7.1.2015 | 20:44
Je Suis Charlie
Það hefur verið skelfilegt að lesa fréttirnar frá París í dag.
Það er undarlegt að hugsa til þess að skopblað og starfsfólk skuli hafa orðið fyrir þessri grimmilegu árás. Þessari óskiljanlegu heift.
Það hefur ekki verið oft sem ég gluggaði í Charlie og síðasta var það nokkru fyrir aldamótin síðustu.
En blaðið hefur skemmt mörgum og ýft fjaðrir fjölda einstaklinga og samtaka. Mér eru minnistæð ummæli sem ég heyrði höfð eftir útgefanda blaðsins, þegar hann varði blaðið fyrir rétti gegn lögsókn Íslamskra samtaka.
Þau myndu hljóma á Íslensku eitthvað í þessa áttina:
Það er rasismi að halda því fram að múslimar hafi ekki skopskyn.
Blaðið var á ásakað um að hafa tengt á milli múslima og múslimskra hryðjuverkamanna og það fæli í sér rasisma.
En Charlie Hebdo fór ekki í manngreinaálit. Það gerði stólpagrín að öllum.
Þess vegna lifði Charlie og þess vegna láta nú starfsmenn þess lífið.
Það er ekkert grín heldur fölskvalaust hatur og undarleg afbökuð trú á "hinn góða og mikla guð".
Það er hins vegar full ástæða til að breiða út boðskap Charlies og láta hann ná sem víðast.
Hver eftirleikur þessa hræðilega hryðuverks verður veit auðvitað engin. En andrúmsloftið hefur verið spennuþrungið víða um Evrópu undanfarnar vikur og vaxandi núningur á milli mismunandi "trúar og menningarhópa".
Mikið atvinnuleysi, efnahagserfiðleikar, vaxandi óþol, fordómar og ofbeldi er ógnvænleg blanda.
Hryðjuverk á trúarlegum grunni geta gert hana að púðurtunnu.
Sáu mikið af blóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.