15.1.2015 | 19:36
Those Who Dare - Heimildamynd um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna og þátt Jóns Baldvins
Mér barst til eyrna í dag að nú sé tilbúin heimildamynd, nefnd "Those Who Dare" (Þeir sem þora,???, ég veit ekki hvort það er Íslenska heitið). Myndin fjallar um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltríkjanna og þátttöku Jóns Baldvins Hannibalssonar í þeirri baráttu.
Myndin mun framleidd af Íslendingi, Ólafi Rögnvaldssyni en meðframleiðendur koma frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Myndin hefur fengið lofsamlegar umsagnir í mín eyru, en hún mun að mestu leyti vera sögð frá sjónarhóli Jóns Baldvins.
Þar sem málið vakti áhuga minn, fór ég strax að leita að frekari upplýsingum, en fann takmarkað. Þó fann ég stiklur á Vimeo og einhver brot hér og þar, en hef þó ekki haft mikinn tíma til leitarinnar, en heimasíða framleiðenda veitti takmarkaðar upplýsingar.
Því er ég að velta fyrir mér hvort að einhver þekkir til þessarar myndar og hvar og hvernig hún hefur verið sýnd.
Og ekki væri verra ef einhver vissi hvort og hvernig er hægt að nálgast hana.
Væri þakklátur fyrir frekari upplýsingar, hér í athugasemdum, eða tölvupósti: tommigunnars@hotmail.com
Those Who Dare from olafur rognvaldsson on Vimeo.
Those Who Dare - 2 from olafur rognvaldsson on Vimeo.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.