þýskalandi en öðrum löndum, umfram hlutfallslega stærð.
G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2015 kl. 07:18
Þú talar eins og evran hafi sjálfstæðan vilja og hagi sér með ákveðið markmið í huga.
Ég endurtek; gengi evrunnar fer eftir framboði og eftirspurn. Þar hafur hvert ríki lítil áhrif enda lítill hluti af heildinni.Það á einnig við um Þýskaland þó að það sé stærsta ríkið.
Ef menn neyðast ekki til þess af öðrum ástæðum að hefja stórtæka peningaprentun, eins og Bandaríkjamenn og Bretar, er rétti tíminn að hefjast handa þegar hætta er á verðhjöðnun.
Þó að peningaprentun geti verið nauðsynleg hefur hún ýmsar slæmar hliðarverkanir. Það má því ekki misnota hana. Aukinn hagvöxtur vegna peningaprentunar getur því verið dýru verði keyptur.
Annars er hagvöxtur slæmur mælikvarði á efnahagslega velsæld eins og sést best á því að vanþróuð ríki eru yfirleitt í efstu sætum yfir mestan hagvöxt í heiminum.
Ástæðan er að neikvæð atriði geta aukið hagvöxt eins og auknar skuldir á háum vöxtum. Það er því ekkert mark takandi á samanburði á hagvexti nema hann sé skoðaður yfir langt tímabil og í sama gjaldmiðli.
Slík skoðun leiðir í ljós að hagvöxtur á Íslandi frá því fyrir hrun er miklu minni en í ESB.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 08:40
@Ásmundur Að sjálfsögðu hefur euroið ekki sjálfstæðan vilja, því hef ég aldrei haldið fram.
En ríki, eða öllu heldur þeir sem "stjórna" þeim og stofnunum þeirra hafa vilja, stundum sjálfstæðan, stundum ekki.
Og þeir nota hann til að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla, það er engin leið að líta fram hjá því.
Sviss hélt ekki uppi gengi eurosins, bara svona af því bara. Það var heldur ekki vegna þess að þeir óttuðust að grænmeti, ávextir og olífuolía frá Miðjarðarhafslöndum lækkaði í verði.
Sviss taldi sig hins vegar þurfa halda uppi verði á gjaldmiðli, fyrst og fremst Þýskalands (og nokkura fleiri ríkja s.s. Austuríkis).
Á tímabili er fullyrt að Sviss hafi keypt u.þ.b. helming af öllum útgefnum ríkisskuldabréfum á Eurosvæðinu. Þannig að þó að eftirspurnin ráði vissulega verðinu, er eftirspurnin stundum "tilbúin".
Hagvöxtur sýnir ekki "velsæld" per se, heldur ákveðnar framfarir ef svo má að orði komast. Hagvöxtur þarf svona í það minnsta helst að halda í við fólksfjölgun.
En ef að líta á "velsæld" hlýtur að vera meira vægi á mælingum eins og atvinnuleysi. Grunnurinn að velsæld flestra felst ekki síst í því að fá vinnu við hæfi sem gerir einstaklingnum fært að framfleyta sér.
Skuldir eins og allt annað geta verið "góðkynja" og "illkynja" ef að svo má komast að orði. Ef skuldirnar eru notaðar í "góðar" fjárfestingar eru þær ekki svo hættulegar.
En það brást á Íslandi og ég held að það sé varla hægt að segja að sívaxandi skuldir á Eurosvæðinu hafi í heildina verið notaðar til "góðra" verka.
G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2015 kl. 10:42
Lágt atvinnuleysisstig á Íslandi kemur ekki til af góðu. Skýringin er lág laun og gjaldeyrishöft. Vegna hafta neyðast menn til að fjárfesta hér. Lág laun láta slíkar framkvæmdir virðast arðbærar til skamms tíma litið.
Ef atvinnuleysið á Spáni og í Grikklandi er undanskilið er atvinnuleysi á evrusvæðinu að mestu innan eðlilegra marka. Og það er jafnvel minna en í öðrum ESB-löndum.
Til skamms tíma voru þau fimm lönd sem hafa minnst atvinnuleysi í ESB öll á evrusvæðinu. Núna, eða allavega síðast þegar ég kannaði málið fyrir stuttu, voru þessi lönd fjögur.
Annars hefur það slæmar hliðarverkanir ef atvinnuleysið verður lítið. Þá er hætta á að fúskvinnubrögð aukist og einnig að erfitt sé að fá menn í ákveðin verk. Kostnaður getur einnig orðið óeðlilega hár.
Hæfilegt atvinnuleysi stuðlar að bættum vinnubrögðum, betra verði og meira jafnvægi í framboði og eftirspurn á þjónustu. Það er einnig alltaf ákveðin prósenta sem kýs að vera á atvinnuleysisbótum ef bætur eru viðunandi.
Þannig þarf lágt atvinnustig alls ekki að benda til velsældar. Skuldir einstaklinga og vaxtastig skipta td ekki síður máli. Skuldir einstaklinga á Íslandi eru með mesta móti.
Þó eru þær meiri í Danmörku. En greiðslubyrðin er þyngri á Íslandi vegna miklu hærri vaxta og vegna þess að laun eru miklu lægri hér.
Skuldir íslenska ríkisins eru margfalt meiri en á hinum norðurlöndunum. Það mun draga úr velsæld á Íslandi um ókomna framtíð.
Vaxtakjörin eru auk þess miklu verri svo að munurinn á skuldum endurspeglar aðeins að litlu leyti mun á greiðslubyrði ríkjanna.
Opinber þjónusta er stór þáttur í velsæld þjóðar. Henni hefur hrakað mikið Íslandi eftir hrun meðan hún hefur að mestu staðið í stað eða fleygt fram í evrulöndunum.
Fyrst hrakaði opinberri þjónustu hér vegna hrunsins og síðan vegna markvissra aðgerða núverandi stjórnvalda.
Íslenska krónan dregur úr velsæld á Íslandi á margan hátt. Ekki bara fylgja henni háir vextir. Mikill óstöðugleiki, sem menn verða að vera búnir undir ef ekki á að fara illa, er slæmur fylgifiskur hennar.
Verst er þó líklega það vantraust á Íslandi sem krónan veldur. Kostnaður vegna krónunnar þegar allt kemur til alls er talinn nema yfir hundrað milljörðum á ári ef ekki hundruðum milljarða. Slíkt ástand dregur verulega úr velsæld.
Blindan gagnvart meinsemdum krónunnar er helsti efnahagsvandi Íslendinga.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 12:19
@Ásmundur Vissulega eru laun of lág á Íslandi eins og reyndar víða annarsstaðar. Laun hafa verið að lækka víða um Eurosvæðið og það er ekki eins og kaupmáttur hefi verið að aukast t.d. í Þýskalandi. Það er þrátt fyrir góðan gang í atvinnulífinu þar.
Eitthvað atvinnuleysi verður alltaf til staðar, en hvað er "náttúrlegt" er vissulega umdeilanlet og misjafnt eftir svæðum.
En atvinnuleysi er allt of mikið t.d. í Frakklandi og í raun einnig á Ítalíu. Það þýðir ekki að þar hafai ekki verið atvinnuleysi áður, en sýnir einnig að euroið hefur ekki breytt neinu. Ódýrt lánsfé gerði það hins vegar um hríð eins og víðar.
Þú sendir svo bara verkalýðshreyfingunni bréf þar sem þú útlistar fyrir Gylfa og félögum kosti þess fyrir þeirra félagsmenn að atvinnuleysi sé meira en nú er.
Skuldir Íslenskra heimila eru vissulega háar, þú er staðan sú að líkelga eru færri með mínuseign í heimilum sínum á Íslandi en t.d. Hollandi. Ástandð var einnig orðið nokkuð slæmt hvað það varðar í Danmörku, en ég hef ekki séð nýlega umfjöllun um það.
Mjög lágir vextir eru í raun merki um hagkerfi í vandræðum, rétt eins og háir vextir.
Það er rétt að skuldastaða Íslenska ríkisins er slæm. Hún er enda ekki nema rétt undir meðaltali Eurosvæðisins og vissulega þörf á að gera betur.
http://www.norden.org/en/nordic-council-of-ministers/ministers-for-co-operation-mr-sam/sustainable-development/indicators-for-sustainable-development-1/the-nordic-welfare-model/public-debt
Þótt að ég hafi ekki séð margar eða miklar rannsóknir á velferðarþjónustu, bendir flesti til þess að hún hafi orði mun verr úti í þeim eurolöndum sem lentu illa í kreppunni en á Íslandi.
Traustið er all staðar eins, það er áunnið og kemur ekki með gjaldmiðlinum. Það er ekki að undra að lönd eins og Danmörk, Sviss, Kandada og fleiri grípi til ráðstafan til að sporna við fjármagnsflótta frá Eurosvæðinu. En það er ekki út af gjaldmiðlinum..
Það er merkilegt að mrgir, bæði leikir og lærðir telja einmitt euroið eitt af vandamalum Evrópu og ógna þar efnahagslegum stöðugleika og í raun heimsins alls.
En þetta eru auðvita einhverjir "bjálfar" sem hata euroið og Evrópu alla, er það ekki?
G. Tómas Gunnarsson, 24.1.2015 kl. 13:55
Að opinberar skuldir Íslendinga séu rétt undir meðaltalinu á evrusvæðinu er fjarri lagi. Þær eru með mesta móti. Aðeins Grikkir, Ítalir og Portúgalar eru með meiri opinberar skuldir en við. Sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_public_debt
Opinberar skuldir Íslendinga eru meira en helmingi hærri en allra norðurlandanna. Það sem er þó jafnvel enn alvarlegra er að vaxtakjör Íslendinga eru margfalt hærri. Munurinn á greiðslubyrðinni er því gífurlegur.
http://www.tradingeconomics.com/bonds
Það er hins vegar athyglisvert að ef við værum að taka upp evru gætum við lækkað þessa geigvænlegu skuldir verulega með því að nota til þess gjaldeyrisvarasjóðinn. Með upptöku evru í sjónmáli myndu vaxtakjörin einnig stórbatna.
Varðandi velferðarþjónustuna er ég að sjálfsögðu að bera Ísland saman við þau evrulönd sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Í þeim samanburði er Ísland í algjörum sérflokki að því er varðar niðurskurð í velferðarþjónustu.
Það eru ekki allir bjálfar sem tala niður evruna. Þeir halda einfaldlega með sínum hagsmunum. Þetta er mjög algengt. Td studdu nánast allir sjálfstæðismenn Hönnu Birnu þrátt fyrir að hún væri uppvís að hafa reynt að hafa áhrif á lögreglurannsóknina og að hafa margoft logið að þjóð og þingi.
Þetta voru ekki allt bjálfar þó að þeir séu reyndar mjög fjölmennir í sjálfstæðisflokknum. Eins og Hannes Hólmsteinn benti okkur fylgist hinn almenni sjálfstæðismaður ekkert með pólitík og vill bara græða á daginn og grilla á kvöldin. Davíð ræður atkvæði hans.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2015 kl. 20:48
@Ásmundur Þú vilt þá líklega meina að línuritið frá norden.org sé rangt?
http://www.norden.org/en/nordic-council-of-ministers/ministers-for-co-operation-mr-sam/sustainable-development/indicators-for-sustainable-development-1/the-nordic-welfare-model/public-debt
Það er að vísu ekki alveg nýtt, en ég held að skuldirnar á Eurosvæðinu hafi ekki farið lækkandi.
En það er alveg rétt, eins og línuritið sýnir, að skuldir Íslendinga eru mikið hærri en hinna Norðurlandaþjóðanna. Þú trúir að það sé rétt er það ekki?
Það eru helst Finnar sem eru að nálgast óæskilegt svæði, og merkilegt nokk er það eina af þjóðunum sem notar euro.
Það er líka rétt að vextir hjá Íslandi myndu lækka ef tekið yrði upp euro. Þó líklega ekki eins mikið og margir vilja meina. Sá tími er liðinn að "euro sé sama og euro", enda hafa margar fjármálastofnanir og fjárfestar brennt sig illa á því.
Það er þó varasamt að miða við vaxtastigið eins og það er nú, enda ber það merki "sjúks" hagkerfis.
Skynsamar þjóðir, jafnvel innan eurosins, eiga sér varasjóð. Það er gott að eiga í það minnsta u.þ.b. 10% af þjóðarframleiðslu.
Velferðarþjónusta er með ýmsu marki í eurolöndunum, og í sumum löndum þess er uggvænleg fjölgun einstaklinga og fjölskyldna sem eiga til dæmis engan rétt á heilbrigðisþjónustu.
En svo lítum nær okkur, hefur þú lesið eitthvað um "velferðarþjónustuna" sem gilti í Finnlandi í bankakreppunni sem hrjáði Norðurlandaþjóðirnar snemma á síðasta áratug síðustu aldar?
Velferð snýst ekki um gjaldmiðil, enda væri þá velferðin líklega jafnari á Eurosvæðinu.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hætta sé á að skoðanir fræðimanna geti litað niðurstöður þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess, en það er önnur saga.
En ég hef aldrei gengið það langt að halda því fram að þeir beinlínis fari eftir eigin hagsmunur. En ef við förum eftir því sem þú segir, getum við líkega hætt að hlusta á þá.
Til dæmis þess Nóbelsverðlaunahafa:
http://krugman.blogs.nytimes.com/2013/11/01/the-harm-germany-does/
http://krugman.blogs.nytimes.com/2012/10/01/euro-counterfactuals-wonkish/?_r=0
http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/10512678/Dismantle-the-euro-says-Nobel-winning-economist-who-once-backed-currency-union.html
http://www.thisismoney.co.uk/money/news/article-2730696/Eurozone-austerity-disastrous-failure-claim-Nobel-economists.html
Og það eru fleiri varnaðarorð:
http://www.spiegel.de/international/business/concerns-over-stability-imf-demands-swift-banking-union-in-europe-a-860510.html
http://thepeninsulaqatar.com/business/business-news/166044/euro-zone-crisis-threatens-global-stability-imf
http://www.theguardian.com/business/2014/apr/09/imf-europe-banking-system-threat-global-financial-security-us-china
Og hér er eitt "greinaknippi" http://scholar.google.ca/scholar?q=euro+threatening+global+stability&btnG=&hl=en&as_sdt=0%2C5&as_vis=1
Það er merkilegt hvað mikil fylgni virðist á milli þess að vinstrimenn líta út fyrir að stefna í rökþrot og þess að þeir fara að koma Davíð Oddssyni og Hannesi Hólsmsteini inn í umræðuna.
En ég viðurkenni fúslega að sú fylgni kann að vera meiri í mínum augum, vegna fyrirfram skoðana, en ég neita því alfarið að í því sambandi eigi ég einhverra hagsmuna að gæta.
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2015 kl. 08:09
Áhugavert línurit. Það sýnir þó aðeins skuldir Íslands og Danmerkur fyrir 2013. Við verðum því að halda okkur við 2012 í öllum samanburði. Ísland trónir þar efst á blaði með töluvert hærri skuldir en meðaltal ESB og evrusvæðisins.
Við vitum að mestu skussarnir eru með miklu meiri skuldir en mjög margar ef ekki flestar hinar þjóðirnar. Vægi þeirra er því svo mikið að meðaltalið verður villandi. Það segir því miklu meira að opinberar skuldir Íslands eru þær fjórðu mestu í 28 löndum ESB.
Það er hins vegar greinilegt að greiðslubyrðin af þessum skuldum er mest á Íslandi ef Grikkland er undanskilið. Ítalía og Portúgal njóta margfalt lægri vaxta (sjá hlekk í fyrra innleggi mínu) en við og hafa því léttari greiðslubyrði.
Það er skuggalegt að við skulum vera í sérflokki með Grikklandi varðandi vaxtakjör. Þetta sýnir hve lítils trausts Ísland nýtur með sína ónýtu krónu. Vaxtabyrði ríkissjóðs myndi lækka um marga tugi milljarða við það eitt að ganga í ESB og taka upp evru.
Taflan yfir vaxtakjör hinna ýmsu þjóða sýnir að evruþjóðirnar njóta lægstu vaxta og aðrar ESB-þjóðir lægri vaxta en þjóðir þar fyrir utan.
Á norðurlöndunum nýtur finnska ríkið lægstu vaxta enda með evru. Norðmenn greiða mun hærri vexti en norðurlöndin sem eru í ESB. Íslenska ríkið greiðir svo langhæstu vextina, margfalt hærri en norðmenn.
Það er mikill fengur í evru fyrir þær þjóðir sem hafa vit á að notfæra sér kosti hennar. En kostirnir geta einnig verið gallar ef menn fara illa að ráði sínu.
Með upptöku evru eykst lánstraust og því geta þjóðir aukið skuldir sínar. Vegna þess að lástraust batnar og vextir lækka hækkar ekki endilega greiðslubyrðin þó að skuldir aukist.
Ef það aukna fé sem þannig fæst er misnotað fer illa fyrir þessum löndum eins og reynsla PIIG-landanna sýnir. Þá sitja þau uppi með miklar skuldir og vaxtakjörin hafa aftur hækkað og eru í verstu tilfellum orðin óviðráðanleg.
Það er mjög hæpið að vera með varasjóð í eigin gjaldmiðli sem tekinn er að láni. Öðru máli gegnir um gjaldeyrisvarasjóð.
Gjaldeyrisvarasjóður er notaður til að jafna út sveiflur á gengi. En einnig getur verið nauðsynlegt að geta gripið til hans til að greiða skuldir í kollsteypu þar sem gengi krónunnar hefur hrunið og erlendur gjaldeyrir er ekki fáanlegur eða hefur hækkað upp úr öllu valdi.
Öflugur gjaldeyrisvarasjóður skapar traust. Hann er því nauðsynlegur en þyrfti að vera mun stærri en hann er ef höftum verður aflétt. En þá þyrfti að auka erlendar skuldir enn frekar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 10:58
@Ásmundur Þetta er nákvæmlega sama línuritið og ég póstaði ofar, þegar ég fyrst sagði að skuldir Íslands væru undir skuldum Eurosvæðisins.
Þó að ég hafi ekki haft tíma til að leita að nýrri upplýsingum, þá er ég nokkuð viss um að skuldir Íslands hafa heldur minnkað, en það öfuga er upp á teningnum á Eurosvæðinu.
Því stendur fullyrðingin að skuldir Íslands eru lægri en Eurosvæðisins sem heildar.
http://www.bloomberg.com/news/2014-10-10/finland-loses-top-rating-as-s-p-cuts-to-aa-on-weak-economy.html
Þessi frétt bendir svo til að vaxtakostnaður Finna hefði líklega farið að aukast, en peningaprentunin hjá SE bjargar því líklega.
En það er athyglisvert að skuldir Finna hafa því sem næst tvöfaldast síðan 2008.
Það hefur hins vegar verið skýrt nú upp á síðkastið að vaxtakostnaður hins opinbera hefur verið mjög lágur víða um lönd. Að hluta til er það auðvitað gott, ef litið er á að skuldir ríkisins sé mikilvægasta viðmiðið.
En of lágir vextir benda til þess að eitthvað mikið sé að í hagkerfinu, og fjárfestar séu að flýja í öryggi. Síðan spila hlutir eins og kaup Svissneska seðlabankans vissulega inn í.
Það er yfirleitt talið batamerki þegar vextir taka að rísa.
Eins og oft hefur áður komið fram, ef allar þjóðir hegða sér eins og Þjóðverjar, myndi euroið virka fínt fyrir alla.
Það er gott að hafa varasjóð, í hvaða gjaldmiðli sem er, og ekkert endilega verra að hann sé í þeirri mynt sem reiknað er með að verði eytt.
Það er dæmi á eurosvæðinu, sem hefur varasjóð, jafnvel þó að landið sé með skuldabréf útistandandi. Það kann að vera klókt.
Akkúrat núna er gullið tækifæri fyrir Íslendinga að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Kaupa euro fyrir krónur og eitthvað af dollar einnig.
Halda krónunni aðeins niðri.
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2015 kl. 11:30
Skuldir íslenska ríkisins hafa lítið sem ekkert lækkað. Landsframleiðslan hefur hins vegar aukist, ekki vegna krónu heldur þrátt fyrir krónu. Skýringin er aukinn ferðamannastraumur.
Landsframleiðslan hefði því ekki síður hækkað þó að við værum með evru. En þrátt fyrir lækkun á hlutfalli skulda gagnvart landsframleiðslu þá er greiðslubyrðin af skuldum ríkisins mest hér fyrir utan Grikkland vegna gífurlega hárra vaxta.
Það eru þessi samlegðaráhrif vaxta og skulda sem skipta mestu máli. Þess vegna er skuldastaða okkar í raun verri en sú staðreynd að Ísland er fjórða skuldugasta ríki ESB gefur til kynna. Við erum með næstverstu skuldastöðu af ESB-löndunum þegar áhrif vaxta eru reiknuð með.
Það er að sjálfsögðu alltaf slæmt að þurfa að greiða hærri vexti en aðrir. Þó að lágir vextir geti efnahagslega verið varasamir á það við um efnahag EES-svæðisins sem heildar. Einstök ríki njóta að sjálfsögðu góðs af að vera með lægri vexti en hin ríkin.
Gjaldeyrisvarasjóður þarf eðli málsins samkvæmt að vera miklu hærri en sjóður i eigin gjaldmiðli. Því er ljóst að stóran hluta hæfilegs gjaldeyrisvarasjóðs er hægt að nota til að greiða niður skuldir ríkisins við upptöku evru.
Ef vextir lækkuðu úr 6% í 2% og skuldir lækkuðu um þriðjung, hvorutveggja ekki óraunhæft, gæti greiðslubyrði ríkisins lækkað um meira en 100 milljarða á ári.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 13:34
@Ásmundur Ferðamannastraumur hefur fyrst og fremst aukist vegna krónu. Alveg sama hvað allir tlaa um að þetta og hitt virki það alltaf það sama, ódýrari áfangastaðir virka betur.
Það hefur sýnt sig að ríki með euro eiga mun erfiðara með að fá landsframleiðsluna upp. Það krefst enda gríðalega sársaukafullrar innri lækkunar á kaupgjaldi. Sem aftur getur leitt á slóð verðhjöðnunar o.s.frv. En Euroþjóðirnar eru farnar að kannast við það.
En það er alveg rétt að skuldir Íslands sem upphæð hafa lækkað alltof lítið. Það er ekki síst vegna þess að í raun hefur hið opinbera alls ekki skorið nógu og mikið niður. Það var fyrst og fremst lögð áhersla á að hækka skatta, en að minnka rekstur hins opinbera.
Það er að sjálfsögðu betra að borga lægri vexti en hærri, en ekki ef það sem með fylgir er tekið með í reikninginn.
Það er ekki nóg að taka bara plúshliðina með í reikninginn.
Það er rétt að gjaldeyrisvarasjóður þarf svo að vel fari að vera stærri en varasjóður vegna eðli málsins.
En það má líka deila um hvað gjaldeyrisvarasjóður þarf að vera stór, á meðan höft eru? Og hvort að Íslendingar hafi í raun tekið of stór lán og þar af leiðandi borgað of háa vexti.
Það má líka vissulega deila um hvort að rökrétt hafi verið að taka lán á hærri vöxtum, til að greiða upp lán á lægri vöxtum fyrir tímann. Það er margt sem telur. Þó má að ýmsu leiti segja að nauðsynlegt hafi verið fara á markaðinn aftur.
Svo þegar talað er um skuldir hins opinbera er líka stundum nauðsynlegt að líta á aðra þætti,s.s. skuldir annara opinbera aðila, t.d. sveitarfélaga eða fylkja.
Slíkur samanburður eykur skuldir margra ríkja verulega.
En ef ég man rétt fóru skuldir Íslenska ríkisins í nærri 1800 milljarða þegar hæst var. Þær hafa lækkað þó nokkuð frá því. En ég er sammála því, alls ekki nóg.
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2015 kl. 15:05
Eins og eftirfarandi hlekkur sýnir er það einfaldlega rangt að vöxtur landsframleiðslu á evrusvæðinu eigi erfiðara uppdráttar en annars staðar.
http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.PCAP.CD/countries/1W-XC-EU-IS?display=graph
Ef maður ber saman alheiminn, ESB-löndin, evrusvæðið og Ísland kemur í ljós að landframleiðslan er mun meiri á evrusvæðinu en í ESB í heild. Vöxtur landsframleiðslu hefur einnig verið meiri frá 2005 á evrusvæðinu en í ESB og alheiminum.
Vöxtur landsframleiðslu á Íslandi sker sig úr fyrir að vera stórlega neikvæður frá 2005. Landsframleiðslan er þó enn meiri hér enda ekki eðlilegt að bera Ísland saman við fyrrum austantjaldslönd.
Aukning ferðamanna undanfarin 2-3 ár hefur ekkert að gera með krónuna enda hefur verðlag hækkað hér á þessu tímabili. Ísland er eitt dýrasta land í heimi skv nýlegum fréttum í íslenskum fjölmiðlum.
Ef við hefðum verið með evru fyrir hrun hefði ferðamannastraumurinn verið mun meiri þá. Þess vegna hefði fjöldinn varla verið neitt minni núna, jafnvel meiri, þó að vöxturinn eftir hrun hefði verið minni. Sígandi lukka er best.
Það er ekkert sem bendir til að verðlag hækki með upptöku evru. Þvert á móti er líklegt að það lækki eitthvað og gefi ferðamannaiðnaðnum byr í seglin.
Það er ekkert sem fylgir með í reikninginn hjá þjóðum sem borga lægri vexti en aðrar þjóðir. Hvað er það sem Finnar sem evruþjóð þurfa að blæða fyrir að njóta lægri vaxta en ESB-þjóðirnar sem eru ekki með evru?
Að sjálfsögðu ekki neitt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 17:57
Eftirfarandi hlekkur sýnir samanburð á landsframleiðslu og vexti landsframleiðslu (hagvexti) allra norðurlandanna.
http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.PCAP.CD/countries/IS-SE-DK-FI-NO?display=graph
Þessi samanburður kemur vægt sagt afleitlega út fyrir Ísland. Meðan hagvöxtur frá 2005 er stórlega neikvæður fyrir Ísland er hann jákvæður fyrir öll hin löndin.
Landsframleiðslan var næstmest á Íslandi 2005 en er skv nýjustu tölum minnst hér og aðeins helmingur af því sem hún er í Noregi.
Ísland státar sig gjarnan af miklum hagvexti. Hagvöxtur einstök ár hefur lítið að segja. Það þarf að mæla mörg samfelld ár til að hagvöxtur hafi raunverulegt gildi.
Hagvöxtur hefur verið hörmulegur á Íslandi frá 2005 enda stórlega neikvæður meðan aukning hefur verið í hagvexti á öllum hinum norðurlöndunum, evrusvæðinu og ESB.
Er Ísland eina landið á EES-svæðinu sem er með neikvæðan hagvöxt frá 2005? Eins og sjá má í eftirfarandi hlekk eru PIIG-löndin ekki með neikvæðan hagvöxt yfir þetta tímabil.
http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.PCAP.CD/countries/IS-GR-IT-PT-IE?display=graph
Landsframleiðslan í Grikklandi og Írlandi er nánast óbreytt frá 2005 meðan Ítalíu og Portúgal hefur fleygt fram í landsframleiðslu.
Og Íslendingar trúa því að hér sé einn mesti hagvöxtur í heiminum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.1.2015 kl. 19:20
@Ásmundur Ég orðaði þetta ekki rétt þegar ég talaði um eurolöndin, enda ætti ég við þau eurolönd sem hafa lent í erfiðleikum.
En þessi samanburður sem þú setur inn hér sýnir líka hvernig samspilið við dollarann spilar inn.
http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.PCAP.CD/countries/IS-GR-IT-PT-IE-ES-DE?display=graph
Ég bætti Þýskalandi og Spáni inn á þetta graf sem þú sendir.
Sést vel hve góð og ef til vill að hluta óeðlileg staða Íslands var árið 2007
Hér er annað línurit sem sýnir "kúfinn" býsna vel
http://www.tradingeconomics.com/iceland/gdp-per-capita
á meðan Þýski "kúfurinn" lítur svona út
http://www.tradingeconomics.com/germany/gdp-per-capita
http://www.tradingeconomics.com/greece/gdp-per-capita
Og "kúfurinn" fyrir Grikkland
Fær mann til að hugsa hvaða ríki það eru sem drífa Eurosvæðið áfram.
Þetta graf segir svo einnig sína sögu: http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.KD.ZG/countries/DE-IS-GR-IT-ES-IE-PT?display=graph
Það er líka vissulega munur hvort að gengið á euroinu er 1.6 eða 1.12 á móti dollar.
Þetta graf er alls ekki svo afleitt fyrir Ísland heldur
http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.KD.ZG/countries/IS-SE-DK-NO-FI?display=graph
Að sjálfsögðu spilar gengið og vissulega verðlag inn í ferðamannastrauminn.
Sjálfsagt kemur að því að hækkanir vega upp gengislækkun. Sjálfur hef ég ekki komið til Íslands síðan 2012. Vissulega fann ég fyrir því að verðlag hafði hækkað frá því að ég kom 2009, en ennþá fannst mér Ísland vel samkeppnishæft land í verði. En er ekki með "up to date" þekkingu á Íslenskri verðlagningu.
Flestum sem ég þekki finnst til dæmis Bláa lónið "bargain" á 40 euro miðað við hvað eitthvað svipað kostar annarsstaðar. Ég segi svipað því eins er ekki til. En allir Íslendingar tala um að það sé dýrt. En fyrir fólk sem er vant að borga 7 euro eða meira fyrir sundsprett, er þetta ekki dýrt.
Verð á veitingastöðum fannst mér almennt ekki óhagstætt. Þó komu "betri" staðir mun betur út úr samanburðinum en aðrir.
Og þetta rímar nokkuð við það sem ég heyri frá kunningjum mínum sem hafa farið til Íslands. Margir reyndar notfært sér frábært tilboð um ókeypis millilendingu.
En það var auðvitað sérstakleg 2009 og 2010, sem margir, sérstakleg eldra fólk sem ég þekki leyfði sér að fara til Íslands, nokkuð sem það hafði neitað sér um lengi, vegna þess að verðið var gott.
Það er aldrei hægt að fyllyrða hvernig ástandið hefði verið ef Ísland hefði verið með euro fyrir hrun. Leyfi mér þó að efast um að ferðamannastraumurinn hefði verið meiri.
Bólan hefði líklega orðið enn stærri, samanber t.d. Spán og Grikkland og ferðamannaiðnaðurinn hefði engan veginn verið samkeppnishæfur, þó ekki nema um starfsfólk.
Það er ekki margt sem bendir til þess að verð myndi lækka með inngöngu í "Sambandið" og upptöku euros.
Ekki gleyma því hvað Steingrímur og Jóhanna stærðu sig af því að verðlag væri lægst á Norðurlöndunum á Íslandi. Og það er það enn ef ég hef skilið rétt.
Hvers vegna er það ekki lægra í Danmörku,Svíþjóð og þá serstaklega Finnlandi?
Jú, það er "Sambandið" og euroið sem fylgir með þessum lágu vaxtagreiðslum. Það er hræðilegt ástand efnahagslífsins á Eurosvæðinu sem veldur þessum lágu vöxtum.
Línuritið í seinni póstinum hefur líklega breyst heldur nú. En þetta hefur annað sjónarhorn http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.KD.ZG/countries/IS-SE-DK-FI-NO?display=graph (Sama graph og ég póstaði hér að ofan).
En þetta graph er líka frá öðru sjónarhorni http://data.worldbank.org/indicator/NY.GDP.MKTP.KD.ZG/countries/IS-GR-IT-PT-IE-CY?display=graph
Og það er líklega vegn hins mikla blóma og stöðugleikaskeiðs sem ríkt hefur á Eurosvæðinu sem nauðsyn er að ræsa prentvélarnar og allir hafa slíkar áhyggjur af efnahagnum þar?
G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2015 kl. 21:04
Æ fleiri sjá hvað Eurosvæðið á í raun í miklum erfiðleikum. Hvort að það nær svo að koma einhverri skynsemi í Samfylkinguna á Íslandi er önnur saga.
Í sjálfu sér ekki mikil ástæða til bjartsýni á þeim "vígstöðvum".
http://www.visir.is/gauti---utlitid-hefur-versnad-a-evrusvaedinu-/article/2015150129320
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2015 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.