Það þarf að "opna" og gera upp aðildarumsóknina og aðlögunarviðræðurnar

Almenningur  á íslandi veit lítið sem ekkert um gang aðlögunarviðræðna Íslands við Everópusambandið.

Hvers vegna gengu þær ekki betur en raun bar vitni, á hverju strandaði? Hvers vegna var ekki búið að opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað?

Hvað hafði verið fallist á sem núverandi ríkisstjórn finnst ekki ásættanlegt.

Hver voru samningsmarkmið Íslendinga og út af hverju höfðu þau ekki verið kynnt almenningi? Í fréttum mátti lesa á sínum tíma að Jóhanna Sigurðardóttir hefði kynnt þau fyrir Angelu Merkel, en mig rekur ekki minni til þess að hún hafi kynnt þau fyrir Íslendingum.

Feluleiknum þarf að ljúika og það þarf að kynna Íslendingum hvað samninganefndin hafði fyrir stafni.

Hvað hafði áunnist?  Höfðu undanþágur fengist?  Hvað hafði verið gefið eftir.

Margir trúa enn á mýtuna um að "kíkja í pakkann". 

En það er tímabært að ræða hverju aðlögunarviðræðurnar höfðu skilað og ekki síður á hverju strandaði.

Ég er síðan þeirrar skoðunar að rétt sé að afturkalla aðildarumsóknina. Best færi á að ekki yrði sótt um aftur, án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá væri slík umsókn með fullt umboð og stæði mun sterkar, þ.e.a.s. ef hún yrði samþykkt. Yrði henni hafnað þyrfti ekki að ræða það frekar.  Í það minnsta ekki fyrr en kæmi upp krafa um þjóðaratkvæði að nýju.

 

 


mbl.is Aðildarumsóknin á byrjunarreit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta endaði allt að frumkvæði ESB. Þar kemur stjórnarskrármalið beint inní þetta.

Ástæður þess að farið var í að tala til í stjórnarskránni voru fyrst og fremst til að ryðja úr vegi hindrunum í henni til inngöngu, þ.e. Framsal valds til ESB. Um þetta var ekki haft hátt og raunar var þessu leynt.

Þegar stjórnarskrárbreytingar voru bornar undir mat ESA (svo undarlegt sem það annars var) þá hafnaði ESA breytingunum vegna þess m.a. að of margir fyrirvarar og varnaglar fyrir framsali valds voru í þessum drögum.

Strax á eftir var bundinn endir á þetta. Hondranir sátta um Sjávarútveg og landbúnað snerist einmitt um þetta valdaframsal. Það var sjálfhætt og ESB sá um að taka af öll tvímæli.

fái menn þessar staðreyndir upp á birðið þá lýkur þessu þegjandi og hljóðalaust. En nú er leyndarhyggjan og afneitunin svo sterk að fullkomnar ranghugmyndir ráða allri umræðu.

Það að þessi tvö mál tengist beint, stjórnarskrármál og ESB umsókn verður að vera skýrð og viðurkennd og blekkingar, feluleikur, lygar og spuni að enda hvað það varðar.

við förum ekki inn í ESB nema með nýrri stjórnarskrá. að er skilyrðið og hindrunin.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2015 kl. 01:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bæði stjórnarskrármálið og ESB umsóknin festust á sama tíma og var ýtt út af borðinu af þeim sem sóttu málinin harðast. Það er vegna þess að þetta er sama málið. Þetta er engin kenning heldur staðreynd.

Allt féll þetta á því sem aldrei mátti nefna. Framsal valds.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2015 kl. 01:36

3 Smámynd: Snorri Hansson

 ESB opnaði ekki á umræður um sjávarútveg. 

ESB yrði ekki opnaður  til umræðu en Íslendingar skuli samþykja hann eins og hann er.

Enda er sjávarútvegur í óumsemjanlegum hluta Lissabon samþykktarinnar sem allar hinar

ESB þjóðirnar hafa þegar samþykkt, til mikils tjóns fyrir sumar þeirra.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Stækkunarstjóri ESB hefði átt að víta Össur Skarphéðinsson fyrir afglöp í starfi við inngönguferli íslands að sambandinu. Hann kom fram við landa sína nákvæmlega þannig sem leiðbeiningar segja að eigi ekki að gera.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

1.) Þar segir að eftir margar umsóknir undanfarið sé búið að skerpa enn frekar á því að umsóknarþjóðir virði og uppfylli að fullu og öllu hin 100.000 blaðsíðna, óumsemjanlega sáttmála sambandssins .  ALLT EÐA EKKERT.!!   Það sé algengur misskilningur  að verið sé að semja um mál.

2) Það er sérstaklega tekið fram að ekki sé möguleiki á inngöngu nema umsóknarþjóðin sé vel upplýst og einhuga  um inngöngu.!!

3) Það sé mögulegt að þjóð þurfi að breyta viðkvæmu og efnahagslega mikilvægu atriði til að uppfylla sáttmálann. Um slík mál þurfi yfirvöld að ræða vel við þjóð sína !!

Þetta sveik Össur eða hafði ekki kjark til að útskíra fyrir þjóðinni:

Some of

these reforms require considerable and sometimes

difficult transformations of a country’s political

and economic structures. It is therefore important

that governments clearly and convincingly

communicate the reasons for these reforms to the

citizens of the country. Support from civil society

is essential in this process.

------------------------------------------------------------------------

Accession negotiations concern the candidate’s

ability to take on the obligations of membership.

The term

“negotiation” Accession negotiations

 

can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the

acqui French for

“that which has been agreed”

) are not

 

French for

 

“that which has been agreed”

) are not

 

Hér er fallegur bæklingur um umsókn Íslands og Tyrklands :

 

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Snorri Hansson, 5.1.2015 kl. 04:23

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin, bæði Jón Steinar og Snorri.

Ég held að þið hafið báðir mikið til ykkar máls.  Þetta er ekki ósvipað þeirri mynd sem ég hef talið mig sjá, þegar ég hef púslað því saman sem ég ehf fundið mér tíma til að lesa, hef heyrt útundan mér og jafnvel leið milli lína.

Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að allt ferlið sé opnað upp á gátt.  Farið yfir havð gerðist í þeim köflum sem búið var að loka, hvað var samþykkt, var einhverju breytt?

Jafnframt væri æskilegt að birta samskipti "Sambandsins" og Íslenskra stjórnvalda, ef þau finnast, um málefni eins og landbúnað og sjávarútveg.

Við þekkjum samningsmarkmið "Sambandsins", en hvað lagði síðasta ríkistjórn og samninganefndin upp með?

Hvað kynnti Jóhanna Sigurðardóttir fyrir Merkel?

G. Tómas Gunnarsson, 5.1.2015 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband