Kristilegir Talíbanar. Aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann .....

Það er eiginlega grátbroslegt að sjá allt "uppistandið", vegna kosningar varafulltrúa í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.

Ég þekki ekki skoðanir Gústafs Níelssonar, en eftir því sem ég hef lesið um í fréttum í dag, þá er ég varla sammála honum um neitt, en það er önnur saga.

En ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að rétt sé að reyna að hindra skoðanir í að koma fram.  Ég held að slíkt borgi sig ekki.

Hvort sem það eru fordómar eða skop, hvort sem að borgin er París eða Reykjavík.

Ég held að sem oft áður þá eigi gamla máltækið, sem er eignað Voltaire, en var víst búið til af öðrum, við.

Ég er fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn til að berjast fyrir rétti þínum til að tjá þær.  (Í sumum útgáfum er gengið það langt að viðkomandi er reiðubúinn til að láta lífið).

En líklega er ekki ætlast til að slíkur "liberalismi" nái inn í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Slíkt er gott í útlöndum, en óþarfi að standa í slíkri baráttu heima við, hvað þá að nokkur vilji láta lífið fyrir slíkt, enda yrði það að teljast óþarfi að mínu mati.

En ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að leyfa skoðunum að koma "fram".  Hindra þær ekki.  Yfirleitt dæma þær sig sjálfar. Margir leyfa sér að gera grín að þeim, sem er eðlilegt er og þar fram eftir götunum.

Einhvern veginn leyfi ég mér að efast um að framganga þeirra afli þeim margra stuðningsmanna, en ég treysti mér svo sem ekki til að dæma um "ástandið" á Íslandi.

Ímyndað "píslarvætti", þar sem skoðanir viðkomandi eru "bannfærðar" og "bannaðar" af "ríkjandi pólítískri stétt", getur jafn oft og ekki haft þveröfug áhrif.

Það var mun árangursríkara að berjast við kommúnisma en að að banna hann og ég held að það sama eigi við nazisma og ýmsan annan ófögnuð.

Sjálfur hef ég verið "uppfullur af fordómum" á ýmsum æviskeiðum, en í flestum tilfellum náð að yfirvinna þá, þó að sjálfsagt sé þar ennþá verk óunnið. Ég hef stundum sagt að engin leið hafi verið að sleppa við slíkt, í því samfélagi sem ég ólst upp í.  Ef til vill skrifa ég um það síðar.

En bönn hafa ekki spilað neina rullu, í því að losa mig undan fordómunum að ég tel. Ég er jafnvel ekki frá því að þeir sem predika þá, hafi jafnvel haft þar mikið sterkari áhrif, sem og lífið sjálft, það sem við köllum lífsreynslu.

Það er reyndar merkilegt nokk að sé tekið mið af því sem sagt er um skoðanir Gústafs um múslima og samkynhneigða, þá fara skoðanir margra múslima og Gústafs nokkuð saman, nema að sjálfsögðu um réttindi múslima.

Því það eru ekki bara til "kristilegir demókratar", það eru líka til það sem ég kýs oft að kalla "kristilega Talíbana".

Ég meira að segja leyfi mér að efast um að þar fari Gústaf einn, eða sé fremstur í flokki.

En að öllu þessu sögðu þá á Framsóknarflokkurinn að sjálfsögðu rétt á því að setja fram hvern sem er til setu í nefndum borgarinnar og sama rétt á því að draga hann til baka.

En einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að þessi "hringferð" og "upphlaup" hafi ekki orðið neinum til framdráttar. Ekki Framsóknarflokknum, en ekki mannréttindum, eða baráttunni gegn fordómum heldur.

P.S. Það borgar sig svo aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.  Það er kennt í "pólítík 101" (þá er ég ekki að tala um póstnúmerið), er það ekki?


mbl.is „Hraðnámskeið í pólitískum rétttrúnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála að þetta hefur ekki þjónað neinum aðilum, en ef til vill rifið upp umræðuna um þessi mál og ekki vanþörf á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 22:03

2 identicon

Það er enginn að koma í veg fyrir að Gústaf viðri skoðanir sínar. Harkaleg viðbrögð við skoðunum hans eða annarra eru auðvitað ekki skerðing á tjáningarfrelsinu heldur þvert á móti mikilvægur þáttur þess.

Það er skelfilegt að búa í lýðræðisríki þar sem forsætisráðherrann berst á þennan hátt gegn tjáningarfrelsinu og telur eða lætur sem að hann sé að berjast fyrir því.

Tilnefning Gústafs er fyrst og fremst staðfesting á því að Sveinbjörg og Guðfinna eru rasistar. Rasismi gengur gegn stefnu Framsóknarflokksins og þess vegna gat flokkurinn ekki annað en fordæmt tilnefninguna og neytt borgarfulltrúana til að draga hana tilbaka.

Reyndar mátti eins búast við að flokkurinn gerði það ekki vegna þess að forysta hans gerði engar athugasemdir við rasismamálflutninginn sem kom þeim í borgarstjórn. Af þessu má draga þá ályktun að Framsókn styðji rasisma ef hún fær atkvæði út á það, annars ekki.

Slíkur flokkur á siðferðislega engan rétt á sér. Það færi því vel á að hann hyrfi af sjónarsviðinu áður en hann veldur meira tjóni. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 10:35

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Það má alltaf deila, og það er gott. Og sjálfsagt að deila um kosningu (því hann var ekki bara tilnefndur) Gústafs.  En það væri til dæmis eðlilegra að allir væru sjálfir sér samkvæmir.

Hvað má og hvað má ekki?

Hvað má heyrast og hvað má ekki?

Það sem ég hef séð af máflutningi Gústafs (í fjölmiðlum í gær) er ég auðvitað langt í frá sammála honum, en mér er nákvæmlega sama þó að hann sé í einhverju mannréttindaráði og verði sjálfum sér og Framsóknarflokknum til skammar. 

Persónulega hefði ég einfaldlega kosið að taka "á honum keis fyrir keis". Barist á móti því sem hann hefur að segja.

Fyrir síðustu borgarstjórnarkosingar var td. Salman Tamimi í framboði.  Var eitthvað að því?  Ekki að mínu mati.  Ég hefði aldrei kosið hann en mér finnst gott og sjálfsagt að hann sé í og starfi með pólítísku framboði.

Hefur þú heyrt hvað hefur verið haft eftir honum um samkynhneigð?

Þýðir það að allir á umræddum lista séu haldnir "homophobiu", vegna þess að þeir samþykktu að sitja á þeim sama lista?

Var eitthvað óðlilegt að hann væri í framboði?  Fannst einhverjum að sér væri "réttur fingurinn"?

Gæti hann starfað í mannréttindaráði?

Það sem ég er einfaldlega að segja, að það er allt í lagi að berjast sem gegn hvaða málflutningi sem er, og það sem meira er sjálfsagt og æskilegt.

Það er hins vegar ekki eðlilegt að berjast fyrir því að sá málflutningur heyrist ekki, hvort sem er utan borgarstjornar eða innan, nema auðvitað með atkvæðum.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 12:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

svo endurtek ég her orð mín úr upphaflega pistlinum, að það eigi aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 12:14

5 identicon

Salmann Tamimi sagði það í viðtali við Útvarp Sögu að hann hefði ekkert á móti því að höggva af fólki hendur fyrir þjófnað. (Sem þýðir ekki endilega að hann hafi sagst ætla að berjast fyrir slíku hér á landi, aftur á móti. Mér finnst slík skoðun enn mannfjandsamlegri og siðferðilega óréttlætanlegri en hommahatur, rasismi og annað sem afgreiða má sem fáfræði eða fávisku í einhverjum tilfellum, eða afleiðingu mikils ótta. En að höggva af manni hönd afþví hann hafi stolið, það er bara grimmd og heift sem lætur neinum finnast slíkt í lagi. Að misþyrma og drepa eða styðja misþyrmingar, svo sem afhoggningu handa, eða dráp, er margfallt ógeðfelldara heldur en að líka bara ekki við einhvern afþví hann sé öðruvísi en þú. Allar rannsóknir á þjófum og þjófnaði sýna að þjófar skiptast einkum í þrjá flokka: 1) fátækir menn að reyna að bjarga sér eða börnunum sínum. 2) geðveikir menn af ýmsu tagi, þar á meðal menn sem þjást af viðurkennda geðsjúkdóminum stelsýki og 3) fíklar sem eru fórnarlömb fíknarinnar og geta ekki annað. Allir sem halda öðru fram eru letingjar sem lesa gamlar bækur í stað þess að kynna sér vísindi. Þó svo væri ekki þá er það blóðþorsti og viðbjóður að beita menn ofbeldi, og enn ógeðslegra en að einstaklingur geri sitt er ríki eða samfélag sem leggur blessun sína yfir slíkan viðbjóð og hvetur þannig einstaklinganna til að stunda ofbeldi líka með slæmri fyrirmynd, því ríkið á að vera þegnunum fyrirmynd, annars væri anarkismi betri.

Sævar (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 23:26

6 identicon

Fyrr kýs ég hommahatara eða rasista og aðra fáfróða og illa gefna sveitamenn á þing, sem kannski eru samt ágætir innst inni ef þeir fengju tækifæri til að mennta sig, heldur en einn einasta mann sem styður líkamsmeiðingar, limlestingar og annan viðbjóð sem lætur mann efast um hvort slíkir menn séu yfirhöfuð mennskir, dauðarefsingar eða húðstrýkingar og annað ógeð sem siðmenntaður maður hlýtur að hata. Kjánar og bjánar eru margfallt viðkunnalegri menn heldur en fólk með viðbjóðslegar skoðanir sem ekki er hægt að afsaka með fáfræði.

Sævar (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 23:28

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 @Sævar  Það kýs hver og einn eftir eigin skoðunum og tilfinningu. Þannig virkar lýðræðið.

En það er líka áríðandi að hver og einn eigi réttinn til að bjóða sig fram, svo lengi sem hann hefur til þess stuðning tiltekins fjölda sem tilgreindur er í kosningalögum.

Hvað varðar handarhögg, minnir mig að Salman Tamimi hafi beðist afsökunar á því og dregið til baka.

Hann er hvorki fyrsti eða síðasti einstaklingur sem tekur þátt í stjórnmálum sem þarf að iðrast og biðjast afsökunar á orðum sem falla í "hita leiksins".

En það sýnir ef til vill vanda margra múslima og annarra trúaðra, sem annað þurfa að afneita "helgiritum" eða nútíma samfélagi.

Og listar stjórnmálaflokka eru samsettir af ólíkum einstaklingum. Þess vegna verða stefnumál stundum óljós og loðin og framkvæmd þeirra enn loðnari og óljósari.

G. Tómas Gunnarsson, 23.1.2015 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband