Putin, Franska Þjóðfylkingin og samkynhneigðir

Það er sagt að í stjórnmálum megi gjarna finna "skrýtna rúmfélaga".  Það er oft svo sannarlega orð að sönnu.

Það vakti all nokkra athygli fyrir skemmstu þegar Franska Þjóðfylkingin (FN), flokkur Marine Le Pen, sló lán upp á milljónir euroa hjá Rússeskum banka.

Margir töldu þetta skýra vísbendingu um að Putin (eða Rússland) væri að fjármagna flokka yst til hægri í Evrópu.  Le Pen sagði hins vegar skýringuna vera þá að engin Evrópskur banki vildi lána flokknum.

Því verður þó ekki á móti mælt að Þjóðfylkingunni hefur legið frekar hlýr hugur til Putins.  Hvort sem það er tengt fjármagni eður ei.

En nú hefur flokkur Le Pen enn á ný komið á óvart.  það hefur ekki vakið nándar nærri eins mikla athygli á alþjóðavettvangi og tengslin við Rússa.  Að mörgu leyti er þetta þó ekki síður "sprengja" og kemur án efa mörgum verulega á óvart.

Nýjasti liðsmaður flokksins og væntanlegur frambjóðandi í kosningum er Sébastian Chenu, sem er þekktur í Frakklandi sem einn af stofnendum GayLib og baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra.

Þetta vekur athygli bæði vegna mikilla deilna sem urðu í Frakklandi um hjónabönd samkynheigðra og ekki síður vegna þess að FN hefur oft ekki þótt tala hlýlega í þeirra garð.

En margir vilja telja að samkynhneigt fólk (í Frakklandi) hafi í auknum mæli færst yfir á hægri væng stjórnmálanna, og vilja meina að það sé ekki síst vegna hörku margra múslima í garð samkynhneigðra.

En Frönsk tímarit hafa einnig birt fréttir um að í "innsta hring" hjá Marine Le Pen megi finna hóp samkynhneigðra.

Það má því segja að Marine, virðist vera nokkuð einörð í því að marka sína eigin stefnu og sveigja af stefnu föður síns, sem hún tók við formennsku af.

Það vakti athygli þegar hún sagði fyrir fáum árum:  Qu'on soit homme ou femme, chrétien, juif, musulman ou non croyant, hétérosexuel ou homosexuel, on est d'abord français.(“Whether man or woman, heterosexual or homosexual, Christian, Jewish or Muslim, we are foremost French.”)

En pólítíkin færir skrýtna hópa saman og svo virðist sem Franska Þjóðfylkingin sigli krókótta stefnu og fái stuðning bæði frá Putin og hópum samkynhneigðra í Frakklandi.

Sjá frétt France24.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er mikill aðdáandi Ukip og það er sammerkt með öllum flokkum í ESB sem eru andstæðingar samrunans að þeir eru undir smásjá fjölmiðla. Jafnvel þeir meðlimir sem eru í algjörum aukahlutverkum eru undir ströngu eftirliti.

Ef þeir bulla eina setningu á netinu, reka fjölmiðlar sérstaklega BBC  upp ramakvein .

 Þeir eru reknir umsvifalaust  úr flokknum. Það er nú kallað að vera Ukip-aður.  (Ukip‘t)

Eftir Evrópuþings kosningarnar las ég viðtal við hina Frönsku  Marine Le Pen, að mig minnir í ensku útgáfu Spiegel.  Þar var hún spurð um aðdáun hennar á Putin.

„Aðdáun og ekki aðdáun“ svaraði hún.“ Ég virði þá þjóðhöfðingja sem halda utan um hagsmuni þjóðar sinnar“

Ég reikna með að hún hafi verið að skjóta á þær þjóðir sem hafa skrifað undir 100.000 blaðsíðna skjal sem bindur þær  og útilokar sjálfstæða hugsun .

Snorri Hansson, 21.12.2014 kl. 15:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef mikinn áhuga á mörgum af þeim snýju flokkum sem ahfa verið að rísa upp í Evrópuríkjum.

Vaxandi styrkur þeirra er gjarna í hlutfalli við vaxandi erfiðleika "hefðbundinna" flokka við að glíma við stöðuna, ekki síst yfirvaxin stjórnvöld og samfara því vaxandi opinberar skuldir og síaukna skattheimtu.

Þess vegna er miðjan í stjórnmálum í auknum vandræðum og sótt að frá bæði því sem við köllum hægri og vinstri.

En margir þessir flokkar eiga það sameiginlegt að að í þá sækja "fringe" einstaklingar, sem þessir flokkar eiga erfitt með að stjórna og koma þeim oft í vandræði.

Sama mynstur má oft sjá Íslenskum stjórnmálum þar sem "the usual suspects" flykkjast að nýjum stjórnmálaflokkum og koma þeim í vandræði.

Sést best á því að fyrir síðust kosningar störfuðu ýmsir einstaklingar með fleiri en einum flokki.

Það er svo annar handleggur að lítið má út af bera til að fjölmiðlar fari hamförum og má sjá þess skýr merki á Íslandi.

"Pólísk rétthugsun" verður öflugri með hverjum deginum.

En FN er merkilegt fyrirbæri og ber að mörgu leiti vitni um þá skelfilegu þróun sem hefur átt sér stað í Frönskum stjórnmálum.  Því þau hafa eiginlega verið á hægri en öruggri niðurleið í tugi ára.

Getuleysið hefur hægt og örugglega unnið á.

Það er einmitt þess vegna sem Marine Le Pen hefur unnið á.  Hvort hún getur þegar á reynir, á eftir að koma í ljós, en æ fleir Frökkum þykir fulleynt með aðra flokka.

Hún er að sjálfsögðu allt annar handleggur en faðir hennar, sem er að mínu mati frekar fyrirlitlegur stórnmálamaður.

En að mörgu leyti eru Frakkar að leita að nútíma de Gaulle, sterkum Frönskum karakter, því að mörgu leyti finnst þeim þeir vera í svipuðum kringumstæðum og eftir seinni heimstyrjöldina, þar sem þeir  komu fram sem sigurvegarar, en voru í raun "lúserar" og vissu það.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2014 kl. 20:52

3 Smámynd: Snorri Hansson

Afar gott innlegg. Hjartanlega sammála.

Snorri Hansson, 22.12.2014 kl. 01:36

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sterkur franskur,enskur,íslenskur,? í gær nægðu heróp í dag ekki,manneskjan hefur uppgötvað eðlið.það gefur ekkert heimtar bara. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2014 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband