Frakkland í feni atvinnuleysis og efnahagslega á eftir Bretlandi

Það gengur hvorki né rekur hjá Hollande.  Óvinsælasti forseti Frakklands og loforð hans um atvinnu, jöfnuð og velferð vekja nú hjá flestum aðeins hlátur.

Hann hafði enda lítið annað fram að færa en gömlu sósíalísku lausnirnar, hækka skatta og láta hið opinbera eyða.

En auðvitað er einföldun að skrifa vanda Frakka á Hollande. Hann hefur verið að búa um sig lengi.

Of stórt ríkisbákn, varanlegur halli á fjárlögum (hallalaus fjárlög hafa ekki verið í Frakklandi síðan 1973 eða 4), háir skattar, stífar og miklar reglugerðir o.sv.frv.

Það var síðan með upptöku eurosins sem fór að halla undan fæti fyrir alvöru.  Það fór enda saman við róttækar breytingar í Þýskalandi.  Frakkland fór hægt, rólega en örugglega að tapa samkeppnishæfi sínu, og því hlaut atvinnuleysi að aukast.  Nú er talað um að euroið sé 15 til 20 20% of sterkt fyrir Frakkland.  Ef gjaldmiðilinn getur ekki gefið eftir, verða aðrir þættir atvinnulífsins að gera það.  Ef kaupgjaldið lækkar ekki, eykst atvinnuleysið.

Og nú hefur Frakkland fallið niður um sæti hvað varðar stærð efnahags.  Það sem Frökkum þykir þó líklega heldur verra, þá er það Bretland sem hefur sætaskipti við þá.  Bretar orðnir 5. stærsta efnahagsveldi heims og lætur Frakklandi eftir 6. sætið.

Það er þó mjög mjótt á mununum, og það sem kætir líklega Frakkana, er að það er vændis og fíkniefnaneysla sem lyftir Bretunum upp fyrir þá.

Ekki það að Frakkarnir slái svo slöku við í þeim efnum, heldur hitt að Frakkland hefur neitað að hlýða tilskipun Evrópusambandsins um að taka þá þætti inn í bókhaldið.

Líklegt verður að teljast að ef þeir væru með í löndunum báðum, þá hefði Frakkland enn vinninginn.

Það breytir því þó ekki, að ef ekkert breytist í efnahagshorfum landanna, myndi Bretland sigla fram úr Frakklandi á næstu árum, með eða án vændis og fíkniefna.

Þar spilar mikið hærra atvinnyleysi að sjálfsögðu inn í.

Að hluta til byggt á grein á vefsíðu The Telegraph.

 

 


mbl.is Metatvinnuleysi í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Frakkar eru yfirleitt latir menn enda nenna þeir ekki að vinna nema 32 tima a viku ef þeir nenna þá að vinna.

Helst vilja þeir fá tveggja til þriggja mánaða sumarleifi, ekki mikill tími eftir til að afkasta somasamlegri vinnu.

Svo er auðvitað stór hópur sem nennir ekki að gera neitt, aðallega afrískir innflytjendur, lifa á ríkinu.

Er einhver furða þó að landið sé að falla á rassgatið fjárhagslega.

það er kanski kominn tími til að islendingar fari að spá í alla þessa, styrki og bætur sem eru úthlutað á Íslandi?

það gengur ekki upp að meirihluti þjóðar, hvaða þjóð sem það er, sem lifir á styrkjum og bótum og minnihlutinn starfar með 80% sköttum og gjöldum til að letingjarnir hafi það gott.

Hvernig endar þessi islenzka saga? Er ekki loka kaflinn að skrifast um þessar mundir, heilbrigðisþjónustan í molum t.d. Hvernig væri að hætta t.d. Þessum fæðingarorlofssbotum og leyfum og styrkja frekar heilbrygðiskerfið?

Nei það verður aldrei gert vegna græðgi og sjálfselsku þeirra sem þiggja þessar bætur og orlof. En í raun og veru þá hefur ríkið og, fyrirtæki ekki efni á þessu mikið lengur.

Vonandi sér fólk að sér áður en illa fer.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.12.2014 kl. 05:12

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að vinnumenningin sé öðruvísi í Frakklandi en mörgum öðrum löndum, er ég ekki viss um að rétt sé að tala um Frakka sem lata.  Framleiðni í Frakklandi er t.d. alls ekki slök.sjá t.d. hér:

http://blogs.lse.ac.uk/europpblog/2013/02/25/french-workers/

Franskt hugvit, hönnun og verkfræði er sömuleiðis með ágætum.  Ég hugsa að flestir geti nefnt Franskar "afurðir" sem þeir þekkja og líkar við.

En ríkið er ofvaxið, og er fast að 60% af efnahagslífinu.  Ríkið hefur eytt um efni fram um u.þ.b. 40 ára skeið.

Sívaxandi frumskógur laga og reglugerða ásamt síhækkandi sköttum er ekki góð blanda.  Þegar bætist við vaxandi skuldir og ígildi erlendrar myntar, er blandan orðin býsna eldfim.

Hvað Ísland varðar virðast margir ekki hafa nein hærri markmið en að fara niður þessa sömu braut.

Sívaxandi skattar, reynt að gera alla að þiggjendum til að bæla niður mótstöðuna og styrkja stöðu þeirra sem höndla með "dreifingarvaldið".

Kveðja til Houston - and it certainly seems that we have a problem indeed.

G. Tómas Gunnarsson, 27.12.2014 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband