Að fara eða fara ekki? Ríkisstjórnin átti að biðja Jóhönnu um að fara

Hefði ég viljað að Íslenskur ráðherra hefði verið í göngunni í París?  Já, það hefði vissulega verið æskilegt.

Finnst mér það skandall að svo hafi ekki verið.  Nei, Íslendingar áttu sinn fulltrúa.  Það er engin nauðsyn að hann sé "fyrirmenni". En við hefðum getað sent okkar fulltrúa, og sent hljóðlát skilaboð um leið.

Fyrst að enginn ráðherra átti heimangengt, hefði best farið á því að ríkisstjórnin hefði snúið sér til Jóhönnu Sigurðardóttur og beðið hana um að vera fulltrúa Íslendinga.

Jóhanna er fyrrverandi forsætisráðherra, fyrsta konan sem gegnt hefur því embætti á Íslandi og jafnframt fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra veraldar, alla vegna opinberlega.

Það hefði sent skýr skilaboð, þó þau væru ef til vill ekki hávær.  Því að gangan í gær snerist um fleira en tjáningarfrelsi, hún snerist um mannréttindi.  Það er ekki svo að prent og tjáningarfrelsi séu einu mannréttindin sem hinir múslímsku hryðjuverka og öfgamenn hatast við.

Innanlands sem utan hefði það sent þau skilaboð að málefnið væri hafið langt yfir einstaka stjórnmálaflokka eða stjórn og stjórnarandstöðu.

En þó að vissulega hafi mér þótt nokkuð mikið til fundarins koma, má að mörgu leyti  taka undir gagnrýni sem þessa.

Ef til vill er batnandi mönnum best að lifa og við kjósum að trúa því að þeir hafi meint eitthvað með þessari göngu, en þarna gekk m.a. utanríkiráðherra lands sem er nýbúið að ráðast inn í annað land, er þekkt fyrir illa meðferð á blaðamönnum og bannaði fyrir skömmu transfólki að keyra bifreiðar. 

En vissulega skrifum við ekkert með bifreiðum.

Eigum við að velta því fyrir okkur hvernig Charlie Hebdo hefði tekið á því?  Ef til vill á blaðið það eftir.

P.S.  Það er nú líklega mun algengara að Íslenskir ráðamenn séu gagnrýndir fyrir að fara á alls kyns atburði erlendis, þar sem nærvera þeirra "hefur lítinn tilgang" og "engin áhrif" og gerir þeim "kleyft að lenda á mynd með "alvöru" þjóðhöfðingjum", "allt á kostnað almennings".

Og hvað hefði Sigmundur nú fengið í dagpeninga ef hann hefði farið?

 

 

 


mbl.is Tímaskortur hamlaði för ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þá kanski málið að splæsa í svona eins og eina þotu fyrir forsætisráðherraembættið svo forsætisráðherra komist hverju sinni og með engum fyrirvara á samstöðu og sjálfsupphafningarhátíðir erlendra sjórnmálahöfðingja (sbr. Rússa, Egifta og Ísraela). Aðeins að draga úr launahækkunum og sleppa nokkrum hitakössum já og hægja á Vaðlaheiðagangnaframkvæmdum, þá kemur þetta væntanlega.

Kemur manni samt aðeins á óvart þar sem hrifningin yfir utanferðum Sigmundar D. hefur verið takmörkuð hingað til.

Hugmynd þín varðandi Jóhönnu er vissulega góð. Þar vantar þó jafn mikið einkaþotu og áður og svo er Jóhanna ekki þekkt af miklum ferðaáhuga. Hneykslunarfræðingar þessa lands verða þó að skera úr um það hvort slíkt sé vont eða gott.

Sigmundur er í svipaðri stöðu gagnvart fjölmiðlum og páfinn þegar hann fór til New York. Þegar hann kom úr vélinni spurði blaðamaður hvort hann ætlaði að heimsækja næturklúbba.  Páfinn spurði forviða á móti,"eru næturklúbbar í New York?"  Fyrirsagnir blaðanna næsta dag voru:"Það fyrsta sem páfinn spurði um þegar hann steig út úr vélinni var hvort það væru næturklúbbar í New York"

Þegar útkoman er fyrirfram ákveðin þá skiftir ekki miklu hvað menn segja eða gera!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 08:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur  Bestu þakkir fyrir þetta. 

Það er reyndar ekki svo flókið að komast á milli landa núorðið.  En ége r ekki að segja að það geti ekki verið fullgildar ástæður fyrir hvern og einn að sleppa því að ferðast og ekki endilega að einstaklingar vilji gefa slíkt upp.

En ég veit ekki hvort að flogið er beint til Parísar alla daga, en það eru fjöldi ferða til London og Kaupmannahafnar á hverjum degi.  Þaðan eru enn fleiri ferðir til Parísar.  Þetta þarf ekki að kosta háar fjárhæðir.

Ég minntist á Jóhönnu, vegna þess að mér hefði fundist hún sóma sér vel þarna sem fulltrúi Íslands, ef enginn úr ríkisstjórninni hefði átt heimangengt.

Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd um hvort að hún hefði haft tök á þvi að ferðast, eða haft nokkurn áhuga á því.

Þetta var einfaldlega það sem kom upp í hugann, og eins og oft áður lét það "gossa" inn á bloggið.

En það er hins vegar líka rétt að það má oft finna gagnrýnisfleti á flestum málum, hvernig sem þau eru gerð, afgreidd eða framkvæmd.

G. Tómas Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 10:58

3 identicon

Virkilega skemmtileg hugmynd með Jóhönnu,, en eins og fram hefur komið man ég ekki eftir því áður að kvartað hafi verið undan því að "okkar" menn mættu ekki á viðburði erlendis.

vala magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband