Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að einstaklingar utan trúfélaga borgi ekki hærri skatt en aðrir

Mér lýst vel að að þetta fyrirkomulag verði skoðað.  Þó að það orki tvimælis að hið opinbera innheimti fyrir sum félagasamtök, án þess að önnur njóti þess kosts, væri það ásættanlegt, ef þeir sem ekki tilheyra sókn, borgi lægri upphæð.

Best væri að möguleiki væri til staðar á skattskýrslu, sem hakað væri við, ef viðkomandi framteljandi vill að dregið sé af honum sóknargjald.

Ég held að það sé áríðandi að framteljandi þurfi að samþykkja greiðsluna, því án samþykkis er varasamt að gefa félags eða sóknargjaldi sömu lagalegu stöðu og opinber gjöld hafa.

Síðan myndi þeir sem þess óska að greiða sóknargjald að greiða það, óháð því hvort að þeir þyrftu að greiða opinber gjöld.

Þannig er fullri sanngirni náð.

En það er gott að málið sé tekið til skoðunar, þó að í ljósi sögunnar sé ekki astæða til bjartsýni með sanngjarna niðurstöðu.

En vondandi tæklar Ólöf málið með hagsmuni einstklinga að leiðarljósi en ekki stofnana.

 

 


mbl.is Skoðar eðli sóknargjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband