Eurosvæðið í vaxandi vandræðum

Þegar of margir koma að ákvörðunartöku, verður niðurstaðan oft "lægsti samnefnarinn".  Það er niðurstaðan sem getur "sameinað" alla.

Það er hluti vandans á Eurosvæðinu, ríkin eru ólík, með ólíka hagsmuni, ólíkar sveiflur í efnahagslífinu og á ólíkum stað á "þróunarkúrfunni".  En bara einn gjaldmiðil.

Það er enda svo að þó að margsinnis sé búið að "leysa" Eurokrísuna, hefur hún komið heldur oftar aftur.  Líklega væri þó réttara að segja að hún hafi aldrei verið leyst.

Nú er talið að Seðlabanki Eurosvæðisins undirbúi massíva peningaprentun, ekki ósvipaða eins og seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Japans (og raunar fleiri) hafa gert á undanförnum árum.

Staðan er enda sú nú víðast, að lítill áhugi er á þvi að hafa sterkan gjaldmiðil, atvinnulíf hefur ekki verið öflugt, atvinnuleysi er hátt og verðhjöðunum blasir við.

Vandamálið sem blasir við á Eurosvæðinu er að enn og aftur eru skiptar skoðanir um hvernig sé best að stana að peningaprentunni, rétt eins og um flestar aðrar aðgerðir.

Á hver seðlabanki að kaupa skuldabréf í sínu landi? Á Seðlabanki Eurosvæðisins að kaupa skuldabréf af öllum ríkissjóðum, eða jafnvel bönkum, eða á hreint ekki neitt að fara út í seðlaprentun?

Til að auka á vandann er svo vaxandi pólítískur órói á Eurosvæðinu og raunar "Sambandinu" öllu.  Uppbyggingin  eykur á vandann, enda eru í sífellu kosningar  hér og þar, sem þarf að "taka tillit til", og auka á vandann. 

"Sambandið" óttast kosningar í Grikklandi, því ef eitthvað er skelfilegri tilhugsun fyrir "Sambandsmenn" en ógöngurnar sem Grikkland hefur ratað í, er það sú tilhugsun að því gæti gengið vel, utan Eurosvæðisins.

Forseti Ítalíu tilkynnti afsögn sína í dag.  Þar er annað land sem má ekki við meiri óróa á pólítíska sviðinu.  Og óvíst að Ítalir geti sætt sig við frekari afskipti Seðlabanka Eurosvæðisins af stjórn landsins.

Seinna á árinu eru svo kosningar í Finnlandi, sem gera það að verkum að Finnar eru nokkuð þversum hvað varðar alla frekari aðstoð við Grikki, eða skuldaniðurfellingu.  Það myndi ekki gera sig í kosningum, og ríkisstjórnin á þegar undir högg að sækja.

Síðan eru kosningarnar í Bretlandi, og þó að það sé ekki á Eurosvæðinu, geta þær haft umtalsverðar afleiðingar fyrir "Sambandið" í heild.

Einu kosningarnar sem ég man eftir í fljótu bragði og enginn hefur áhyggur af er í Eistlandi.

Hryðjuverkin í Frakklandi og vaxandi trúar og menningarnúningur í Þýskalandi og víðar eykur svo á hina pólítísku spennu.

Innrás Rússa í Ukraínu, refsiaðgerðir gegn Rússum, og vaxandi spenna þar, ásamt framfærsluþörf Ukraínu bætast svo ofan á allt saman.

Einhvern veginn lítur árið ekki vel út.  Margir spá því nú að euroið verði 1:1 gagnvart US dollar í árslok. 

Með tilliti til alls þessa þarf engan að undar að frammámenn í "Sambandinu" sé nokk sama hvort áhugi sé fyrir því á Íslandi að ganga  í "klúbbinn" eður ei, og hafi selt Íslendingum sjálfdæmi í málinu.

Þegar litið er til þess að margir þeirra sem helst vilja ganga í "Sambandið" er tamt að tala um að landið sé að miklu leyti "ónýtt", þarf það ef til vill engan að undra.

Margir af þeim sem hafa meiri trú á landinu, sýna hins vegar engan áhuga á "Sambandsaðild":

 

 

 

 

 


mbl.is Hætta á varanlegri stöðnun á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú ekki oft sem ég tek út athugasemdir hér, en gerði það rétt í þessu.

Ætli sé ekki best að lýsa því yfir að "peningalánarinn" sem hér auglýsti þjónustu sína, er ekki á mínum vegum og þeir sem kunna að hafa "slegið" hjá honum gera það alfarið á eigin ábyrgð. :-)

En svona er þetta þegar tungumálakunnáttan er mismunandi.  Um leið og þeir lesa "Eurosvæðið", þá halda þeir að viðkoandi þurfi lán.  :-)

G. Tómas Gunnarsson, 15.1.2015 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband