Þar sem bílarnir brenna

Það hljómar ef til vill sem skrýtin siður að birta fjölda þeirra bíla sem brenndir eru um hver áramót.  Það hefur þó tíðkast um all nokkur skeið í Frakklandi.

Á tímabili þegar Sarkozy var við völd, var bannað að birta þessar tölur en allt kom fyrir ekki, "hefðin" var sterk.

Það er mest í útborgum stórborga sem að bílabrennurnar eiga sér stað og víða er ástandið þar með þeim hætti að lögreglan hættir sér ekki um nema í stórum hópum.

Það er enda ekki ólíklt að þakka megi fækkuninna í ár, þeirri staðreynd hermönnum var fjölgað á götunum, vegna árása sem orðið hafa í Frakklandi á undanförnum vikum.

En það er ekki bara á Nýársnótt sem bílabrennur eiga sér stað í Frakklandi.  Talið er að u.þ.b. 40.000 bílar séu brenndir í Frakklandi á hverju ári.

Ef við drögum þá ca. 1000 sem verða eldinum að bráð um áramót, þá gerir það að meðaltali u.þ.b. 107 bíla á nóttu, hvern og einn hinna 364. dagana.

En "stuðið" tífaldast á nýjársnótt.

 

 


mbl.is 940 bílar brenndir í Frakklandi - 12% færri en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband