Rússar segja að sjónvarpsstöð á Rússnesku myndi ógna málfrelsi

Það verður ekki af Rússneskum ráðamönnum skafið, fas þeirra, tal og ákvarðanir verða æ undarlegri.

Margir hafa án efa lesið fréttir nýlega um að transfólki hafi verið bannað að aka bifreiðum í Rússlandi.

Núna segir aðstoðar utanríkisráðherra Rússlands að áform "Sambandsins" um að setja á laggirnar sjónvarpsstöð sem sendi út á Rússnesku sé andstæð málfrelsi.

Hvers vegna?

Jú, hann telur að hún muni senda út "and" áróður (counter propaganda).

Hvort að það er tilviljun að þetta kemur í fréttunum daginn eftir að "aðal" utanríkisráðherrann var í París að rölta til stuðnings mannréttindum og tjáningarfrelsi get ég ekki dæmt um.

Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort að Rússneskir ráðamenn yfirleitt skilja hugtök eins og mannréttindi og málfrelsi.

En að sjálfsögðu er það alvarlegt mál frá Rússneskum sjónarhól, ef þeir eru ekki einir um áróðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband