23.3.2007 | 04:39
Endurgreiðsla frá sparisjóðnum
Það er ekki algengt að það berist skemmtilegur "gluggapóstur" inn á heimilið. En það gerðist þó fyrir fáeinum dögum.
Það barst hér bréf frá Eistneska sparisjóðnum hér í Toronto þess efnis að vegna góðrar afkomu sjóðsins fengju allir viðskiptavinir sjóðsins dálitla upphæð sem þökk fyrir viðskiptin.
Til grundvallar eru lagðar bæði innistæður sem og vaxtagreiðslur. Þar sem húsnæðislánið okkar er hjá sparisjóðnum auk hluta af almennum viðskiptum okkar þá lagði sparisjóðurinn jafngildi u.þ.b. 40.000 Íslenskra inn á reikninginn okkar.
Er það ekki svona sem fyrirtæki byggja upp viðskiptavild?
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.