20.12.2014 | 07:19
Barist á netinu
Það er barist þar sem mögulegt er að berjast.
Eftir því sem netið verður stærri þáttur í daglegu lífi, er líklegt að baráttan þar aukist og harðni.
Það er hægt að ímynda sér margt skelfilegt í þeim efnum og hægt að teikna upp hræðilegar "sviðsmyndir", svo ég sletti nú tískuorði.
Það eru margar sögusagnir á kreiki í kringum þessa árás. Flestir virðast hafa talið a "hakkarar" í N-Kóreu væru þess ekki megnugir að gera árás sem þessa.
Talað er um að þeir hafi notið aðstoðar frá "hökkurum" í Rússlandi, Kína og jafnvel Íran.
Líklega má færa rök fyrir því að þessar þjóðir hafi óttast til hvaða landa yrði farið ef um framhaldsmyndir yrði að ræða :-)
En þetta er þörf áminning fyrir þjóðir heims að skylda til þeirra til að vernda borgara sína nær einnig til netsins og tölvukerfa.
Fullkomið öryggi er ekki til, en það er hlýtur samt að vera hægt að gera betur.
Innbrotið hjá Sony Pictures sýnir að enginn er öruggur.
Mörg fyrirtæki og ríkisstjórnir hljóta að vera hugsandi þessa dagana og velta því fyrir sér hvað skuli til bragðs taka.
"Netöryggir", eða svipuð orð gætu hæglega orðið eitt af "tískuorðunum" árið 2015.
FBI sakar N-Kóreu um tölvuárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Utanríkismál/alþjóðamál, Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.