Alveg nýtt DV?

Ég er líklega það sem kalla má fjölmiðafíkil. Ég hef gaman af þeim og eyði líklega alltof miklum tíma í að lesa fréttir og fréttaskýringar og skoða myndir.

En mér líst nokkuð vel á samsetninguna sem boðuð er á DV og held að hún geti skilað skemmtilegum og "balanseruðum" fjölmiðli.

Hvort það verður raunin á auðvitað eftir að koma í ljós, en ég reikna með því að ferðum mínum á dv.is eigi eftir að fjölga, alla vegna fyrst um sinn.

En möguleikarnir sem netið gefur fjölmiðlum eru miklar og fróðlegt að sjá hvernig DV kemur til með að spila úr þeim.

Hinu er svo ekki hægt að neita, að miklar fjárfestingar í fjölmiðlum á Íslandi vekja vissulega alltaf eftirtekt.  Það er ekki eins og margir hafi orðið ríkir af slíkum rekstri undanfarin ár, þó að þess megi vissulega finna dæmi um í sögunni.  En enn virðast bisnessmenn hafa trú á því að fjölmiðlar geti ávaxtað pund þeirra.  Það er gott.

Þetta er önnur slík tilkynning sem hefur borist á stuttum tíma.  Því má eiga von á harðri samkeppni og ef til vill dálitlu fjöri á Íslenskum fjölmiðlamarkaði á næstunni.

 

 

 

 


mbl.is Eggert og Kolbrún ritstjórar DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll G.Tómas, ég dáist alltaf af fólki sem les dagblöðin til hlýtar. Gerði þetta sjálf þegar ég var unglingur (Mbl og Þjóðviljinn) en fletti þessu aðallega í dag, og les bara það sem ég hef brennandi áhuga á.

En ég hef ennþá áhuga á að fletta og lesa dagblað með kaffinu á morgnana og ég sé eftir einu dagbl. sem ég var áskrifandi á um tíma, en það var, man ekki einu sinni hvað það heitir, en sá sem bar það út er mikill fjallagarpur, bar blaðið út með því að hlaupa afturábak, og keyrir strætó í dag.

Svo verðum við bara að sjá hvernig DV snepillinn verður með nýjum ritstjórum!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 31.12.2014 kl. 20:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er orðið býsna langt síðan ég hef lesið dagblað, en ég nota fjölmiðla mikið.  En eingöngu á netinu núorðið.

Ég hef enga trú á því að ég eigi eftir að kaupa DV í pappírsformi, eða að gerast áskrifandi.

En ég mun líklega fjölga heimsóknum mínum á vefinn hjá þeim, alla vegna fyrst um sinn.

Það er engin ástæða til að dæma fyrirfram og eins og ég sagði áður, er blandan í liðskipaninni þannig að vel gæti orðið um áhugaverðan fjölmiðil að ræða.

G. Tómas Gunnarsson, 1.1.2015 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband