Það eru mannréttindi að mega borða skötu

Ég hefði líkelga valið eitthvert annað orð en ilmur, ef ég hefði skrifað þessa frétt.  Fnykur kemur til dæmis upp í hugann, ólykt, eða stækja.

En það breytir því ekki að mörgum finnst kæst skata góð, því kæstari því betri.  Eftir því sem ég kemst næst fer þeim fjölgandi hvert ár sem snæða skötu.

Og þó að vissulega megi halda því fram að kæstasta skatan ætti að fara í umhverfismat, þá eru það engu að síður mannréttindi að mega borða skötu.

En það fer auðvitað best á því að skötuneyslan fari fram í einrúmi, í þar til gerðum hópum, eða á matsölustöum sem eru tilbúnir til að lifa með fnyknum og hafa góða loftræstingu.

Og vissulega er skatan hluti af íslenskri menningu, þó að deila megi um hversu samofin henni hún er.

En það liggur engin nauðsyn fyrir því að bjóða upp á skötu í skólum, né eru það brot á mannréttindum að það sé ekki gert.

Ég hygg að það væri meira að segja rétttlætanlegt að banna skötu í skólum og opinberum stofnunum, rétt eins og reykingar, nema að þær seu þeim mun betur loftræstar.

Það er auðvitað ekkert gamanmál ef að lyktin sest í föt og svo getur hún ollið vanlíðan.

 

 

 


mbl.is Skötuilmurinn liggur yfir landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ein af þeim sem elska skötu, hef borðað hana frá því að ég var smástelpa. Reyndar náði ég í minn mann frá Reykjavík svo hann kunni hvorki að borða skötu né hákarl.  Þetta þurfti hann að ganga í gegnum ekk frá mér, heldur tengdafólkinu sínu.  Nú borðar hann skötu og hákarl.  

Ég nota líka skötu sem ákveðið lyf gegn kvefi og hausverk.  Eins er um hákarlinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2014 kl. 18:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er einn af þeim sem finnst betra að maturinn sé óskemmdur :-)

En það sem aðrir gera eða láta ofan í sig, klagar lítið upp á mig.  Ég held mig einfaldlega í hæfilegri fjarlægð.

Ég tel mig heldur ekki eig "rétt" á skötulausum veitingastað.  En ef veitingastaðurinn angar af skötu, þá fer ég annað.  Engin ástæða til að ergja sig yfir því.

Þannig velur hver fyrir sig.

En mér þætti það miður ef opinberar stofnanir, ég á erindi við, færu að anga af skötu eða öðrum óþverra.  Þá er aldrei að vita nema ég kvartaði og æfri fram á úrbætur.

Koníak er yndælis kvefmeðal og truflar lítt þá sem eru í négrenninu, nema ef til vill að fylla þá öfund.

G. Tómas Gunnarsson, 23.12.2014 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband