Ef það er ekki Sigmundi, þá er það Bjarna að kenna

Íslensk umræða er oft undarleg og óvægin.  Íslendingar (margir hverjir) virðast vera frekar gjarnir á að "skrýmslavæða" hana.

Og ef að næst að búa til "skrýmsli", má gjarna kenna því um flest og og best að hamra járnið, ef ekki skrýmslið á meðan það er heitt.

Ég las í morgun frétt á Visir.is, þar sem Ferðaþjónusta fatlaðra er harðlega gagnrýnd og lagt til að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson verði gert að nýta sér þjónustuna í mánuð svo þeir upplifi hvernig þjónustan sé á eigin skinni.

Það er gömul saga og ný, að ráðamenn hefðu ekkert nema gott af því að kynnast hvernig hlutirnir eru á "hinum endanum", þegar þjónusta sem hið opinbera veitir er til umfjöllunar og umræðu.

En í þessu tilfelli er þó ekki um Bjarna eða Sigmund að ræða.

Þjónustan er alfarið á höndum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, í gengum Strætó. Ég veit ekki hvort að málefni almenningssamgangna eru minna mikilvæg en skipulagsmál, og það þætti tilhlýðilegt að ríkisvaldi gripi inn í.  Sjálfsagt má kanna það.

En auðvitað á að beina málinu, til Dags Eggertssonar, Björns Blöndal, Sóleyjar Tómasdóttur, Halldórs Svanssonar, Ármanns Ólafssonar, Gunnars Einarssonar og Haraldar Haraldssonar (sjálfsagt gleymi ég einhverjum).

Hvort að þau hefðu gott af því að notfæra sér þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra í mánuð, eða eru reiðubúin til þess, veit ég ekki, en ég skil hugsunina á bakvið hugmyndina mjög vel.

Nú er hins vegar ekki rökrétt að stökkva upp á nef sér yfir því hvort að einstaklingur dragi ranga einstaklinga eða ráðamenn til "ábyrgðar", þegar hann fjallar um eitthvert mál á bloggi eða "Feisbúkk".

Hvort sem það stafar af þvi að hann veit ekki hvar ábyrgðin liggur, eða hann vonast einfaldlega eftir því að ríkisvaldið grípi fram fyrir hendurnar á sveitarfélögunum.

En þegar einn af stærstu fjölmiðlum landsins "tekur" blogg eða "Feisbúkkar" færslu upp eigum við að gera meiri kröfur.

Þar finnst mér að fram eigi að koma hvernig í málinu liggur, og eðlilegt við slíkt tækifæri að hafa samband við þann sem "færsluna" á og ræða málið og í hvernig því liggur.

Annað finnst mér ákveðin "hliðrun" á sannleikanum.

En svo má líka segja við sjálfan sig að "lengi taka skrýmslin við".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þessir aðilar hengja bakara fyrir smið sem þessi Anna Þóra gerir.

Fatlaðir eiga auðvitað allt gott skilið og eiga ekki að vera meðhöndlaðir eins og niðursetningar, en Anna Þóra varpar sökinni á ranga aðila sem hafa ekkert með málið að gera og ráða því þarna engu, þvi málefni fatlaðra eru hjá sveitarfélögunum, en þannig var því fyrirkomið af hálfu stjórnar Jóhönnu og Steingríms.

Hvorki Sigmundur né Bjarni hafa ekkert með Ferðaþjónusta fatlarða að gera eins og þú bendir á, heldur forsvarsmenn sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu.

Að Anna Þóra vilji að Bjarni og Sigmundur noti ferðaþjónustu fatlaðra skýrist sennilega af því að henni er allt annað en vel við þá félaga og hefur sennilega sjálf annað hvort kosið Samfylkingu, Pírata, Besta flokkinn eða VG, og vilji því ekki beina spjótum sínum þangað sem þau eiga heima, nefnilega hjá til Dags Eggertssonar, Björns Blöndal, Sóleyjar Tómasdóttur, Halldórs Svanssonar, Ármanns Ólafssonar, Gunnars Einarssonar og Haraldar Haraldssonar, því þetta er fólkið sem Anna Þóra telur að sé með sér í liði. 

Loftur Th. Magnússon (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 10:34

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Loftur Th.  Þetta er í sjálfu sér ekki flokkspólítískt mál, eða stjórn stjórnarandstaða.

Og ekki VG, Samfylking eða Pírate eingöngu.

Ármann Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi og Sjálfstæðismaður, það sama má segja um Gunnar Einarsson, nema hann er í Garðabæ.  Ég man ekki hvar í flokki Haraldur er, eða hvort hann flokksbundinn en minnir þó að hann hafi tengingu við Sjálfstæðisflokkinn.

En ég vil ekki dæma upphafsmanneskjuna hart.  Þekki ekki til hennar, en það sem einstaklingar setj á blogg eða "Feibúkkað" er ekki endilega "heimildaunnið", áður en það er sett þar inn.

En eins og ég segi í upphafspistlinum, gildir annað þeger einn af stærstu fjölmiðlum landsins tekur málið upp.

Þar á að vera til vitneskja og þar á að vinna málið betur.  Lesendur eiga að gera kröfu til sómasamlegra vinnubragða.

Það hefði verið lágmarkið að útskýra í fréttinni hvernig málinu er háttað og hvar ábyrgðin í raun liggur.

Mér finnst eiginlega frekar ótrúlegt að blaðamaður hafi ekki vitað það.

Og eins og stundum er sagt, veit ég ekki hvort sú tilhugsun að hann hafi ekki vitað það, eða hann hafi vísvitandi sleppt því, verri.

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband