7.1.2015 | 11:35
Mikill léttir fyrir Íslendinga, en skapar jafnframt áhyggjuefni
Ég hef trú að á flestum Íslendingum sé létt. Þó að enn eigi eftir að greiða atkvæði um samninginn, þá eru all vegna góðar líkur að starfsemi í heilbrigðiskerfinu færist í samt form.
Það kemur ekki fram í fréttinni hve miklar launahækkanir læknar hljóta, og sjálfsagt að einhverju marki erfitt að fullyrða um slíkt, þegar samið er um fleiri atriði en laun.
En það er næsta víst að það verða líka margir sem fyllast áhyggjum fyrir því hvaða áhrif þessi samningur mun hafa á gerða annara kjarasamninga.
Á meðan á kjaradeilum lækna hefur staðið, hafa margir lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé það mikilvægt að réttlætanlegt sé að laun lækna hækki framyfir aðrar starfsstéttir.
Alþjóðleg samkeppni gera það að verkum að slíkt sé næsta ómögulegt að komast hjá.
En mig rekur ekki minni til að neinar slíkar yfirlýsingar hafi komið frá verkalýðsfélögum eða forystusveit þeirra.
Þvert á móti.
Það er því líklegt að órói verði nokkuð mikill á vinnumarkaði á næstunni, þó að líklegast færist hann út af heilbrigðisstofnunum.
Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar.
Hvernig lítur hún að samninga við lækna og telur hún eðlilegt að slíkur samningur sé rausnarlegri en við aðra?
Samfylking og Vinstri græn fylgdu þeirri stefnu á síðasta kjörtímabili að engir ríkisstarfsmenn ættu að hafa hærri laun en forsætisráðherra. Læknar ekki undanskildir.
Er það enn stefna þeirra flokka?
Flestum ætti reyndar einnig að vera í fersku minn óróinn sem varð á Landpítalanum á síðasta kjörtímabili, þegar til stóð að hækka laun yfirmanns, eins af starfsliðinu, um ríflega upphæð.
Hver skyldi svo vera skoðun Bjartrar framtíðar og Pírata á hvað langt má seilast til að veita læknum, launaforgang umfram aðrar stéttir, eru eru þeir móti því?
Það vakna því upp ótal spurningar við þessa samning, þó að þeir séu vissulega fagnaðarefni.
Felur í sér algjöra uppstokkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Það verður áreiðanlega reynt að vekja pólitíska úlfúð í kringum þetta, eins og þú virðist vera að reyna að gera.
Vera má að laun lækna fari fram úr launum "sambærilegra" stétta, en það eru til góð rök fyrir því að ofurlaun - ef svo má segja - lækna skili í heildina meiri lífsgæðum fyrir fleira fólk en ofurlaun flestra annarra stétta myndu gera, t.d. bankamanna. Þannig má færa rök fyrir því að það sé réttlætanlegt að laun lækna séu almennt hærri en laun annarra stétta.
Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2015 kl. 13:51
@Kristján Þú lest auðvitað út úr skrifum mínum það sem þú vilt. Ekki ætla ég að "túlka" þau ofan í þig.
En það sem ég var að reyna að segja, er nokkuð nákvæmlega það sama sem þau síðan segir.
Að það sé eðlilegt að læknar hafi, í það minnsta í því árferði sem nú er, hlutfallslega betri laun en aðrar stéttir.
En til þess að það þyki eðlilegt verða sem flestir að stíga fram og taka undir það.
Það var eftirtektarvert, í Kryddsíldinni að þegar Heimir Már fiskaði eftir því, vildi engin stjórnarandstöðuformaðurinn segja það.
Ég man heldur ekki eftir að verkalýðsforystan hafi líst slíku yfir, þó eiga þeirra umbjóðendur ekki minna undir því heilbrigðiskerfið "virki" en aðrir.
Ef að vekja athygli á því, er að reyna að vekja úlfúð, þá verð ég líklega að taka það á mig.
En slíkt var þó ekki tilgangurinn með þessum skrifum, heldur hitt að vekja athygli á því að í "alþjóðlegu samhengi", væri það eðlilegt að launahækkun lækna væri hærri en annara stétta.
Það væri meiri og sterkari samkeppni um þeirra starfskrafta.
Merkileg þessi samkeppni í heilbrigðisgeiranum, ekki satt?
G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 15:07
Ég átti við að það þyrfti ekki pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu að laun lækni megi vera hærri en annarra stétta heldur væri það einfaldlega lógískt og skynsamlegt.
Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2015 kl. 16:01
@Kristján En það er ekki verið að tala um laun, heldur launahækkanir. Það er tvennt ólíkt.
Ef það er bæði lógískt og skynsamlegt að launahækkanir lækna megi vera ríflegri en annara, út af hverju eru þá stjórnarandstaðan og verkalýðsforkólfar að koma sér hjá því að taka undir slíkt?
Eru þeir ekki "lógískir og skynsamir"?
G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 16:50
Hvort við erum að ræða um laun eða launahækkanir skiptir ekki máli í þessu samhengi, það sem ég sagði á við um hvorutveggja.
Ég veit auðvitað ekki svarið við spurningu þinni um stjórnarandstöðuna og verkalýðsforkólfana, en ég þykist vita að þér finnsti það fólk sjálfkrafa vera vitlaust vegna þess hvaða pólitísku skoðanir það hefur.
Svo veit ég ekki betur en hann Bjarni þinn Ben hafi sagt ýmislegt misgáfulegt um launabaráttu lækna.
Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2015 kl. 18:31
@Kristján Vissulega skiptir máli hvort talað er um laun eða launahækkanir.
Læknar hafa yfirleitt haft mun betri laun en margar aðrar stéttir (ekki allar) en hvort þeir fá síðan meiri hækkanir en aðrir (ef það verður raunin) er annað mál og eykur þá líkega launamuninn.
Hef ég haldið því fram að forysta verkalýðssamtaka eða stjórnarandstöðuflokkanna séu vitlausir, eða er það síðasta hálmstrá manns sem er að verða rökþrota? Að leggja andstæðingnum orð í munn. Að gera honum upp skoðanir?
Hvað varðar Bjarna Ben, sem þú telur mig eiga mikið í, þá má reikna með að samningaviðræður við lækna hefðu verið auðveldari fyrir ríkisstjórn, ef allir hefðu tekið undir, að það væri eðlilegt að læknar fengu ríflegri launahækkanir en aðrir hópar.
Það var einmitt þess vegna sem það var mikilvægt að mínu mati að skoðanirnar komu fram. Vegna þess að ef myndast hefði breið samtaða um forgang launahækkana lækna, hefði máli verið mun auðveldara viðfangs.
G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 18:42
Ég er alls ekki að verða rökþrota. Rök mín fyrir því að það sé réttlætanlegt að læknari fái meiri launahækkanir eru einföld nytjarök, að það skapi meiri gæði fyrir fleira fólk að læknar hækki meira en aðrir. Þetta eru sömu rök og ég færði áðan fyrir því að læknar fái hærri laun. Þannig að í þessu samhengi skiptir ekki máli hvort um ræðir laun eða launahækkanir, þessi tilteknu rök má færa fyrir hvorutveggja.
Formaður SA var reyndar að segja áðan, sýndist mér á mbl. að þessir samningar við læknana væru ávísun á hörmungar. SA hefur barist hvað harðast gegn því að læknar hækki. En reyndar voru það þessi sömu samtök sem í auglýsingu báðu fólk að krefjast ekki kjarabóta.
Það ég best veit hefur nákvæmlega enginn, hvorki pólitíkus né forkólfur aðila vinnumarkaðarins, viljað ganga fram fyrir skjöldu og segja það sem ég held að hálf þjóðin vilji, nefnilega að læknar hækki meira en aðrir. Þannig að það hefur kannski verið merkileg samstaða í þessu milli stjórnar og stjórnarandstöðu; og milli SA og ASÍ.
Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2015 kl. 18:51
@Kristján Ég var ekki að saka um um að rök þín fyrir launahækkunum lækna væru á þrotum.
Ég skyldi einfaldlega ekki hvert þú varst að fara með því að ásaka mig um að telja forystumenn verkalýðshreyfingar og stjórnarandstöðu um að vera vitleysa, vegna þess að þeir hefðu aðrar stjórnmálaskoðanir en ég.
Og til að vera hreinskilinn, þá fannst mér ég ekki eiga slíkt skilið.
Ég hef ekki séð þetta sem þú vísar til með formann SA, en það kæmi mér ekkert á óvart.
Ég man ekki eftir því hvenær þeir voru áfjáðir í launahækkanir.
Formannsins jobb þar, er í sjálfu sér að berjast gegn launahækkunum, í það minnsta að þær verði verulegar.
En þótt að hann óttist ef til vill launahækkanir lækna mikið (þvi hans umbjóðendur greiða þær ekki í sjálfu sér, þó óbeint) þó sér hann fyrir sér að verkalýðshreyfingin vilji leggja samninga lækna til grundvallar.
Verði það gert, er "umfram" launahækkun lækna að sjálfsögðu úr sögunni.
En vissulega er það ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja viðgang heilbrigðiskerfisins eða launahækkanir til annara en sinna umbjóðenda.
Að því leyti til er þeirra afstaða skiljanleg.
En eins og þú segir bendir margt til þess að stór hluti almennings hafi skilning á hækkunarþörf lækna. Vissulega er þó varhugavert að fullyrða um það. Að hluta til ætti það að leggja línurnar fyrir samtök launþega, eða hvað?
Þó er allt eins víst að svörin breyttust ef spurt væri, vilt þú að læknar fái t.d. 30% launahækkun, en þú sjálfur aðeins 3%
Eftir því sem ég hef skilið, þá hefur ríkisstjórnin gengið fram og gefið læknum meiri launahækkun en aðrir hafa fengið. Hvað sem síðar verður.
Ég hugsa að fáir hafi haft meiri áhuga á að koma í veg fyrir verkfall lækna heldur en ríkisstjórnin.
Hver einasti pólítíkus veit að það er ekki til vinsælda fallið að láta heilbrigðiskerfið stöðvast.
En pólítíkus veit að hann er á milli steins og sleggju, ef lausn þeirrar deilu gerir það að verkum að SA, ASÍ og stjórnarandstaðan munu nota það gegn honum. Ásaka hann um að hafa stefnt jafnvægi á vinnumarkaði í voða, eyðilagt nokkra von um "hóflega samninga", kynda verðbólgubálið, hleypa öllu í bál og brand, o.s.frv.
Þess vegna varð ríkisstjórnin að sýna nokkra "hörku" og dansa eins og hún gat á milli steinsins og sleggjunar.
En ég hef ekki trú á því að um algera tilviljun sé að ræða að verkfallið var stutt.
G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 19:32
Sennilega hafa ráðið mestu kannanir sem sýndu að almenningur var til í að laun lækna hækkuðu umfram aðra - þá þorði ríkisstjórnin að leggja pening á borðið án þess að eiga á hættu að tapa fylgi.
Kristján G. Arngrímsson, 7.1.2015 kl. 20:25
Stjórnarandstaðan og þá sérstaklega Árni Páll hefur tjáð sig þannig að ekki ar hægt að skilja hann öðruvísi en að það hefði átt strax að ganga að öllum kröfum lækna án skilyrða. Gylf Arnbjörnsson hefur hinsvegar tjáð sig mjög skýrt um að niðurstaða allra kjarasamninga og þar með lækna myndu hafa bein áhrif á kröfur ASÍ og þannig hafa aðrir verkalýðsleiðtogar líka tjáð sig. Það kæmi mér hinsvegar ekki á óvart þó að Árni Páll myndi núna kúvenda í afstöðu sinni.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 20:56
@Kristján Ég held einfaldlega að ríkisstjórnin hafi gert sér grein fyrir því, rétt eins og aðrir stjórnmálamenn, að langt læknaverkfall væri ekki þolanlegt, hvorki fyrir þá eða þjóðina.
@Stefán Takk fyrir þessar upplýsingar. Persónulega man ég ekki eftir að hafa heyrt Árna Pál tala á þennan veg, en vissulega hefur verið í mörg horn að líta undanfarna daga.
Ég tók hins vegar mjög vel eftir því í Kryddsíldinni að hann skaut sér undan þeirri spurning, með orðavaðli, þó að eftir væri gengið.
Hins vegar hafa margir látið þau orð falla að auðvitað sé það hneysa að deilan hafi ekki verið löngu leyst. En þeir hafa margir haft færri orð fram að færa, þegar spurt var hvað langt þeir vildu ganga til að mæta kröfum lækna.
Stjórnarandstaðan lagði til inngrip í deiluna í formi sáttanefndar. Læknar höfnuðu því og sögðu að sáttanefnd myndi aldrei koma með þá hækkun sem þeir vildu.
En það má meira en vera að Árni Páll hafi viljað ganga að öllur kröfunum. En þannig ganga samningar sjaldnast fyrir sig.
G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 22:26
Það hefur reyndar verið svolítið erfitt að taka efnislega afstöðu um þessa læknadeilu þar sem það hefur eiginlega aldrei verið látið uppi hverjar kröfur þeirra voru/eru.
Væri fróðlegt að vita hvenær ÁPÁ sagði þetta. En ég dreg ekki í efa að hann hafi gert það. Aftur á móti efast ég um að hann hefði sagt nokkuð í þessa veru hefði hann verið í stjórn.
Kristján G. Arngrímsson, 8.1.2015 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.