Lækkandi virðisaukaskattur, lækkandi verð

Einn milljarður er stór upphæð og dreifist á marga.  Ef vel er haldið á málunum, mun upphæðin þó verða enn stærri, því verðlækkun sem þessi getur haft víðtæk áhrif.

Flutningskostnaður lækkar, sem aftur getur skilað lægra vöruverði, hagur fyrirtækja batnar, sem aftur getur gert þeim kleyft að standa undir hærri launum.

Hagur einstaklinga batnar þegar rekstrarkostnaður fjölskyldubílsins lækkar og lækkandi verð hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur.

Árangurinn verður því betri sem neytendur eru betur á verði og virkari.

En vissulega er það svo að sumir sjá ekkert nema það að ríkið sé að "afsala" sér tekjum.

En aðrir hlutir munu vissulega hækka, þegar lægra þrep virðisaukaskattsins hækkar. Verðbólgutölurá fyrstu mánuðum árisins munu sýna hver heildaráhrifin verða, en vissulega eru margir aðrir þættir þar að verki einnig.

P.S.  Skyldi einhver hafa reiknað út hvaða áhrif auknar álögur á bensín og olíur 2011/2012 hafði á verðlag og lán Íslendinga?

 


mbl.is Lækkar útgjöld um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband