3.6.2006 | 18:14
Hryðjuverk í Toronto? Er það spurning um hvort eða hvenær?
Það er ekki hægt að segja að maður kætist þegar maður les fréttirnar í dag. Að staðið hafi til að fremja hryðjuverk hér í borginni sem maður kallar heima, er ekki eitthvað sem gleður og kætir. Það er auðvitað þakkarvert að svo virðist sem tekist hafi að stöðva ódæðismennina í tæka tíð. En það eru margar hugsanir og spurningar sem fljúga í gegnum hugann þessa stundina.
Ef marka má fréttir eru flestir þeirra handteknu (17 manns hafa verið handteknir) ungir menn, undir 25 ára aldri, og fimm þeirra ennþá unglingar. Þessir menn hafa alist upp í Kanada, en virðast vera reiðubúnir til að myrða samborgara sína, allt í nafni einhverrar trúar. Lögreglan lagði hald á 3. tonn af ammonium nitrat, áburði sem er víst blandað saman við díselolíu til að búa til sprengju, sömu efni voru notuð þegar Alríkisbyggingin í Oklahoma var sprengd.
Lengi hefur verið talað um hættu á hryðjuverkum í Kanada og hefur sú hætta líklega ekki minnkað, nú þegar þátttaka kanadískra hermanna í Afghanistan hefur verið mikið í fréttum, en þar hafa harðir bardagar á milli þeira og talibana átt sér stað undanfarnar vikur. Þessar fréttir virðast líka sanna að það er til nóg af kanadabúum til að framkvæma hryðjuverk hér.
En hvaða áhrif mun þetta hafa til lengri tíma litið? Verður einhver breyting á borgarlífinu? Verður tortryggnin alls ráðandi næstu daga? Bætist þetta í hóp þeirra áfalla sem Toronto hefur orðið fyrir undanfarin ár (SARS, rafmagnsleysi) og hafa leikið ferðamannaiðnaðinn illa?
Það er ekki gott að segja, en óneitanlega held ég að þetta eigi eftir að "dóminera" umræðuna hér næstu daga. Það er líka spurningin hvernigað "pólítíski rétttrúnaðurinn" sem hefur verið sterkur hér tekur á þessu. Hér er smá klausa af vef National Post:
"Canadians should not be surprised to see terrorism coming so close to home, said former RCMP jihadism expert Tom Quiggin, now a university researcher in Singapore.
"A clear sense of denial exists in Canada about the degree to which terrorism activity occurs," said Mr. Quiggin, who is Canada's only court-recognized expert on jihadism.
"Political correctness is wielded as a weapon against anyone who dares to speak out. Yet some of the world's most infamous terrorists have operated in Canada almost unhindered for years.
"Even direct threats against Canada and attacks against Canadians with multiple deaths have not broken this denial. As a result of the highly suppressed political discourse in Canada, the domestic response to this growing problem has been limited."
En lífið heldur áfram.
Fyrir þá sem vilja frekari fréttir bendi ég á stærstu kanadísku blöðin Globe and Mail, Toronto Star og National Post.
Sautján handteknir í Kanada vegna skipulagningar hryðjuverka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.