Bretar eru tortryggnir gagnvart "Sambandinu"

Þessar niðurstöður koma ekki á óvart.  En það er rétt að hafa í huga að eingöngu er um skoðanakönnun að ræða.

En það er líka vert að velta því fyrir sér að meirihluti Breta vill vera í "Sambandinu" en meirihluti þeirra vill ekki vera í "Sambandinu" eins og það er og þangað sem það stefnir.

Líklega má túlka það sem vilja þeirra til að eiga í samstarfi við þjóðir Evrópu á grunni Evrópusambandsins, en sömuleiðis hafni þeir sívaxandi samruna og stefnunni á sambandsríki.  Sem er í stefna "Sambandsins" í dag, þó að vissulega ríki ekki um hana einhugur.

Það má því segja að Cameron hafi mótað stefnu sem sé meirihluta Breta þóknanleg.  Það er að segja að Bretar eigi því aðeins að vera í "Sambandinu", ef grundvallarbreytingar fást á eðli samstarfsins.

Það að 20% af Bretum vilji svo segja skilið við "Sambandið" án frekari "málalenginga", sýnir hugsanlegt fylgi UKIP, en er alls ekki í hendi.

En það er líka rétt að hafa í huga að skoðanakönnun er alls ekki niðurstaða og kosningabarátta getur breytt hugum margra.

En ég hygg að þegar í kjörklefann er komið, sé sömuleiðis ákveðin tilhneyging til að kjósa með ríkjandi ástandi og forðast hið óþekkta. Ég held að það hafi mátt sjá þessa tilhneygingu í kosningunni um sjálfstætt Skotland.

En það má heldur ekki gleyma því að upp á síðkastið hefur "Sambandið" og "Ráðherraráðið", sem og Evrópusambandsþingið, ekki slegið slöku við hvað varðar að ergja Breta og fá þá upp á móti sér.

Tortryggni Breta gagnvart "Sambandinu" hefur því alls ekki dvínað, þvert á móti.

 

 

 


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband