Rökrétt niðurstaða. Skyr er "tegundarheiti".

Það er ákflega rökrétt niðurstaða að enginn geti skráð vörumerkið skyr. Í raun er það fáránlegt að slíkt skuli hafa verið hægt í einhverjum löndum.

Rétt eins og enginn ætti að eiga vörumerkið skyr á Íslandi, ætti engin að eiga rétt á því í öðrum löndum.

Rétt eins og nefnt er í Svíþjóð að enginn eigi að eiga rétt á nafninu jógúrt. 

Að mínu mati er rétt að gjalda varhug við því að fyrirtæki eða einstaklingar eignist "vörumerki" af þessu tagi.

Hið opinbera á ekki að styðja við fáranlegar kröfur sem þessar.

Engin á að eiga tegundaheiti.

Við viljum ekki að einhver eigi sem vörumerki, orð s.s. jógúrt, skyr, pizza, ostur, pepperoni, mjólk, bíll, flugvél, kjöt, kleina, brauð, o.s.frv.

Við eigum auðvitað að gera kröfu til þess að skyr sé ekki kallað "Icelandic skyr", nema að það sé framleitt á Íslandi.

En á slíku á fyrirtæki eins og MS auðvitað ekki heldur að eiga einkarétt á.

Persónulega hefur mér oft þótt illa á þessum málum haldið á Íslandi (og líklega víðar) og fyrirtækjum of oft leyft að slá eign sinni á algeng orð eða hugtök.

Síðasta dæmi um slíkt sem ég man eftir er orðið "gull" tengt bjór.

 

 


mbl.is MS fær ekki einkarétt á skyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband