Stærsta ástæðan?

Ég hef oft komið inn á það hér að ég hefði talið gott ef myndaður hefði verið meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna í Reykjavík.

En ef til vill má sjá hér í viðhengdri frétt stærstu ástæðuna fyrir að slíkur meirihluti er ekki á dagskrá? Er þetta ef til vill ástæðan fyrir því að Vinstri grænir, sem komu víða mjög vel út úr kosningunum, eru að koma svo illa út úr meirihlutaviðræðum?  Er afstaða sem þessi ef til vill stór hluti þess að þeir fara svo illa út úr kosningum í eina sveitarfélaginu sem þeir voru í meirihluta upp á eigin spýtur?

Vilja Vinstri grænir frekar sitja á bekkjum stjórnarandstöðu en að gefa eftir.  Eða eru þeir hræddir um að tapa fylgi í alþingiskosningum, ef þeir ljá máls á málamiðlunum í sveitarstjórnum?

Það er allavegna ljóst að það er ekki víða sem Vinstri grænir ná að nýta sér fylgisaukningu sína til að setjast í meirihluta.


mbl.is VG í Reykjavík mótmælir aðild Orkuveitunnar að viljayfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað eru skiptar skoðanir á stóriðju og virkjunum eins og öðru. Ekki man ég þó eftir að skoðanakannanir hafi sýnt að meirihluti íslendinga væri alfarið á móti þeim.

Það verður t.d. fróðlegt að fylgjast með hver verður niðurstaðan í Hafnarfirði. Verður kosið um fyrirhugaða stækkun álversins? Eða segir meirihluti Samfylkingar að nú sé nóg komið og segir nei við stækkuninni?

Svo má auðvitað velta því fyrir sér, hvað ætla Vinstri grænir að bíða lengi? Þangað til allt er um garð gengið?

G. Tómas Gunnarsson, 2.6.2006 kl. 15:32

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sveitarfélög, eins og t.d. Hafnarfjörður geta haft mikið um stóriðjumál að segja. Sömuleiðis t.d. Reykjavík og Reykjanesbær (þau eiga t.d. orkufyrirtæki sem eiga eftir að stækka og eru í samningaviðræðum um orkusölu til stóriðju, eins og hefur komið fram í fréttum).

Skipulagsvald er líka hjá sveitarfélögunum. Ég reikna t.d. með að ekki hefði verið farið í byggingu álvers í Reyðarfirði, ef bæjarstjórn Fjarðarbyggðar hefði verið alfarið á móti því.

G. Tómas Gunnarsson, 2.6.2006 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband