1.4.2006 | 21:10
Bjórá 49
Þá er ég búinn að búa til bloggsíðu fyrir fjölskylduna. Líklega lendir það þó á mér einum að halda henni við og skrifa, enda sá eini sem skrifar íslensku, í það minnsta enn sem komið er, í fjölskyldunni, en það stendur vonandi allt til bóta.
Fjölskyldan er auðvitað ég, Tómas Gunnarsson, konan mín, Kristina Pere og svo auðvitað foringinn sjálfur, Leifur Enno Pere Tómasson, rétt rúmlega 2ja ára, en sjálfur fullviss um forystuhlutverk sitt innan fjölskyldunnar.
Heiti síðunnar, Bjórá 49, er dregið af húsinu sem við erum rétt búin að festa kaup á, 49 Beaverbrook Avenue. Því miður erum við ekki flutt ennþá, en við fáum húsið afhent þann 7. júlí næstkomandi, og erum öll farin að hlakka til.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 2.4.2006 kl. 00:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.