Gullpottarnir handan við hornin og rauði þráðurinn

Þeir hafa verið nokkrir "gullpottarnir handan við hornið" sem hafa komið til umræðu í Íslenskum stjórnálum á öldinni.

"Íslenska orkuútrásin" með REI í broddi fylkingar átti að gera Íslendinga (sérstaklega Reykvíkinga) ríka og fól í sér meiri tækifæri en áður höfðu þekkst.

Síðan var það olíulindirnir sem voru gullpotturinn undir regnboganum og var aðeins tímaspursmál  hvenær byrjuðu að gefa af sér.  Spurningin var aðallega hvort að uppbyggingin  yrði á Norður eða Austurlandi.

Og nú er komið að raforkusölu um sæstreng sem mun færa Íslendingum heim gullið og mun seint eða aldrei verða lát á.

En mér finnst eins það megi finna rauðan þráð í gegnum öll þessi "ævintýri" og það séu mestmegnis sömu stjórnmálamennirnir sem mæta með "físibelginn".

Það þýðir ekki að sjálfsagt sé að reynt sé að nota auðlyndir Íslendinga og reynt að finan hagkvæmar leiðir til að koma þeim í verð og auka arðsemi þeirra fyrir þjóðina.  

En það væri ef til vill skynsamlegra að blása ekki upp væntingarnbólurnar jafn hraustlega og stundum vill verða. 

 


mbl.is Hætta við olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband