Mikil hækkun, en valið er til staðar

Það er vissulega mikil hækkun á áskriftargjaldi Stöðvar 2.  1000 kall er rétt um 13% hækkun ef hugur minn getur ennþá reiknað þokkalega rétt.

Hvort að áskrifendur muni fá 13% betri dagskrá verða einhverjir aðir að dæma um en ég, en einhverja hluta vegna leyfi ég mér að efast um slíkt.

En þó að hækkunin sé mikil, skiptir mestu máli að valið er til staðar.  Það þarf engin að vera áskrifandi að Stöð 2, eða einhverjum sportrásum.

Hver velur fyrir sig.  Og greiðir aðeins fyrir það sem hann kýs.

En um nauðungaráskrift eins og að Ríkisúvarpinu gilda önnur lögmál.  Þar er ekkert val, þar setur enginn saman sinn eigin "pakka".

Þess vegna er mikilvægt að þeirri skattheimtu sé haldið í lágmarki, ef vilji er til að halda nauðungaráskriftinni til streitu.

Og þegar samanburður er gerður á verði Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins, er nauðsynlegt að bera saman mismunandi samsetningar heimila.  Heimili þarf aðeins eina áskrift að Stöð 2.

 

 

 


mbl.is Þúsund króna hækkun á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband