23.12.2014 | 20:30
Ákvörðun Ukraínu endurspeglar svik Rússlands
Ég hef ekki trú á að NATO samþykki umsókn Ukraínu um aðild, ef hún verður lögð fram. Ég tel það ekki líklegt að NATO taki að sér það verkefni að tryggja landamæri Ukraínu, sem hefur hluta af landi sínu hernumið og annan hluta undir árás.
En sókn Ukraínu eftir NATO aðild er eðlileg og skiljanleg, eftir að Rússland sveik svokallaðan Budapest sáttmála og réðst á landið.
Budapest sáttmálinn var undirritaður af Rússlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ukraínu, sem þá var þriðja stærsta kjarnorkuveldi heims, en hafði þó ekki fulla stjórn yfir vopnunum.
Í stuttu máli gekk samkomulagið út á það að ríkin þrjú ábyrgðust landamæri og stjórnmálalegt sjálfstæði Ukraínu, gegn því að Ukraína félli frá öllu tilkalli til kjarnorkuvopnanna.
Það þarf því engan að undra, að þegar Rússland hefur gengið svo freklega gegn þessu samkomulagi, að Ukraína sækist eftir að ganga í bandalag og finna sér "skjól".
En hitt er svo allt annar handleggur, hvort það þetta sé skynsamlegasti leikurinn í stöðunni, eða hvort líklegt sé að þessi leikur dragi úr spennu eða átökum á svæðinu.
Það verður að teljast ólíklegt, en það má líka velta því fyrir sér hvaða leikir standa Ukraínu opnir?
Það er ekkert sem bendir til þess að Rússar hörfi frá A-Ukraínu, hvað þá Krím.
Skref í átt að NATO-aðild Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas
Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessari færslu þinni.
Stendur blóðugt hernám Rússa á Krímskaga alveg naglfest í minningu þinni?
Minnist þú fréttana af átökunum eins og gerst hafi í gær?
Það eina jákvæða við skoðun þína og minningu er það, að líklega má telja prósentur þeirra jarðarbúa á fingrum annarar handar, sem falla fyrir svona æpandi augljósum spuna.
Jónatan Karlsson, 23.12.2014 kl. 23:04
Áður en Rússar rufu landamærin við Krímskaga, hafði Úkraínustjórn og þingið ekki rofið samkomulagið um endalok valdatíðar fyrri forseta? Þegar það var þverbrotið, átti þá einfaldlega að halda sér við hinn fyrri Búdapest-sáttmála? En fylgdu þeim sáttmála ekki, að Úkraína skyldi vera á áhrifasvæði Rússa? Var það ekki sjálf forsenda þess, að Rússar tóku þátt í þim sáttmála?
Vilt þú gera öll ríki við Svartahaf nema Rússland og Georgíu að NATO-ríkjum? Sérðu ekki hættuna við það að gera Svartahaf mestmegnis að NATO-innhafi og hinar gömlu rússnesku borgir Kíev og Kharkov að bækistöðvum NATO-flug- og landherja? Litist Kananum vel á að fá rússneskar herstöðvar 40–100 km fyrir norðan bandarísku landamærin við Kanada, og teldir þú það stuðla að jafnvægi og friði?
Jón Valur Jensson, 24.12.2014 kl. 03:45
@Jónatan Ég vona að þú takir þann kostinn að hlægja, það er mikið betri kostur á jólunum., þó að þau rússnesku komi reyndr ekki fyrr en í janúar.
En Krím er hernumin, rétt eins og Eystrasaltslödnin voru í yfir 50 ár "Leikritið" sem var sett á svið í báðum tilfellum breytir engu þar um. Þú ert ef til vill einn af þeim sem heldur að hvoru tveggja hafi gerst udnir eðlilegum kringumstæðum? Þú telur ef til vill einnig að Molotov/Ribbentrop sáttmálin hafi verið "eðlilegur", eins og virðist vera "línan" í Moskvu nú.
Yfirtakan á Krím var ekki blóðug, þó að hún hafi ekki verið "tíðindalaus" heldur. Sama var raunin í Eystrasaltslöndunum, en hernámið kostaði hundruði þúsunda íbúa lífið þegar upp var staðið. við skulum vona að það verði ekki raunin í Krím.
@Jón Valur Þingið setti forsetan af. Er eitthvað óeðlilegt við það? Hann var reyndar ekki hugrakkari en það að hann flúði af vettvangi til "eienda" sinna.
Búdapest sáttmálin er enn í fullu gildi, þó að Rússar hafi brotið hann.
Samkvæmt Búdapest sáttmálunum á Ukráina að vera hlutlaus, og hefur verið það. En þegar Rússar hafa brotið sáttmálann, telja þeir sig þurfa nýtt "skjól": Eðlilega.
Ríkin eru að leita skjóls hjá NATO, vegna yfirgangs Rússa, ekki öfugt.
Hve mikinn viðbúnað hafði NATO í Eystrasaltslöndunum, áður en til Ukraínu deilunnar kom?
Rússar verða einfaldlega að læra að sætta sig við að ríkin í kringum þá standa ekki og sitja eins og þeir vilja. Þeir hafa enda ekkert boðið þeim nema yfirgang, eymd og volæði.
Kaninn hefur vissulega sögu sem er ekki til fyrirmyndar á margan hátt, en hefur lært að sætta sig í auknum mæli við ríki andstæð sér, s.s. Kúbu, Venesúela og önnurríki S-Ameríku sem haf fetað sig áfram á braut sósíalismans.
En eins gog ég sagði í pistlinum, tel ég þetta ekki rökrétt skref fyrir Ukraínu nú, og reikna ekki með að NATO taki landið inn.
Það breytir því ekki að Rússar geta ekki sagt landinu fyri.r
Nú hafa þeir ráðist inn í það, og ekki er séð fyrir hvernig það endar.
G. Tómas Gunnarsson, 24.12.2014 kl. 11:34
"Þingið setti forsetann af. Er eitthvað óeðlilegt við það?"
Já, svo sannarlega, það var gert gegn hátíðlegu alþjóðasamkomulagi (með aðkomu Úkraínuþings), sem hefði endað forsetatíð hans nokkrum mánuðum síðar og efnt til kosninga. En skyndilega sneri Úkraínuþingmenn við blaðinu, nokkrum dögum síðar, og kusi að beita sér sem ESB-sinnaðir haukar, eins og Brusselmenn vildu. Og hún er ekki skárri músin sem læðist (Evrópusambandið lúmska) en hin sem stökkur. Markmiðið r innlimun Úkraínu í Evrópusambandið og tenging þess við herveldið NATO.
Og þú svarar ekki ýmsu í innleggi mínu. Venezúela er t.d. ekki 40 til 100 km frá Bandaríkjunum, og þar eru hvort sem er engar rússneskar herstöðvar.
Rússar munu ekki leita ráða hjá mönnum með þína afstöðu í þessu máli.
Óska þér svo gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Jón Valur Jensson, 24.12.2014 kl. 14:27
Til hvaða samkomulags ert þú að vitna Jón Valur?
Forsetinn flúði, í kringum 22. febrúar.
Það liggur í hlutarins eðli að Ukraína og Ukraínska þingið á ekki að þurfa að semja við erlend ríki, um hvort eða hvenær forsetinn fer frá. Því ráða þeir að sjálfsögðu sjálfir. Er þetta virðingin sem þú berð fyrir fullveldi ríkja? Þingið er löglegt vald í Ukraínu, ekki síður en á Íslandi.
Vissulega má segja að bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hefðu getað spilað öðruvísi, og betur. En það breytir því ekki að Ukraína á ekki að þurfa að standa og sitja eins Rússar segja.
Ég tel mig ekki þurfa að svara öllu því sem sett er hér inn, hvort sem það er sett fram af "nýrússadindlum" eins og þér eða öðrum. Ekki frekar en þú svarar mörgu af því sem ég hef sett fram hér. Mér dytti heldur ekki hug að krefjast þess. Slíkt væri ekkert annað en heimskuhroki.
En Sovéskir hermenn yfirgáfu ekki Kúbu fyrr en á síðast áratug síðustu aldar. Hvað er Kúba langt frá Flórida? Það tók vissulega Bandaríkjamenn langan tíma að sætta sig við kommúnísk yfirráð á Kúbu og Sovéskar herstöðvar. Þeir settu líka "fótin niður" þegar Sovétið ætlaði að koma upp kjarnorkuflaugum þar. Það þarf líklega ekki að fara yfir þá sögu.
En ég hirði ekki að rökræða á þeim nótun hvað ef þetta hvað ef hitt.
Staðreyndin er auðvitað sú að Kanadamönnum dytti seint í hug að ganga í bandalag með Rússum og stefna góðum tengslum sínum við Bandaríkjamenn í hættu.
Það er ekki síst vegna þess að þar á milli ríkir gagnkvæm virðing (með einstaka núningi) og Bandaríkin hafa upp á mikið að bjóða.
Rússar bjóða nágrönnum sínum upp á ódýrt gas og yfirgang.
En umfram allt er að "nágrannanna" sjálfra að ákveða hvernig þeir vilja tengjast öðrum þjóðum, þar á meðal Rússlandi.
G. Tómas Gunnarsson, 26.12.2014 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.